Samvinnan - 01.09.1955, Page 7
Um liöjundt
uncUnn
Rósa B. Blöndals er jædd í Reykjavík 20. júlí 1913. Foreldrar
hennar eru Björn Blöndals, löggæzlumaður, og Jóhanna Jónsdóttir.
Hún útskrifaðist úr Kennaraskólanum 1933 og sama ár gaf hún út
Ijóðabókina „Þakkir“ — aðeins tvítug að aldri. Fimm árum síðar kom
út eftir hana skáldsagan „Lífið er leikur“, en þetta er fyrsta smásagan,
sem birtist eftir hana. Rósa er gift séra Ingólfi Astmarssyni, og eru þau
búsett að Mosfelli í Grímsnesi.
hann. — Þarna eru spýtur, bætti hann
við.
Efemía tók til starfa og kveikti upp
í kamínunni. Hann sótti skán út í
hlaða. Eftir stutta stund skíðlogaði
eldurinn. Þá hlýnaði. Þeim fannst
notalegt inni.
Telpan brölti innan úr gæruskinn-
inu ofan á gólf. Hún horfði hissa í
kringum sig. Hún sleit af sér ullar-
peysuna og stóð eftir á blátíglóttum
léreftskjól, sem var iykktur í mittið,
ermastuttur og sléttur í hálsinn. Litla
stúlkan hafði sofið á leiðinni. Bjarmi
svefns og hvíldar var yfir Ijósu andliti
hennar. Augu hennar voru athugul og
dökk, brúnirnar svartar og fallega lag-
aðar, hár hennar dökkjarpt, þykkt og
lokkað að neðan. Þar sem hún stóð á
berggólfinu og virti þennan nýja bú-
stað fyrir sér, hló hún við morgun-
geislanum, fölum haustsólargeisla, sem
leit inn í byrgið frá austri. Hann sló
Ijóma á steinvegginn og yfir litlu
stúlkuna.
Hún rétti hendurnar móti geislan-
um. Hún reyndi að handsama rykagn-
irnar, sem iðuðu hver innan um aðra í
bjartri rák hans. Spékoppar komu í
kinnar litlu stúlkunnar, þegar hún hló.
Andlitið var sterklegt, nefið breitt, en
hakan mjó, kinnin ávöl og falleg.
Faðir hennar horfði stoltur á hana.
Hún sneri sér brátt að öðru verkefni
og bograði við kofagólfið. En hann
hélt áfram að sjá hana í sólargeislan-
um. Hún minnti hann á drottningar
úr sögum og á allar hinar fögru prins-
essur ævintýranna. Honum fannst
alltaf eitthvað yfirnáttúrlegt við þetta
barn.
Nú sauð á katlinum. Efemía tók
upp flatkökur og smjör úr pappa-
kassa.
— Sjáðu hvað hún Valgerður gaf
mér að skilnaði. Ég held við gæðum
okkur á því.
— Góð kona, Valgerður, sagði
hann.
— Og hérna eru pönnukökur
— Hún veit hvað mér kemur.
Þau drukku á hnjám sér.
— Ekkert borð, sagði hún.
— Ég held sé óþarft að hafa borð,
sagði hann.
— Ég held bömunum verði kalt í
vetur, sagði hún.
— Þau sofa, svaraði hann.
— Þú ert ekki hissa á kuldanum,
sagði hún.
— Það klárar sig allt, svaraði hann.
Ég hef verið hér einn. Nú erum við
mörg.
Hún hló gleðilaust.
Þau drukku og borðuðu með á-
nægju. Gagg frá tófum heyrðist öðm
hvom inn til þeirra.
— Er mikið af tófum hérna? spurði
konan.
— Ég held tuttugu til þrjátíu, svar-
aði hann. Þeir ala þær til að veiða
þær í vetur.
— Ætli þær bíti ekki féð?
— Þetta eru ekki dýrbítir, svaraði
Guðmundur.
Daginn eftir var norðan stórhríð.
Það næddi um hreysið. Kamínan
hafði illa við að hita upp.
— Mikið held ég að verði hér af
fönninni kringum okkur í vetur, sagði
Efemía, þegar Guðmundur kom inn úr
gegningum.
— Það snjóar alls staðar, sagði
hann.
Þau drukku kaffið og eftir litla
stund hraut hann aftur á bak í rúm-
inu. Hann vaknaði ekki hvernig sem
Efemía skellti og smellti.
Þannig liðu dagamir.
Hvern sunnudag las Guðmundur
Jónsbókarlestur, öllu heldur stautaði
sig gegnum hann. Efemía sat oghlust-
aði.
— Langir lestrar í Jónsbók, sagði
hún. Allir hættir að lesa þá nema þú.
Tófan þejaði af skálinni, og telpan beið, unz hun lapti giautinn.
7