Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 10
Dagsbrún í Olafsvík 10 ára Með stofnun kaupfélagsins hurfu þjófagrindurnar af búðarborðinu en traust og frjálsræði komu í þeirra stað Eins og ykkur öllum er kunnugt varð kaupfélagið Dagsbrún 10 ára 31. marz s.l. Þessa samkomu í kvöld höld- um við til að minnast þess áratugs, gleðjast saman og treysta félagsbönd- in. Afmælisnefndin hefur sýnt mér þann heiður að fela mér að segja starfssögu félagsins þessi 10 ár. Það er stutta sögu að rekja og öllum kunna, en þó þykir rétt að staldra við og líta yfir áfangann. Margan aðkomumanninn furðar á því, að í þessu litla þorpi skuli vera starfandi tvö kaupfélög; mun það einsdæmi í ekki stærra byggðarlagi. Og þá er spurt — hvers vegna? Verð- um við þá að rekja forsöguna lítil- lega. Hvers vegna var yngra félagið, kaupfélagið Dagsbrún, stofnað? Þessa forsögu mun ég rekja frá mín- um sjónarhól, en vona þó, að ég halli ekki réttu máli. I febrúar 1921 var stofnað verzlun- arfélag í Ólafsvík, er nefnt var Kaup- félag Ólafsvíkur. Lög þess og starfs- hættir voru í öllum aðalatriðum snið- in eftir lögum um samvinnufélög, en félagið gekk aldrei í Samband ísl. samvinnufélaga, og er enn utan þeirra samtaka. Frá fyrstu tíð voru menn í Kaup- félagi Ólafsvíkur, er börðust fyrir inngöngu félagsins í SIS. Þeir menn skildu hina hagnýtu þýðingu þess fyr- ir vöxt og viðgang félagsins. Tillögur í þá átt voru jafnan felldar. Sú and- staða var einkum af pólitískum toga spunnin. Heita mátti, að félagið væri lokað. Um langt árabil fjölgaði fé- lagsmönnum ekki. Lágu til þess or- sakir, sem hér verða ekki nefndar. Þegar þeim hömlum var aflétt jókst félagatalan sáralítið. Ýmsra orsaka vegna hlaut félagið ekki þær vinsæld- ir í þorpinu, sem eðlilegt hefði verið, io • Afmælisræða eftir Stefán Kristjánsson, formann félagsins að vel rekið samvinnufélag hlyti. í al- menningsaugum er því fremur litið á K. Ó. sem verzlunarhlutafélag en samvinnufélag. Þrátt fyrir vaxandi gengi kaupfélaganna í landinu á þess- um árum, stendur K. Ó. í stað. Þó er samkeppnin ekki hörð, tvær smáar kaupmannaverzlanir eru jafnan starfandi. Orsökina til vaxtartregðu K. Ó. má fyrst og fremst rekja til þess, að fé- Iagið var ekki í samtökum kaupfé- laganna og forystumenn þess skorti hinn rétta samvinnuanda. Árið 1942 situr enn við sama. Marg- ir félagsmenn í K. Ó. eru óánægðir með fyrirkomulagið, en fá ekki að gert. Þetta ár eru tvennar alþingis- Alexander Stefánsson, nuverandi kaupfélagsstjóri. kosningar. Stjórnmálabaráttan bætir ekki samkomulagið í K. Ó. Flestir vinstri menn hér styðja framboð Bjarna Bjarnasonar og honum, sem reyndum samvinnumanni, varð strax ljóst hið gallaða fyrirkomulag í K. Ó. Hvatti hann eindregið til stofnunar nýs kaupfélags á algerðum samvinnu- grundvelli, og með þátttöku í S.Í.S. Síðar, er skriður komst á málið, veitti Bjarni því ýmsan stuðning. Urðu nú umræður manna tíðari um þessi mál. Um áramótin 1942—43 gef- ur það hugmyndinni byr undir vængi, er það fréttist, að Finnbogi G. Lár- usson kaupmaður hafi í hyggju að hætta verzlunarrekstri og vilji selja lóðir og húseignir, hin 100 ára gömlu verzlunarhús selstöðukaupmannanna. Þarna gafst ágætt tækifæri til kaup- félagsstofnunar, ef lóðir og hús fengj- ust með sæmilegum kjörum og fjár- hagsaðstoð til kaupanna. í árslokin 1942 er aðalfyrirtæki þorpsins, Hraðfrystihús Ólafsvíkur h.f., á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið fer fram á aðstoð verkafólksins, bið- ur um 25% kauplækkun, svo að rekst- ur þess stöðvist ekki. Fólkið vill mik- ið á sig leggja til þess að tryggja þenn- an atvinnurekstur, en starfshættirn- ir, skipulagið, hlutafélagsfyrirkomu- lagið er meingallað og mönnum ekki að skapi. Margir þeir, er fylgzt höfðu með vexti og þróun samvinnufélag- anna annars staðar, eygja það úrræði vænlegast, að frystihús sé eign fólks- ins, rekið á samvinnugrundvelli. Sú hugmynd, að nýtt kaupfélag geti byggt og rekið hraðfrystihús, fær mikið fylgi meðal þeirra manna, er mest ræddu um stofnun nýs kaup- félags í Ólafsvík. Atvinnufyrirtæki, er byggðist á aðalatvinnugrein þorps- búa, og verzlun, gátu haft stuðning hvort af öðru.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.