Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 14
stöðvum, er verði helgaðar menning- ar- og skólamálum og óháðar augtys- ingatekjum. I Bretlandi eru 5 sterk- ar stöðvar, er ná til 80% landsins, og sjónvarpstæki eru 1.700.000. í Frakk- landi og Sovétríkjunum eru um 60 000 tæki í hvoru landi, 160.000 í Kai.ada, og mætti svo lengi telja. Hvað mesta útbreiðslu hefur sjónvarpið á eyjunni Kúbu, sem mun vera eina land ver- aldar, þar sem sendistöðvar ná um allt landið. Móttökutæki eru talin um 100.000. SJÓNVARPIÐ OG SKÓL- ARNIR í FRAKKLANDI. Sjónvarpstæki eru til margs konar og af mörgum stærðum, en yfirleitt eru þau allmiklu dýrari en til dæmis útvarpstæki. í Englandi kosta tækin 70—100 pund, eða rúmlega 3—5000 krónur, og mætti sjálfsagt tvöfalda þá tölu, ef menn vildu gera sér grein fyrir, hvað slík tæki mundu kosta hér uppi á íslandi. Það gefur því að skilja, að ekki geta allir veitt sér slík- an munað. En fundin hafa verið ráð gegn því. I Frakklandi hefur verið mikið gert að því að stofna sjónvarpsfélög í sam- bandi við skóla, og er þetta aðallega gert í smærri bæjum og þorpum. Kaupa þessi félög sjónvarpstækin, en skólarnir leggja til einhvern hluta af kostnaðarverði, oft um 20%. Tækin eru síðan höfð í skólunum og á dag- inn er útvarpað sérstökum kennslu- sendingum, þar sem aðstoðað er við kennslu í mörgum greinum og þá not- uð og sýnd ýms hjálparmeðul, sem hver smáskóli getur ekki átt. Á kvöld- in fá bæjarbúar að nota tækin í skóla- húsinu og horfa á skemmti- og fræðsludagskrá þá, sem sjónvarpað er til almennings. Hafa Frakkar þannig slegið tvær flugur í einu höggi og þyk- ir þetta gefast vel. Bretar hafa einnig gert miklar til- raunir með skólasjónvarp, en þær eru mjög umdeildar þar í landi. Er aug- ljóst, að hægt er að veita hinum smærri skólum mikilvæga aðstoð, og nemendur um allt landið geta notið sérfróðra kennara í einstökum grein- um, fengið að sjá sjaldgæfa safngripi og listaverk. Hins vegar er á það bent, að sjónvarpið sé enn einn fleygur á milli nemenda og kennarans og spilli fyrir því gagni, sem nemendur eigi að Myndin á sjónvarpstœkinu kemur fram i strikum og truflanir eru par til engu siður en i utvarpi. Þessi mynd er sérstaklega gerð til að sýna, hvern- ig strikin leiða fram myndina, sem auðvitað verður betri en þetta. hafa af beinum afskiptum og kynn- ingu af kennara sínum. Hefur erki- biskupinn af Kantaraborg jafnvel sagt, að skólasjónvarpið sé hin hörmulegustu mistök. SJÓNVARPIÐ í BANDARÍKJUNUM. Hingað til hefur sjónvarpið í Bandaríkjunum verið byggt upp á sama grundvelli og útvarpið. Það er í höndum einstaklinga og félaga og fólk þarf engin iðgjöld að greiða. Hins vegar standa auglýsendur straum af kostnaði við hina ýmsu dagskrárliði og smeygja auglýsingum sínum inn í þá eftir vild. Mun ekki fjarri lagi, að 5 mínútur af hverjum 30 útvarps- mínútum séu auglýsingar, venjulega á undan og eftir hverjum dagskrárlið og í honum miðjum. Utvarpskerfið, þannig upp byggt, er svo undir yfir- stjórn og eftirliti ríkisnefndar. Þessi skipan leiðir að sjálfsögðu til þess, að meira er af efni, sem fólk vill sjá og heyra, en telja má hollt og fræðandi að útbreitt sé. Hver auglýs- andi keppist við að kaupa það efni, sem flestir fást til að hlusta á, frekar en það efni, sem menningarauki er að, en það fer því miður ekki alltaf sam- an. Þetta hefur leitt til þess, að sjón- varpið hefur orðið fyrir mikilli gagn- rýni fyrir allt það léttmeti, glæpasög- ur og reyfara, sem það hefur flutt, enda þótt nokkrar kröfur séu gerð- ar til hverrar stöðvar, og mikið sé inn- anum af góðu og fræðandi efni. Urðu raddir þessarar gagnrj'ni svo háværar, að hin opinbera nefnd ákvað um síð- ir, að rúmlega 10% af bylgjulengd- um sjónvarpsins (yfir 200 stöðvar) skyldi fengið í hendur skóla- og menn- ingarstöðvum, þar sem auglýsingar yrðu engar og áhrif auglýsenda úti- lokuð. Ein slík stöð er þegar til, og er henni stjórnað af háskóla Iowa- ríkis. Bandaríkjamenn hafa þegar rekið sig á það, að sjónvarpjð er öflugra út- breiðslutæki en útvarp og blöð. Var það því óspart notað í síðustu for- setakosningum, og helmingur þjóðar- innar gat heima í stofum sínum horft á það, er Eisenhower sór embættiseið sinn. Þó er jafn langt frá Washington til San Francisco og frá Reykjavík til New York. SJÓNVARPIÐ OG BÖRNIN. Vegna hinnar gífurlegu útbreiðslu, sem sjónvarpið hefur þegar náð í Bandaríkjunum og þess, hvernig efni þess er þar í landi, hefur því verið sérstakur gaumur gefinn, hver áhrif það hefur á börnin, sem eru ákafast- ir sjónvarpsáhorfendur. Halda kenn- arar því óspart fram, að sjónvarpið hafi slæm áhrif á börnin, þau komi þreytt og illa sofin í skólann, lesi ekki lexíur sínar eins vel og hafi oft „sjón- varps-timburmenn“ á morgnana. Hef- ur komið í ljós við athugun, að börn- in sitja við tækin allt að 27 tímum á viku! Eru 5—7 ára börn áköfust í sjónvarpið. Rannsóknir hafa verið gerðar á þessum málum, og hafa þær ekki stutt þessa skoðun kennaranna og ekki leitt í Ijós, að þau börn, sem mest horfa á sjónvarp, standi sig verr en hin í skóla. Mæðurnar voru í fyrstu fegnar sjónvarpinu, þar sem það hélt börnunum innanhúss, en síð- ar hefur reynzt erfitt að fá þau til að fara frá tækjunum til að borða mál- tíðir! Reynt hefur verið að nota sjón- varpssendingar til að vekja áhuga barna og unglinga á sérstökum bók- um og hefur það gefið mjög góðan árangur. Sjálfsagt er mikið af þeim vanda- málum sjónvarpsins, sem hér hefur verið getið, vaxtarverkir. Þegar fólk venst því, hlýtur svo að fara, að það (Frh. á bls. 2'0). 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.