Samvinnan - 01.05.1953, Síða 6
Konurnar og kaupfélögin
Samvinnu/irey/ingín jbarf að fá h.ásmæðurn.ar meira í /ið með sér
Það hefur oft verið sagt, að mað-
ur og kona séu eitt. En kaupfélags-
stjórar hafa fyrir löngu komið auga
á það, að þrátt fyrir einingu hjóna-
bandsins tíðkast víðasthvar nokkur
verkaskipting í afskiptum hjóna af
kaupfélögum. Sú verkaskipting er á
þá lund, að eigmmaðurinn er í fé-
laginu, mætir á fundum þess og greið-
ir atkvæði, en eiginkonan hefur stjórn
á innkaupunum í félagsbúðunum. Það
þarf ekki djúpvitran mann til þess
að skilja, að kaupfélagið þarf að halda
vinsamlegu sambandi við báða aðila
og má sízt af öllu vanrækja konuna.
Kaupfélögin hafa af þessum sökurn
gert ýmislegt fyrir konur félags-
manna. Þau hafa boðið þeim á
skemmtiíundi og gefið þeim kaffi,
boðið þeim í hópferðir til annara hér-
aða, haldið jólaskemmtanir fyrir börn
þeirra, boðið þeim að skoða verzlanir
og verksmiðjur, haldið fyrir þær sýni-
kennslu í matreiðslu og hvaðeina.
Þessi starfsemi, sem hefur haft þann
höfuðgalla hér á landi, að vera ekki
nógu mikil og útbreidd, er í fyllsta
samræmi við anda kaupfélaganna.
Þau eiga að bera fyllstu umhyggju
fyrir heimilunum og mega einskis láta
ófreistað til þess að bæta hag og efla
menningu þeirra. Þess vegna er það
hlutverk félaganna að veita húsmæðr-
um hvers konar fræðslu og upplýsing-
ar, sem þeim mega að gagni koma,
auka í hvívetna þroska þeirra og létta
störf þeirra.
I seinni tíð hafa sézt nokkur merki
þess, að þessi starfsemi sé vaxandi, og
er það fagnaðarefni. I síðasta blaði
var skýrt frá húsmæðrafundi á Akra-
nesi og boðuð frásögn af slíkum fund-
um í Hafnarfirði.
Kaupfélag Hafnfirðinga hefur ekki
efnt til húsmæðrafunda fyrr en nú.
Ekki var húsnæði til, er rúmað gæti
allar húsmæður félagsmanna, og varð
að þrískipta hópnum. Elndirtektir
kvennanna reyndust hinar ágætustu
og fylltu þær húsið þrisvar sinnum, en
samtals sóttu um 450 konur alla fund-
ina.
Það var til fræðslu og skemmtunar
á fundunum í Hafnarfirði, að formað-
ur kaupfélagsins, Ólafur Þ. Kristj-
ánsson, kennari, bauð konurnar vel-
komnar með ræðu, þar sem hann
gerði einnig grein fyrir starfi og til-
gangi kaupfélaganna; Baldvin Þ.
Kristjánsson, erindreki talaði um kon-
urnar og samvinnuna; Benedikt Grön-
dal, ritstjóri, flutti stutta ræðu og
kaupfélagsstjórinn, Ragnar Péturs-
son, ræddi um starfsemi félagsins við
húsmæðurnar. Þá var jafnan skemmt
með söng, og önnuðust hann á einni
skemmtuninni starfsmenn SÍS, sem
hafa með sér tvöfaldan kvartett,
ágætan. Loks var kvikmyndasýning
og sýnd meðal annars sænska mynd-
in „Mamma gerir byltingu“.
Kaffi var á borðum milli atriða
þessara og var það með eindæmum
ánægjulegt, að starfsstúlkur kaupfé-
lagsins höfðu sjálfar bakað með því
og gert það af miklum myndarskap.
Sáu þœr og um framreiðslu alla.
Félagskonur, sem sóttu þessar
skemmtanir, gerðu mjög góðan róm
að þeim, og kvaddi á hverri skemmt-
un einhver þeirra sér hljóðs til að
þakka boðið og þakka félaginu starf
þess allt. Varð árangurinn svo góður,
að telja má víst, að slíkar húsmæðra-
samkomur verði framvegis fastur lið-
Hér sjást starfsstúlkur Kaupfélags HafnfirOinga, sem sáu um bakstur og framreiöslu fyrir hús-
mœðrafundi félagsins af miklum myndarskap. Stúlkurnar eru (talið frá vinstri): Hrafnhildur Guð-
jónsdóttir, Rakel Jónsdóttir, Svava Thordarsen, Helga Steingrimsdóttir, Ólöf Óskarsdóttir, Maria
Magnúsdóttir (á bakvið), Erla Jónatansdóttir, Pálina Þórarinsdóttir og Erla Jónsdóttir.
6