Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 28
Stúlkan í Svartaskógi Framhaldssaga eftir Louis Bromfield Þrem dögum síðar heimsótti ég Vilhjálm frænda, sem enn lifði á þeim peningum, sem Mikael Denning arfleiddi hann að. Hann bjó í Windsor gistihúsinu, og hafði ekki haft líkamlegt þrek til að þola munaðarlíf sitt fyrr á ár- um. Gat hann nú varla gengið lengur, og við Ogden heim- sóttum hann reglulega til þess að færa honum fréttir. Ekkert gladdi gamla manninn eins mikið og heimsókn Ogdens með Helenu. Þegar þessi gamli fjörmaður sá feg- urð hennar, lifnaði hann allur við og rétti úr sér í hjóla- stól sínum. Hann vegsamaði hana. Ég veit ekki, hvers vegna hann valdi þetta gistihús til að búa í. Það var þvorki fínt né sérlega ódýrt, en þó virt- ist mér þar vera „Iíf í tuskunum“. Ég þekkti engan, sem bjó þar, nema Vilhjálm gamla. Þennan dag lá sérlega vel á gamla manninum, og hann lét fjúka alls konar kýmni á kostnað Ogdens, meðal ann- ars í þá átt, að hann væri þess engan veginn verður að vera elskhugi svo glæsilegrar konu. „Mikael gamli, faðir hans, hefði dugað til þess, jafnvel á sextugsaldri,“ sagði gamli maðurinn. „En ekki Ogden með öll sín fínheit.“ Að lokum skildi ég við hann og hélt af stað heimleiðis eftir 46. götu. Við dyrnar rakst ég á Kötu Blakeley; hún barst mikið á að vanda, var með loðskinnshatt og dopp- ótta slæðu og hin snotrasta. Einu sinni var ég nærri því orðinn hrifinn af henni, en þegar minnst vonum varði, skaut mynd Helenu upp í huga mér. Við hlið hennar virt- ist mér Kata ómerkilegt ævintýrakvendi, og þar með var sá draumurinn búinn. Annars var Kata bezta skinn, og aldrei skorti hana vonbiðla. Hún fyrirgaf mér því þessi skyndilegu sinnaskipti og við héldum áfram að vera góðir vinir. Hún var á sömu leið og ég, og í kafaldsmuggunni geng- um við hlið við hlið eftir Fimmta stræti. Ekki man ég nú, um hvað við ræddum, nema hvað hún spurði mig, hvort ég ætlaði að borða þá um kvöldið með Ogden og Helenu. Þegar ég kvað nei við, spurði hún hvatskeytnislega: „Hvað er að? Þú ert hættur að sjást hjá þeim. Hafið þið Ogden rifizt?“ Þessi spurning vakti tortryggni mína, svo að ég var á varðbergi. Kata var í hópi þeirra kvenna, sem láta hverj- um degi nægja sína þjáning, og eins og mörgu slíku fólki var henni svo farið, að hún reyndi að tæla aðra til þess lífs, sem lét henni svo vel. Þess vegna sagði ég einfald- lega: „Nei.“ „Og það á að tákna, að þetta komi mér ekki við,“ sagði hún hlæjandi. „Annars veit ég ekki, hvað hefur komið fyr- ir þig. Aður varstu ágætur og allt í lagi með þig, en nú ertu orðinn ómögulegur.“ „Ágætt,“ sagði ég, „en nú skulum við tala um einhvern annan.“ „Helenu, til dæmis,“ sagði hún. „Já, því ekki það, við skulum tala um Helenu.“ „Þú veizt, að hún er ekki hamingjusöm.“ „Ég veit ekki mikið um tilfinningar hennar.“ „Þú gætir orðið að liði, með því að láta sjá þig oftar.“ Ég sagðist ekki gera ráð fyrir, að hún veitti því neina athygli, hvort ég væri þar eða ekki, og þegar ég mælti þessi orð, gerði ég hvað ég gat til að koma í veg fýrir, að rödd mín bæri vott um geðshræringu. „Og víst tekur hún eftir því,“ sagði Kata. „Þú veizt mæta vel, að hún ber enga ást til Ogdens. Ég neita því ekki, að hún kann að vera hrifin af honum, en stundum leiðist henni, og þá er gott að hafa góða vini nærri.“ Ég hleypti í mig kjarki og spurði: „Hvað áttu við?“ „Ekki nokkurn skapaðan hlut, nema það, að hún leit- ast við að halda í horfinu. Og þú gætir hjálpað henni með 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.