Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 13
Sjónvarpið að verða almannaeign En miklar deilur standa um menningarhlutverk jbess og áhrif á heimitislíf og einstaklinga Sjónvarpið er nú orðið að veru- leika — og á góðri leið með að verða almennings eign, eins og önnur und- ur tækninnar, síminn, grammófónn- inn, kvikmyndirnar og útvarpið. Eins og öll þessi tæki urðu á sínum tíma mikil deiluefni, sem að ýmissa manna nyggju áttu hvert um sig að granda siðmenningunni, svo er nú mjög deilt um sjónvarpið og því meira, sem út- breiðsla þess hefur orðið meiri. Þar sem sjónvarpið hefur mesta út- breiðslu, rísa loftnetin eins og furðu- legur víraskógur upp frá þökum íbúð- arhúsanna. I setustofum heimilanna eru Ijósin slökkt, en fjölskyldumar sitja í rökkri umhverfis hið nýja tæki og horfa á myndir þess. Ef kunningj- ar koma í heimsókn, leggja þeir hljóð- lega frá sér yfirfötin og setjast í hóp- inn umhverfis tækið, þar sem skemmtiatriðin reka hvert annað. Fólkið talar varla saman, drekkur kaffibolla eða glas af víni. Það er ekkert hægt að vinna, nema hvað kon- an heldur á prjónum; ekki er hægt að líta í bók, eins og á dögum útvarps- ins. Þannig verður heimilislífið, og nú tekur gagnrýnandinn til máls: Þetta sjónvarp dregur fjölskylduna sannar- lega saman og heldur henni heima, en hvaða gagn er að því, þegar hún sit- ur í myrkri og enginn segir orð? Verð- ur þetta nýja tæki til að ryðja frá heilbrigðari tómstundaiðju og leggst ekki bóklestur niður? Vanrækja ekki börnin skólavinnuna og fara seint að sofa? Og hvers konar efni er það, sem sjónvarpað er og heldur allri athygli fólks marga tíma á hverju kvöldi? Þetta eru hinar alvarlegu spurn- ingar, sem deilt er um í sambandi við útbreiðslu sjónvarpsins. Það em færð fram rök með og á móti, en endanleg- ur úrskurður fæst sjálfsagt enginn. fvrr en eftir margra ára reynslu. Þó er ereinilegt, að þessar umræður um sjónvarpið á hinum öru vaxtarárum þess, sem nú eru að líða, hafa þegar haft merk áhrif á það, og hinu hugs- anlega menningarhlutverki þess er tvímælalaust meiri gaumur gefinn en á samsvarandi þróunarárum útvarps- ins milli 1920 og 1930. ÚTBREIÐSLA SJÓN- VARPSINS. Reglulegar sjónvarpssendingar hóf- ust fyrst í Bretlandi 1936, og nokkru síðar í Frakklandi og Sovétríkjunum. Meginlögmál þessarar miklu nýjung- ar höfðu að vísu verið kunn um nolck- urt skeið, en vegna margvíslegra tæknilegra örðugleika gat þessi rós tuttugustu aldarinnar ekki sprungið út á einni nóttu. Og það voru aðeins nokkur þúsund sjónvarpstæki í notk- un í þessum löndum fyrir stríð, svo að ekki hljóp alvarlegur vöxtur í sjón- varpið fyrr en að styrjöldinni Iokinni. I byrjun þessa árs var svo komið, að 13 þjóðir höfðu byrjað reglulegar sjónvarpssendingar, 11 höfðu byrjað tilraunir með sjónvarp og 30 voru að athuga þessi mál og undirbúa tilraun- ir. Lengst er þessum málum komið í Bandaríkjunum, þar sem 20 milljónir sjónvarpstækja voru í notkun og rösk- lega helmingur þjóðarinnar hefur því haft aðgang að tækjunum á heimilum sínum. Þar voru sjónvarpsstöðvar 128, en áætlanir gera ráð fyrir 2053 stöðvum í náinni frarntíð, þar af 242 Börnin eru áköfustu áhorfendur sjónvarpsins, og er mikiö um hað deilt, hvorl þessi nýja skemmtun hafi ill áhrif 'i þau eða ekki. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.