Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 5
Táknmynd samvinnuhreyfingarinnar birt i einu af blöðum svissneskra samvinnumanna. skipti eftir stríðið, kom það greini- lega í ljós, að samvinnuhreyfingin, eins og heimurinn allur, hafði breytzt. Mörg hinna yngri samvinnusam- banda höfðu vaxið og höfðu hug á að taka þátt í stjórn sambandsins, sem hingað til hafði nær eingöngu verið skipuð Bretum. Var stjórnin því endurskipulögð þannig,. að í henni voru frá og með þeim tíma fulltrúar leiðandi landa samtakanna. Upphaf síðari heimsstyrjaldarinn- ar 1939 var eins og afturhvarf til ís- aldarinnar. Alþjóðasambandið gat lít- ið annað gert en að halda saman þeim samvinnusamböndum, sem gátu haft samband við skrifstofuna í London. Þegar stríðinu lauk, hafði heimsmyndin breytzt einu sinni enn. En þó að margar þjóðir hefðu beðið hið hörmulegasta tjón af styrjöldinni, voru aðstæðurnar þó ekki með öllu vonlausar. Samvinnusamböndin í Mið-Evrópu fengu frelsi sitt aftur og gátu byggt upp að nýju. Utan Evr- ópu, sérstaklega í Norður-Ameríku, hafði framþróun samvinnustefnunnar ekki verið hindruð á stríðsárunum. Þó var margvíslegum erfiðleikum að mæta, og það var fyrst á ráðstefnu Alþjóðasambandsins í París 1954, níu árum eftir heimsstyrjöldina síðari, að aðilar sambandsins gátu í ró og næði íhugað vandlega höfuðverkefni sam- bandsins: Að styrkja samvinnuhrevf- inguna sem heild og reyna að flýta framþróun hennar í þeim löndum, sem hún hefur ekki náð fótfestu. Einnig var ráðstefnan sammála um mikilvægi þess að kynna samvinnu- hrevfinguna ítarlegar í öllum lönd- um. Æðsta vald í málefnum sam- bandsins hefur fulltrúaþing þess, sem kemur saman þriðja hvert ár. Þess á milli fer miðstjórn sambandsins með æðsta vald í málefnum þess. Mið- stjórnin er skipuð fulltrúum frá sér- hverju þátttökusambandi, og kemur saman einu sinni ár hvert. Að loknu alþjóðaþingi kemur hún einnig sam- an og kýs forseta, tvo varaforseta og átta menn að auki í stjóm Alþjóða- sambandsins. Stjórnin kemur saman á þriggja mánaða fresti að öllu for- fallalausu. Framkvæmd á samþykkt- um og vilja fulltrúaþingsins, mið- stjómarinnar og stjórnarinnar er í höndum ritara, framkvæmdastjóra og aðstoðarmanna þeirra. Fyrir nokkrum árum flutti skrif- stofa Alþjóðasambandsins í nýtt skrifstofuhúsnæði í London. Starfs- lið skrifstofunnar er ekki margt með tilliti til hinna fjölmörgu verkefna, sem sambandinu er ætlað að leysa af hendi. Aðaltekjur sambandsins em hin árlegu gjöld aðila þess. Um ágóða af útgáfustarfseminna er vart að ræða, þar sem tekjurnar hrökkva rétt fy^rir prentsmiðju- og þýðingarkostn- aði, en rit sambandsins eru gefin út á fjórum tungumálum, ensku, frönsku, þýzku og rússnesku. Eining Alþjóðasambandsins er mjög þýðingarmikil. Það er hverjum manni augljóst, að samvinnumenn um heim allan geta ekki unnið sam- an, nema þeir þekki hvor annan. Einn af stærstu draumum Alþjóðasam- bandsins er þess vegna að geta frætt samvinnumenn um heim allan um framgang samvinnustefnunnar í öðr- um löndum en þeirra eigin. Á hverj- um degi berst fjöldi upplýsinga til skrifstofunnar í London, sem starfs- liðið flokkar síðan niður eftir efni og gerir aðgengilegar fyrir samvinnu- menn. Utgáfustarfsemin er stærsti liðurinn í þessari starfsemi, og stærstu rit Alþjóðasambandsins eru mánað- arritið „Review of International Co- operation“, ársfjórðungsritið „Cartel“ og „News service“, sem flytur sam- vinnufréttir frá öllum löndum heims. 72 samvinnusambönd í 35 löndum eru aðilar að Alþjóðasambandinu. Fé- (Framh. á bls. 28) 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.