Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Qupperneq 8

Samvinnan - 01.09.1955, Qupperneq 8
— Ég les eins og móðir mín las, svaraði hann. — Móðir þín, kunni hún svo sem að lesa? — Hún kunni fyrir sig, anzaði hann. — Þú gætir komizt af með styttri lestra, andæfði hún. — Meistari Jón er klár, svaraði hann. Svo var það útrætt. Lítil stúlka lék sér á klöppinni og moldargólfinu. Hún hljóp og trítlaði látlaust. Hún sá fegurð í klöppinni og ljóma frá eldbirtu kamínunnar. Þeg- ar hún hljóp úti og horfði á fönnina kringum sig og snjóinn við eyna, var heimur daganna og lífsins að opnast henni með dularfullum töfrum. Sólar- geislarnir, andvarinn og öldusogin kringum eyna runnu inn í vitund barnsins. Þau voru ásamt jörðinni og bláa himninum sælan í dögum henn- ar. Einn morgun í nýjum snjó sá hún dýr, sem stóð á hæð skammt frá hreys- inu. Það horfði til hennar og gagg- aði. Hún horfði á móti og hermdi eft- ir því. Hún færði sig í áttina til þess. Það hljóp á móti og nærri til hennar. Svo stökk það í hendings kasti til baka. Bamið stóð kyrrt um stund. Svo lagði það aftur af stað áfram til hæð- arinnar, og var nú aðeins nær en áður. Þær horfðust í augu, stúlkan og tófan. Nú kom tófan aftur hlaupandi til hennar og stanzaði rétt hjá henni. Hún gaggaði. Telpan náði hljóðinu og gaggaði á móti. Þá hljóp tófan einn hring í kring- um hana og stanzaði enn rétt hjá henni. Litla stúlkan hljóp líka dálítinn hring. Þannig hófst eltingaleikur og hvíld á milli. Næsta dag fór telpan aftur út að leika við tófuna. Hún hélt á brauðbita í hendinni. Hún settist með brauðið á þúfu og horfði upp til hæðarinnar. Tófan kom, eins og daginn áður. Hún sat um stund kyrr á sama stað. Allt í einu kom hún hlaupandi rétt til henn- ar. Hún festi löngunarfull augu á brauðinu, renndi brúnum, djúpum bænaraugum á stúlkuna. Stór, dökk augu barnsins mættu þeim. Hún kallaði til tófunnar: Gagga koma, gagga mína koma. Dýrið mjakaðist hægt í áttina til hennar,Iæddist upp að henni, þefaði af henni og sleikti hönd hennar. Telpan beit í brauðið, svo rétti hún tófunni það, og tófan át úr lófa hennar. Svo sleikti hún hönd hennar vandlega. Telpan strauk henni og horfði með gleði á mjúkhærða, svartyrjótta silf- urrefinn. Hún lagði hendur um háls tófunnar og fann ylinn af dýrinu streyma um sig í kuldanum. Svo léku þær sér og skildu. Telpan hljóp heim, en dýrið hvarf bak við hæðina. Næsta dag, þegar telpan fékk graut- arskálina sína, gekk hún hægt út með hana, laumaðist fyrir húshornið, horfði upp á hæðina. Þar stóð tófan, eins og hún biði hennar. Hún gaggaði og telpan svaraði á sama máli. Hún settist á sömu þúfu og áður. Tófan kom í spretti hálfa leið, svo gekk hún hægt og nálgaðist hana varlega, unz hún stóð alveg hjá henni og horfði á matinn. Telpan sat flötum beinum með skálina milli hnjánna. Lítil, hvít hendi krepptist um skeiðarskaptið niður við blað, þannig að handarbak- ið sneri upp. Tófan þefaði af skálinni, og telpan beið, unz hún lapti grautinn. Þá borð- uðu þær báðar. Mamma hennar sá bráðlega, að telpan fór alltaf út með matinn og veitti henni eftirför. Hún horfði hissa á borðhaldið, svo skellti hún á lærið og flissaði. Þær hrukku við. Tófan þaut í burtu og hvarf fyrir hæðina, en telpan starði á móður sína. Efemía hljóp til hennar og kallaði á langleið: — Ertu vitlaus, stelpa, að láta tóf- una éta úr skálinni þinni, — tók í öxl hennar og dró hana organdi heim með sér. — Þú verður flengd, sagði hún, ef þú lætur tófuna éta úr skálinni þinni. Seinna um daginn fór hún út með brauðið sitt, og þær borðuðu það sam- an, gagga og hún. Svo veltust þær í snjónum og lágu í faðmlögum. Næstu daga skimaði telpan flótta- lega útundan sér,þegarhún læddist út með grautinn sinn. Alltaf beið gagga hennar uppi á hæðinni. Svo settust þær báðar á jörð- ina og borðuðu saman. Litla stúlkan hjalaði við tófuna, og tófan sleikti hana í framan og sleikti skálina hennar. Það birti í dökkum augum telpunn- ar. Hjá svörtu silfurtófunni var kyrrð og friður. Þarna var hún frjáls. Eng- inn truflaði hana með hávaða. Dýrið togaði stundum í ullarpeysuna henn- ar og skellti henni á hliðina, en telpan tók handfylli sína í feld þess. Einn dag barst leikur þeirra niður í klettana í grjótstöllóttri hamrahlíð- inni, þar sem graspallar og klettasyllur skiptust á. Þær léku svo ákaft, að telpan gætti sín ekki og var í þann veginn að falla ofan af syllunni, en dýrið beit þá fast í peysuna hennar og kippti í hana, svo að hún settist. Telp- an varð hrædd og fór að hágráta. Tóf- an horfði fyrst hissa á hana, en síðan settist hún hjá henni og sleikti af henni tárin. Eftir þetta léku þær sér oft utan í hlíðinni. Vetrardag, á útmánuðum, var gest- ur úr landi staddur í eynni. Hann drakk kaffi hjá Efemíu og Guðmundi. Hann sagði þeim markverðustu tíð- indi úr sveitinni. Þau höfðu gaman af að tala við gestinn. Telpan læddist út með brauðbita, meðan þau töluðu. Mjúkt dýr kom og settist hjá henni á frosinni þúfu og borðaði brauðið. Þær horfðust í augu með djúpum trúnaði og ástúð. Þegar hjónin í hreysinu og gestur- inn stóðu upp frá kaffinu, tók gestur- inn byssuna sína og gekk út á eyna til að skjóta tófur. Nú var kominn tími til að ná í skinnin. Guðmundur hafði lokið gegningum og sat inni. Efemía snerist eitthvað úti við og mundi þá allt í einu eftir telp- unni. Það var líkast til vissast að hafa hana innilokaða í dag. Flún sótti litlu stúlkuna og dró hana með sér inn. En tófan hljóp í burtu. Það rökkvaði undir kvöldið. Efe- mía átti erindi út. — Gættu nú að börnunum, Guð- mundur, sagði hún, og láttu stelpuna ekki sleppa út. — Ég skal gæta að þeim, sagði hann. Efemía vai lengi úti. Þegar hún kom inn, var eldurinn kulnaður út í kamínunni. Barnið í vöggunni svaf. (Framh. d bls. 25) 8

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.