Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 26
Bifreiðarstjórinn, sem sparaði 1750 kr. á tryggingum 6800,00 krónur hefur tryggingin á bQnum mínum kostað undanfarin sex ár, sagði atvinnubifreiðastjóri í Reykjavík við kunningja sinn. Þetta er engin smá- upphæð, en sem betur fer hefur maður fengið þetta með góðum kjörum og get- að lækkað upphæðina með því að aka alltaf varlega. Svo sýndi hann kunningj - anum tryggingareikningana, sem hann hafði haldið saman. Ég fékk bílinn snemma á árinu 1947, sagði hann, og ákvað að tryggja hann hjá Samvinnutryggingum. Ég olli engu tjóni það árið, og fékk því afslátt strax 1948. Það ár var ársiðgjaldið 795 kr. og ég fékk 79,50 í afslátt. Samvinnutryggingar byrjuðu á þessu, og er engin trygging fyrir því, að hin félögin hefðu nokkru sinni tekið upp afsláttarkerfið annars, svo að ég tel mér þetta beinan hagnað. Næsta ár, 1949, var ársiðgjaldið 940 kr. og enn hélt ég 10% afslætti, af því að ég olli engu tjóni. Þriðja árið, 1950, sama iðgjald og nú hækkaði afsláttur- inn, af því að enn olli ég engu tjóni. Varð hann 25% eða 235 kr. Og nú greiddu þeir mér í fyrsta sinn arð 5% eða kr. 35,35. Fjórða árið var iðgjaldið 1175 kr. og aftur fékk ég 25% afslátt, eða kr. 293,75, og 5% arð, sem nam kr. 44,06. í fyrra var iðgjaldið 1440 kr. (enda búið að stór- hækka upphæð skyldutryggingarinnar með lögum) og enn fékk ég minn 25% afslátt fyrir að gera ekkert af mér. Það voru 360 kr. og 5% arðurinn nam nú 54 kr. Svo er hér síðasta kvittunin, fyrir 1953, en nú er iðgjaldið 1510 kr. Ég olli enn engu tjóni í fyrra, svo að ég held mínum afslætti, 25% eða kr. 377,50, og auk þess fæ ég arð, sem mun nema um 200 kr. Samtals telst mér því til, að Samvinnutryggingar hafi sparað mér á sex ár- um yfir 1750 kr. og þannig lækkað kostnað minn af tryggingum á bílnum úr 6800 krónum i rösklega 5000 kr. og verð.ég að kalla það dágóð viðskiptakjgr! SJS^MIVnBJMffiTmTrffiffiniNffiÆaíB — Umboðsmenn um land allt.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.