Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 19

Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 19
fundi félagsins var samþykkt að verja tekjuafgangi fyrsta starfsársins til stofnunar brauðgerðarhússjóðs. Sá sjóður var nokkuð efldur síðar. Þegar málið fyrst var athugað, töldu sér- fróðir menn, að þorpið væri of lítið til þess, að brauðgerð gæti borið sig. íbú- arnir þyrftu að vera að minnsta kosti 1000. Stofnkostnaður var talinn mik- ill, einkum ef reist yrði sérstakt hús, og rekstrarkostnaður að sama skapi, þar sem rafmagn væri of dýrt, og fleira var til tekið. Þrátt fyrir þessar hrak- spár var málið til lykta leitt. Brauð- gerðin er sameign Dagsbrúnar og bakarans. Hefur reksturinn gengið betur en hinir bjartsýnustu þorðu að vona. Laugardaginn 16. júní 1951 kom hin ágæta framleiðsla brauð- gerðarinnar fyrst á markaðinn, og eitt af verkefnum næstu ára er að reisa brauðgerðinni viðunandi húsnæði, þar sem jafnframt verður aðstaða til sölu á framleiðsluvörum hennar. Tilgangurinn með því, að Dagsbrún ynni að því að koma upp'saumastofu var tvenns konar. I fyrsta lagi, að gera þorpsbúum kleift að eignast föt með hagkvæmara verði. Fara þurfti til Reykjavíkur til fatakaupa og bættist þá ferða- og dvalarkostnaður við fataverðið, auk annars óhagræð- is, sem þessu fylgdi. í öðru lagi gat þarna skapazt atvinna fyrir nokkrar stúlkur úr þorpinu. Mjög fljótlega eftir stofnun félags- ins var sótt um innflutnings- og gjald- eyrisleyfi fyrir vélum fyrir sauma- stofu. Hin mikla takmörkun á inn- flutningi vefnaðarvöru og skömmtun var um langt skeið Þrándur í Götu þessa máls. Það skal viðurkennt, að nú um langt skeið hefur þessu máli lítið verið sinnt. Kemur þar einkum til, að á fáum sviðum íslenzks iðnað- ar hefur verið um jafnmikla framför að ræða og í fatagerð, bæði hvað snertir verð og gæði. Smáar sauma- stofur og klæðskerar hafa farið hall- oka í samkeppninni við verksmiðju- framleiðsluna. Má benda á sauma- stofur Gefjunar til fyrirmjmdar á sviði fatagerðar. Nú í dag og í vax- andi mæli í framtíðinni mun verða hægt að fá fatnað við hvers manns hæfi í sölubúð félagsins. Þótt þessu máli hafi verið skotið á frest nú um sinn, er það ekki þar með úr sögunni. Með tilkomu ódýrara rafmagns skap- ast auknir möguleikar fyrir stofnun saumastofu eða einhverrar léttrar iðngreinar, sem getur skapað fjöl- breytni í atvinnulífið hér. Strax á fyrsta starfsári félagsins voru athugaðir möguleikar á stofnun hraðfrystihúss. Fjárskortur félags, sem byrjar starf með 100 þúsund króna skuld auk vöruláns, hlaut að setja stólinn fyrir dyrnar. Hraðfrysti- hús Olafsvíkur rétti við á þessum ár- um fyrir atbeina peningamanna úr Reykjavík, sem eignuðust fyrirtækið að fullu og öllu, enda fluttist stjórn þess í þeirra hendur. Húsið er nú stækkað til muna. Umsókn Dagsbrúnar um hraðfrysti- hússbyggingu var synjað af Nýbygg- ingarráði á þeim forsendum, að í Ól- afsvík er stórt frystihús fyrir, sem á að fullnægja þörfum útvegsins. Þær röksemdir okkar, að útgerð geti ekki aukizt meðan frystihús er aðeins eitt og kúgunaraðferðum er beitt, heyrast ekki. I stað þess er Dagsbrún bent á að byggja frekar niðursuðuverk- smiðju. Það mál komst á nokkurn rekspöl og hlaut undirbúning hér heima, en ekki varð úr framkvæmd- um. Kom þar einkum tvennt til. Nið- ursuðuverksmiðjur þóttu ekki og þykja ekki enn vænleg fyrirtæki; þær vinna úr litlu hráefni og mikil sölu- tregða er á afurðum þeirra. í annan stað er stofnlánadeild sjávarútvegs- ins, sem átti að vera lánveitandi slíkra fyrirtækja, orðin fjárvana, góðærið var liðið hjá. Næst er sótt um leyfi til bygging- ar þurrkunarstöðvar fyrir saltfisk. Annar aðili hér í þorpi varð hlut- skarpari. í 5 ár var sótt til Fjárhagsráðs um leyfi til hraðfrystihússbyggingar, en jafnan neitun, þar til s.l. ár, að Ioks fékkst leyfi til byrjunarframkvæmda. Framkvœmdin er nú mál málanna fyrir þetta félag. Um það þarf ekki að fjölyrða. Við erum öll sammála um, að framtíðargengi félagsins velti á þessari framkvæmd. Tekst þessu fá- tæka og fámenna félagi að reisa slíkt fyrirtæki, sem kosta mun U/2 til 2 milljónir króna, nú þegar lánsfé er hvergi að fá? Eg vil engu spá, en mik- ið megnar góður vilji og einhugur og hann er fyrir hendi hjá félagsmönn- um almennt. Undirtektir þær, sem fjársöfnun meðal félagsmanna til byrjunarframkvæmda hefur hlotið undanfarna daga, sannar þann vilja. Fari saman hæfileg bjartsýni, hag- sýni, samhugur og áræði, mun þetta takast. Hver er þá árangurinn eftir 10 ára starf? Höfum við gengið til góðs? Getum við litið ánægð til baka? Hef- ur okkur tekizt að þoka fram hugð- arefnum okkar sem skyldi? Um það munu vera skiptar skoðanir. Mörgum mun þ}Tja lítið hafa miðað fram að- alstefnumáli félagsins. En ef með sanngirni á að dæma, verður að hafa margt í huga. Tíu ár eru ekki langur starfstími. Dagsbrún er eitt af yngstu kaupfélögum landsins. Byrjar starf- semi sína með allt í skuld, hús og vörulager. Verzlunarsvæðið mjög tak- markað og útþenslumöguleikar því litlir. Uppbygging fyrirtækis eins og þess, er við höfum hug á að reisa, hef- ur hjá öðrum hliðstæðum kaupfélög- um tekið langt árabil, byggzt á efl- ingu sjóða til framkvæmdanna. Þar að auki hafa ýmsar ytri, óviðráðan- legar orsakir valdið töfum, svo sem 19

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.