Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 7
Hér sést formaður Kaupfélpgs Hafnfirðinga ávarpa húsmœður og rœða við prcr starf og tilgang kaupjéiaganna. ur í fræðslustarfsemi Kaupfélags Hafnfirðinga. Nokkur önnur félög hafa á undan Hafnfirðingum haldið slíka kvenna- fundi með mjög góðum árangri. Má ' þar fyrst nefna Arnesinga, sem um nokkurt árabil hafa árlega boðið hús- mæðrum í hverri deild til slíkrar sam- komu og konurnar hafa ásamt for~ ráðamönnum félagsins talað, lesið og sungið. Þá hafa sum félögin boðið konunum til skemmtiferða, og var síðastliðið ár í Samvinnunni skýrt frá einni slíkri ferð, sem Kf. Vestur-Hún- vetninga bauð til. Er þá félagskon- um skipt í hópa og fer einn hópur á ári, og hefur þetta einnig vakið á- nægju húsmæðranna. Ekki má gleyma þvf, að Kaupfélag Eyfirðinga hefur hvað mest gert fyr- ir félagskonur sínar. Þar hafa af myndarskap verið farnar brautir, sem vel hafa reynzt í öðrum löndum, til dæmis á Norðurlöndum, er félagið sendi unga og myndarlega konu til að gangast fyrir sýnikennslu í matreiðslu á félagssvæðinu. Einnig hefur KEA boðið félagskonum til Akureyrar til þess að skoða hin miklu mannvirki samvinnumanna þar í bæ. Það ber að vona, að kaupfélögin auki enn til muna starfsemi sína fyr- ir húsmæður, og á því sviði eru vissu- lega mörg verkefni óleyst. Til dæm- is hlýtur að koma að því fyrr eða síð- ar, að SIS setji upp tilraunaeldhús, þar sem kunnáttukonur athuga mat- vörur, reyna nýja rétti og stuðla þann- ig að meiri fjölbreytni í mataræði og (Frh. á bls. 21). Tvœr kaupfélagskonur rœðasl við á fundinum i Hafnarfirði. Til vinstri er ÞÖira Gisladóttir, en til hœgr’ Kristjana Jónsdóttir. Maður Þóru hefur lengi leigt félaginu húsnœði fyrir búð, og Þóra gefið búðarfólkinu kaffisopa reglulega á hverjum degi i mörg ár. 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.