Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 30

Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 30
leikum, sem gerðu honum kleift að skynja það, sem aðrir sáu ekki. A hinn bóginn vissi ég, að hann treysti mér. Og það var mikið lán. Eftir málsverðinn lét Ogden setja upp gríðarstórt borð í stofunni, sem verið hafði skrifstofa Michael Dennings, og þar settust gestirnir við að spila chemin de fer. Það var ekki aðeins búið að eyðileggja postulínskerinl stóru bækurnar og leðurklæddu mahoní-húsgögnin voru horfin og gjörvalt herbergið hafði brey.tt um svip. Nú voru vegg- irnir gulleitir og mjög skreyttir og húsgögnin búin silfur- lituðu og grænu flosi. Herbergið var fallegt, en óraunverulegt og lífvana og líktist fremur móttökuherbergi en vinnustofu. í slíku um- hverfi hefði Michael gamli verið eins og fiskur á þurru landi. Enn á ný flaug mér í hug, að Ogden hefði smám saman tekið að hata minninguna um föður sinn, og því hafði hann fremur kosið að breyta þessu húsi og eyði- leggja það heldur en byggja sér nýtt. Hann naut þess að vera þess megnugur að eyðileggja það, sem Michael hafði skapað. 14. Helena sagði, að sig langaði ekki til að spila, og þegar við höfðum horft á fyrstu tvær umferðirnar, spurði ég hana, hvort hún vildi syngja fyrir mig eins og fyrsta kvöld- ið fyrir þrem árum. Síðum fórum við inn í setustofuna, og hún söng fyrir mig enn á ný. Hún var í svörtum flauelskjól og var föl yfirlitum. Eins og flestar töfrandi konur var hún mjög misfríð, og stundum gat hún jafnvel virzt ófríð. Þetta kvöld var hún fegurri en nokkru sinni, en þó á sérstæðan hátt, þunglyndisleg og framandi. Þegar hún hafði sungið fimm eða sex lög, lagði hún skyndilega hendurnar í skaut sér og sat hreyfingarlaus. Hún var farin að nota mikið af skartgripum, og mér datt í hug, að hún vildi með því draga úr óhamingju sinni. Hún var ein þeirra kvenna, sem skartgripir hæfa ekki. Þegar hún bar þá, virtust þeir grófir og villimannlegir. Það var löng, friðsæl þögn, en allt í einu lét ég til skar- ar skríða. Ekki veit ég hvers vegna ég valdi þetta augna- blik, en áður en ég vissi voru orðin komin fram á varir mér: „Manstu eftir Bad Múnster?“ Hún sneri sér snögglega og Ieit á mig óttaslegin á svip. Það var sem hrollur færi um hana, um leið og hún spurðri lágri röddu: „Hvað veizt þú um Bad Múnster?“ „Það var þar, sem ég sá þig í fyrsta sinni. Horfðu á mig og hugsaðu síðan um Bad Múnster og litlu ána og vittu hvort þú getur ekki munað.“ Hún þagði nokkra stund og horfði á mig döpur á svip. Síðan tók hún til máls: „Nei, ég man ekki neitt. En ég fór nú líka svo oft til Bad Múnster. Auk þess veitti ég fólki ekki sérstaka athygli þá. Ég sá það varla.“ „Manstu eftir drengnum, sem þú hittir dag nokkurn á árbakkanum? Þú sazt þar í sólinni, og hann svaf með höfuðið í keltu þinni. Þú brostir og bentir mér að fara hljóðlega, svo að hann vaknaði ekki.“ Ég vissi þegar, að mér hafði fatazt. Ég veit ekki, hvers vegna ég talaði um Toni sem „hann“, eins og hann væri mér allsendis óþekktur. Kannske var það vegna þess, að mér fannst ég þekkja hann of vel til þess að nefna hann fullu nafni, enda þótt ég kynni ekki við að kalla hann blátt áfram Toni. Hún horfði á mig sársaukafullu augna- ráði og skyndilega fór hún að gráta; svo náði hún aftur valdi yfir sér og sagði: „Jú, nú man ég eftir snotrum pilti um tvítugt. Varst það þú?“ „Já, og ég felldi ást til þín við fyrstu sýn.“ Síðan stóð ég hljóðlega á fætur og settist á bekkinn við hlið henni. „Og ég elska þig ennþá. Þess vegna kem ég svo sjaldan. Það kvelur mig.“ Hún horfði á mig furðu lostin. „Lengst af hélt ég, að þú hataðir mig,“ sagði hún, og það kenndi undrunar í rómnum. „Það gerði mér gramt í geði, vegna þess að ég hélt, að þú værir svo góður og nærgætinn. Ég hef alltaf viljað halda vináttu við þig, síðan þetta fyrsta kvöld. Stundum hef ég næstum því verið .ástfangin af þér.“ Hún var hreinskilin — eða var þetta kannske öllu held- ur þessi einfaldleiki, sem ég hef ekki kynnzt hjá neinni annarri konu? Og einfaldleikinn og hispursleysið höfðu meiri ihrif á mig en daður og blíðmæli allra annarra kvenna, sem ég hef kynnzt. „Stundum hef ég verið svo einmana,“ hélt hún áfram. „Stundum langaði mig til að finna einhvern, sem var fjörugur, eðlilegur og heiðarlegur. Ekki fjörugur eins og Kata, heldur á einhvern annan hátt. Kata er ekki fjör- ug; hún er haldin sjúkdómi, sem knýr hana áfram, þang- að til einn góðan veðurdag, að hún gefur upp öndina. Hún er haldin því, sem ég kalla New-York-veikina.“ Það var undarlegt, hvað hún var skyggn á hluti, sem ég hafði aldrei tekið eftir. Ef til vill var það vegna þess, að hún var útlendingur. Síðar, þegar Kata var búin að vera, vissi ég, að hún hafði rétt fyrir sér. I þá tíð voru það aðeins Kata og litli hópurinn hennar, sem voru hald- in New-York-veikinni. En hún gróf um sig, og nú er svo komið, að þeir New-York-búar eru næsta fáir, sem ekki hafa orðið henni að bráð — þessari veiki, sem gefur fórn- ardýri sínu enga ró, knýr það til að leita skemmtana, hleypir ólgu í blóðið og vekur manni ótta við einveru. Það er eins og þessi veiki liggi í loftinu á Manhattan. Helena tók hana aldrei — ekki einn einasta dag. Ég tók hönd hennar og kyssti. Þegar mér varð svo allt í einu ljóst, hvað ég hagaði mér heimskulega, rétti ég úr mér í sætinu og hlustaði. Ég fékkst ekki lengur um, þó að ég hagaði mér dónalega og færi á fjörurnar við eiginkonu frænda míns á heimili hans. Ég fékkst ekki um, þó að ég færði mér í nyt það blinda trúnaðartraust, sem hann bar til mín. Ég var hafin langt upp yfir öll tilbúin siðalögmál. Ég var aðeins elskhugi, sem ótrauður beitti hverju vopni, sem hönd á festi. Hún tók eftir varkárni minni, og það brá fyrir fyrirlitn- ingu í rödd hennar, um leið og hún mælti: „Þú þarft ekki að óttast Ogden. Það er engin hætta á, að hann komi. Hon- um eru spilin kærari en svo. Hann stendur ekki upp, fyrr en síðasta spilið er komið í borð. Hann umgengst þetta fólk til að geta spilað við það.“ Svo leit hún á mig slóttug á svip og sagði: „Ef þú ert hræddur, getum við komið upp í mína setustofu.“ 30

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.