Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Page 9

Samvinnan - 01.09.1955, Page 9
Ferðasaga frá frostavetrinum 1917-18 Eftir Sigurh Egilsson frá Laxamýri Með því að nú er liðið hátt á 4. tug ára síðan hafís varð hér landfastur síðast, svo orð sé á gerandi, má telja víst, að óðum dragi að því, að sú saga fari að endurtaka sig, því ófyrirgefanleg bjart- sýni eða öllu heldur skammsýni væri það, að álíta að slík fyrirbæri séu um garð gengin. Vel kann það þó að dragast enn um sinn, en hins vegar ógerningur að treysta því til langframa, með því að þetta íslausa tímabil er orðið í lengra lagi miðað við þær heimildir, sem fyrir hendi eru, um fomar staðreyndir. Nú fækkar óðum þeim mönnum, sem sjálfir muna alvarleg ísaár og þá að sama skapi þeim, sem geta gert sér fulla grein fyrir þeim vágesti, sem hafísinn er, með því að reynslan ein er ólýgnust. Það er því skylda þeirra, sem bezt vita og helzt geta gert sér fulla grein fyrir þeim voða, sem þarna liggur sífellt í leyni, að vara yngri kynslóðir við og brýna fyrir henni og þá einkum leið- andi mönnum á hverjum tíma, að hafa ætíð allan viðbúnað í bezta lagi að fremstu getu og þá fyrst og fremst með því, að hafa Norðurland og Vestfirði á- vallt birg af helztu matvælum, eldsneyti og fóðurbæti strax og vetrar, en á því hefir verið mikill misbrestur mörg árin, oft af óviðráðanlegum orsökum en ekki ætíð og sem þá er vart afsakanlegt. Þetta ætti að vera þeim mun auð- veldara nú, sem minna þarf til hlut- fallslega en fyrrum þegar skortur var, auk matvæla og eldsneytisskorts, á ótal mörgu, sem nú er til hjá öllum þorra manna og ýmis konar hjálpartækja nýt- ur við, áður óþekktra, auk meiri efna- legrar getu. Eftirfarandi endurminningar frá 1918, gætu verið lítilsháttar hugvekja um of- angreint efni, en þær eru skrifaðar árið 1928 og bera þess merki í ýmsum við- miðunum. Að kvöldi hins 23. nóv. 1917 lagði ég af stað frá Húsavík með e/s „Ster- ling“ áleiðis til Siglufjarðar, til dval- ar þar um tíma. Kona mín hafði þar vetursetu ásamt dreng, sem við átt- um á 1. ári. Á leiðinni var ég um stund, að mér fannst, á milli svefns og vöku og þótti þá sem einhver kæmi inn til mín og segði, að skipið væri að sigla í strand og hrökk ég upp með andfælum. Litlu seinna sofnaði ég og dreymdi Sigurðitr Egilsscm frá Laxamýri. þá enn hið sama og var ég lengi að átta mig á því, hvort hér væri um veruleika að ræða eða ekki og var þess á milli að hugleiða, hvað verða myndi, ef til þess kæmi að skipið strandaði og hvar það myndi þá helzt verða, því mér fannst bæði vakandi og sofandi það vofa yfir, þótt ólíklegt væri. Veður var dimmt og talsverður stormur og svaf ég óvært, en hræðslu fann ég ekki til og hefi aldrei fvrr eða síðar orðið fyrir sams konar á skipi. Þó gerðist ekkert sögulegt á meðan ég var um borð, en á öðrum degi eftir þetta (26. nóv.) strandaði skipið raunverulega á Sauðárkróki og var talin tvísýna um tíma hvort það hefðist út, en þó fór svo. En mikill leki kom að því og vörum varð að skipa upp á Sauðárkrók. Stóð nú draumur minn, eða hugarburður, í sambandi við þetta atvik og hvemig verður þá slíkt skýrt? Mig hafði einu sinni áður dreymt mjög svipað, nótt- ina áður en ég fór í ferð með vélbát, sem lenti í hrakningi miklum og rak loks á land óviljandi, en á svo hent- ugum stað, að ekki sakaði til muna. Um þessar mundir var komin raf- magnsveita á Siglufirði í lítilli ár- sprænu, sem reyndist með öllu ónóg- ur aflgjafi til Ijósa, hvað þá meir, þegar frost vom og snjóar, en samt höfðu menn sett allt sitt traust á veituna sem ljósgjafa, lagt niður lampa að miklu leyti og voru þeir auk held- ur ekki til í verzlunum, né það sem til þeirra þurfti, nema af mjög skorn- um skammti. Olía var og mjög tak- mörkuð, enda skömmtuð, því margir urðu að nota hana með sem eldsneyti, þar eð kolaforði var lítill, þau mjög dýr og annað eldsneyti hverfandi. Fyrir jólin tók að setja niður snjó og herða frost og af því leiddi, að mjög fór að þrjóta vatn til rafveit- unnar, og um jólin var svo komið, að Ijósin entust ekki nema rétt á meðan messa stóð yfir og svo var þeim brugð- ið upp 10—15 mínútur um háttatím- ann. Dimmt var í lofti eins og oft er um það leyti árs og dagur stuttur. Þegar dagsbirtuna þraut, var því ekki um annað að gera fyrir fólk í mörg- um húsum en að þrengja sér saman í skársta herbergið í húsinu, umhverf- is þá einu olíutýru, sem til var, enda helzt hita þar að fá, eftir að herða tók frostin. Jólin 1917 og nýárið 1918 em þær dimmustu hátíðar, sem ég hefi lifað, en að sumu leyti nutu menn þeirra vel, því við slík skilyrði vex samúð fólks og hver verður meira fyrir annan en oft endranær við venju- legar aðstæður. Um þetta leyti árs em siglingar strjálli en aðra tíma, norðanlands, og er því oft skortur á ýmsum vörum á tímabili, en jafnaðarlega fara skip að koma aftur í janúarlokin eða byrj- un febrúar og bíða menn því rólegir og áhyggjulitlir, þótt ýmislegt vanti stuttan tíma, í góðri trú og von um 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.