Samvinnan - 01.05.1953, Síða 29
Bækur
afborgun
Hið nýja bóksölukerfi Norðra, að gefa landsmönnum kost á að kaupa bækur útgáfunnar í
flokkum og greiða þær með lágum afborgunum, hefur hlotið miklar vinsældir.
Þeir, sem enn ekki hafa notfœrt sér þessi sérstæðu kostakjör, ættu ekki að draga
það lengur, því óðum gengur á upplag bókanna.
11 bókaflokkar, 10—20 bækur í hverjurtf flokki. Hver kaupandi getur skipt um 3—5 bækur í
þeim flokki, sem hann kaupir.
Kaupandi hvers flokks greiðir aðeins kr. 50.00 við móttöku bókanna og síðan
kr. 50.00 ársfjórðungslega.
Sambandshúsinu. Pósthólf 101
Bókaútgáfan
Símar 3987 og 7508. Reykjavík.
því að láta sjá þig stöku sinnum. Annars geri ég ekki ráð
fyrir, að hún þoli þetta öllu lengur.“
Eg spurði hana, hvort Helena hefði nokkru sinni haft
orð á því við hana, að hún væri óhamingjusöm. Hún kvað
svo ekki vera, þær hefðu aldrei rætt málið- beinlínis, en
það væri bersýnilegt, að hún væri það.
Svo sagði hún: „Þú ættir nú samt sem áður að koma
í kvöld.“ Að svo mæltu bauð hún mér góða nótt og var
óðar horfin inn um dyrnar á Waldorf.
Það, sem eftir var leiðarinnar, gekk ég einsamall, og
mér var órótt innanbrjósts vegna þess, sem Kata hafði
sagt mér. Gat það verið, að Helena hefði beðið hana að
tala við mig? Þegar ég kom að dyrunum heima, hafði ég
tekið ákvörðun.
Eg heimsótti þau þá um kvöldið.
Hjá þeim voru um tuttugu gestir, sem flestir voru af
sama sauðahúsi og Kata — leikkonur og fráskildar kon-
ur og karlmenn af ýmsu tagi. Yfir samkvæminu öllu hvíldi
einhver annarlegur blær taumleysis og óhófs, sem virtist
ekki eiga við á þessu snyrtilega heimili, og yfirborðs glæsi-
mennska húsbóndans og rósemi húsfreyjunnar virtust
vera framandi í þessum félagsskap. Mér kom til hugar,
að einhver óhamingja grúfði yfir heimilislífinu og að þessi
gestahópur væri þangað fenginn til þess að bægja þess-
ari óhamingju frá um stundarsakir.
Vera má, að það hafi verið framkoma Kötu, sem olli
því, að ég veitti þessu athygli. Það var eins og hún og
maður hennar stæðu utan og ofan við allan hávaðann og
hlátrasköllin. Gestirnir drukku ósleitlega, og margt vafa-
samt gamanyrði hraut þeim af vörum, en það var eins og
allt þetta snerti þau ekki hið minnsta. Helena sat and-
spænis mér; hún vísaði jafnan til sætis á evrópskan máta,
en þar tíðkast það ekki, að húsfreyjan sitji fyrir enda
borðs.
Eins og venjulega virti ég hana fyrir mér í laumi, og
tvisvar eða þrisvar veitti hún því athygli, að ég var að
horfa á hana. Þá skeði nokkuð furðulegt, nokkuð, sem
aldrei hafði komið fyrir áður. í augum hennar brá fyrir
skilningsglampa. Einhvern veginn tókst henni að gera
mér skiljanlegt, að hún var afar óhamingjusöm og að
hún vissi, að ég elskaði hana. Ég þóttist vita, að henni
héldi við örvæntingu, og að bak við hjúp róseminnar fæl-
ist óheilbrigt sálarlíf.
Ég virti Ogden fyrir mér, án þess að skammast mín hið
minnsta, og ég hugsaði: „Nú er mitt tækifæri komið; nú
verð ég að leika hlutverk mitt svo vel, að hann gruni
aldrei neitt.“ Ef ást hans til Helenu hefði aðeins verið
ást venjulegs manns, þá hefði ég ekki verið jafn óttasleg-
inn og varkár og ég var. En það var eitthvað sjúklegt við
ást hans og eins og hann byggi yfir yfirnáttúrlegum hæfi-
29