Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Side 16

Samvinnan - 01.05.1953, Side 16
Þrátt fyrir vandkvæði þau, sem mætt hafa Ezra Benson á fyrstu mán- uðum hans í ráðherrastól, munu menn vera samdóma um það, að hann hafi sýnt einurð og festu og mikla einlægni, eins og ávallt áður. Langafi Bensons var dugnaðar- bóndi og gestgjafi, sem þótti mormón- ar sérkennilegt fólk, unz hann sjálf- ur tok tru þeirra. Hann gerðist trú- boði í Englandi, og varð einn af post- ulum kirkjunnar. Var hann með í hinni frægu för þeirra mormóna und- ir forustu Brigham Young til Kletta- fjalla að Saltvattninu mikla, þar sem þeir stofnuðu ríki sitt, Utah. Hann gerðist lanrdnemi í Cachedalnum, lifði í friði við Indíána og bjó með sjö konum, sem hann tók sér að hinum gamla mormónska sið. Landbúnaðarráðherrann núverandi fæddist fyrir 53 árum í tveggja her- bergja bóndabæ í Cachedal. Þar ólst hann upp sem dyggur mormóni og varð annálaður afkastamaður við vinnu, sérstaklega á rauðrófuökrum. Sennilegt er talið, að hann hefði ekki gengið menntaveginn nema af því, að hann felldi hug til ungrar stúlku, sem einnig var mormóni, og kvaðst ekki mundu ganga að eiga hann, nema hanntæki háskólapróf. Benson settist á skólabekkinn, en stúlkan fór í tveggja ára trúboðsferð. Þegar hún kom aftur, var hann vel á veg kom- inn með búfræðinám, og staðráðinn að halda því áfram. Nágrannar Bensons frá æskuárun- um fengu hann nú sem búnaðarráðu- naut og vann hann sér þegar mikla hylli í því starfi. Tókst honum að inn- leiða svo margt nýrra og bættra bú- skaparhátta, að vegur bændanna stór- batnaði, og leið ekki á löngu, unz hann var kallaður til betra starfs. Var það forstaða stjórnardeildar varðandi búnaðarhagfræði og afurðasölumál í borginni Boise. SAMVINNUMAÐUR. Benson komst að þeirri niðurstöðu í hinu margþætta starfi sínu fyrir bændurna, . að samvinnufélög væru lausn á fjölmörgum vandamálum þeirra. Fór hann nú um sveitir og gekkst fyrir stofnun slíkra félaga, bæði til innkaupa og sölu á afurðum, og er hann enn staðfastur í þeirri trú sinni, að sanavinnuskipulagið leysi þessi mál bezt fyrir bændastéttina. Hér fór sem fyrr, að þess varð ekki langt að bíða, að Benson'væri kallað- ur til ábyrgðarmeiri starfa. Að þessu sinni var það samvinnustarf hans, sem vakti athygli, og var hann ráð- inn framkvæmdastjóri samtaka, sem kalla mætti Landssamband sam- vinnufélaga bænda. Stóðu að þeim samtökum 4600 samvinnufélög með 2.000.000 félagsmönnum, og höfðu samtökin miklar skrifstofur í Was- hington til þess að fylgjast þar með málefnum, er félögin varðar og vinna fyrir hagsmuni þeirra. Þetta um- fangsmikla starf, sem Benson þótti leysa af hendi með mikilli prýði, var bezti skóli hans fyrir ráðherrastöðu þá, sem hann nú fer með. Aður hafði hann þekkt vel búskap fjallabænda í vesturhluta landsins, en nú þurfti hann að kynnast öllum greinum land- búnaðar í Bandaríkjunum, maísrækt, nautgriparækt, hinni margvísiegu mjólkurframleiðslu, aldinrækt, garð- rækt í stórum stíl, alifuglarækt, svína- rækt og hverju því, sem nafni tjáir að nefna. MORMÓNI. Ezra Benson er mjög einlægur mormóni og hefur helgað trú sinni mikið starf. Mormónar hafa nú lagt niður fjölkvænið, sem þeir hafa verið hvað kunnastir fyrir, en trúin er að öðru leyti óbreytt. Þeir trúa því, að tími og rúm hafi hvorki byrjun né endi og til séu rnörg stig tilverunnar, eitt þar sem holdlaus andinn bíður fæðingar, stig lífsins, stig þeirra, sem látnir eru og bíða upprisunnar, og stig þeirra, sem þegar hafa öðlazt ódauð- leika. Mormónar trúa hvorki á eilífa refsingu í helvíti eða sælu í himnaríki, heldur stöðuga þróun til fullkomnun- ar. Mormónar trúa, að líkaminn muni rísa upp með sálinni og því beri að halda honum hreinum. Pess vegna drekka þeir ekki áfengi, reykja ekki og bragða margir ekki kaffi. Loks trúa þeir því, að Zíon inuni einhvern tíma rísa á meginlandi Ameríku og Krist- ur þá koma aftur til jarðarinnar. Mormónar hafa enga sérstaka presta, heldur ýms stig virðingaremb- ætta fyrir leikmenn. Æðstu virðing- arstöðurnar skipa tólf postular, eða æðstu prestar, sem sitja í Utah og (Frh. d bls. 21) Umferðin í Reykjavík Fróðlegt hefti af „Samvinnu TRYGGINGU" Vorheftið 1953 af tímaritinu „SamvinnuTRYGGING“ er ný- lega komið út og er það eingöngu helgað umferðamálum Reykjavík- ur. Eru í heftinu margar athyglis- verðar upplj'singar um umferðamál höfuðstaðarins og tillögur til úr- bóta á vandamálum varðandi þau. Þá er birt í ritinu merkilegt kort af miðbænum, þar sem sýndir eru árekstra- og slysastaðir á einu ári, og geta menn þar gert sér greín fyrir, hvaða götur og gatnamót eru mestu hættustaðir umferðar- innar. „SamvinnuTRYGGING“ er gef- ið út tvisvar á ári af Samvínnu- tryggingum, og er ritið helgað ör- yggis- og tryggingamálum. Er rit- ið ekki selt, en menn geta fengið það á skrifstofu félagsins eða hjá umboðsmönnum. 5365 BÍLAR — 1524 BÍLSKÚRAR. Meðal þeirra athyglisverðu upp- lýsinga um umferðamál Reykja- víkur, sem eru í heftinu, eru tölur um húsnæðisleysi reykvískra bif- reiða. Samtals munu vera í bænum 5365 bílar, en aðeins 1524 bílskúr- ar, og vantar því skúra fyrir 3841 bifreið. Er í heftinu greín, þar sem rætt er um hið margvíslega tjón, sem landsmenn verða tynr vegna þessa ástands. Þá eru sérstakar greinar um bif-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.