Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 27
Andrés átti sjötugsafmæli og bauð til sín nokkrum kunningjum. Er hóf- ið hafði staðið fram yfir miðnætti, þótti mönnum rétt að haldin væri ræða fyrir minni afmælisbarnsins. Sveinn stóð upp og mælti á þessa leið: „Við ættum nú eiginlega að hrópa ferfalt húrra fyrir afmælisbarninu, en ég er hræddur um, að við mundum vekja alla nágrannana. í þess stað legg ég til, að við höfum þögn í eina mínútu!“ —o— Tveir menn voru að tala um starfs- fólk fyrirtækja sinna. — Ég hef konu á skrifstofunni, sem hefur orðið gráhærð í okkar þjón- ustu, sagði annar. — Ég hef stúlku á minni skrifstofu, svaraði hinn, sem hefur orðið skol- hærð, ljóshærð, rauðhærð og dökk- hærð í okkar þjónustu, og það á að- eins einu ári! I samkvœmi. — Afsakið, hvaða kerlingarskass er þetta í rauða kjólnum? — Það er konan mín. — Fyrirgefið, mér hafa orðið mis- tök á! — Mér líka. r Aðalritarar S.Þ. ræðast við Fyrir skömmu urðu húsbóndaskipti i aðalstöðvum sameinuðu þjóðanna i New York, og tók Sviinn Dag Hammarskjöld við af Norðmanninum Trygve Lie. Báðir fengu þeir starfið af þvi að stórveldin gátu ekki komið sér sam- an um aðra, og kosning Hammarskjölds var eitt fyrsta stórmálið um langt skeið, sem Rússar og vesturueldin voru sammála um. Hér sjást aðalritar- arnir ræðast við i New York. Maður nokkur þurfti að fara í ferðalag sömu dagana, sem kona hans átti von á fyrsta barninu. Þeim kom saman um að nota dulmál og skyldi orðið „kanna“ tákna afkvæmið. Þeg- ar konan hafði alið tvíbura, sendi hún svo fellt skeyti til mannsins: „Tvær könnur komnar. Önnur með stút.“ Það var plága fyrir rithöfundinn Mark Twain að þurfa að lesa öll þau kvæði og allar þær sögur, sem hinir og þessir sendu honum til að fá um- sögn hans um. Eitt sinn fékk hann geysilangt og lélegt kvæði, sem nefnt var: „Af hverju lifi ég?“ Mark Twain svaraði skáldinu: „Af því að þér komuð ekki sjálfur með kvæðið til mín!“ Samband sænsku samvinnufélag- anna (KF) hefur tilkynnt, að tala félagsmanna innan samtakanna sé nú komin yfir eina milljón. I fyrra bætt- ust við 31.000 félagsmenn og komst heildartalan þá upp í 1.024.000. Var það 3,1% aukning. Fyrir tuttugu ár- um var félagsmannatalan 513.000. Stærsta kaupfélag Svíþjóðar er Konsum í Stokkhólmi, sem hefur 151.000 félagsmenn og verzlaði fyrir 414 milljónir sænskra króna í fyrra. Hinn kunni sænski samvinnumað- ur, Thorsten Ohde, sem íslendingar minnast fyrir bók þá, er hann skrif- aði um samvinnu á íslandi, hefur nú tekið við starfi í París sem ráðunaut- ur gagnkvæmu öryggisstofnunarinn- ar, MSA, í París. Mun hann einbeita kröftum sínum í þá átt að bæta vöru- dreifingu í álfunni. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.