Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Síða 10

Samvinnan - 01.09.1955, Síða 10
það, að úr rætist áður en vandræði hljótast af. Og svo var í þetta sinn. En það fór öðru vísi en venjulega að þessu sinni, þótt úr rættist vonum betur, því „landsins forni fjandi“ lokaði öllu Norðurlandi í einni svipan. Þeir, sem ekki hafa átt heima á Norðurlandi eða lifað það að sjá haf- ísinn byrgja alla norðurströndina áð- ur en miðsvetrarvöruforðinn kemur, geta naumast skilið hvaða geig það getur valdið íbúunum og einkum þó í byggðum eins og Siglufirði, sem er inniluktur af reginfjöllum á þrjá vegu, ókleifum yfirferðar með nokk- urn teljandi flutning, enda má fnll- yrða það, að hefðu frostin, sem komu í janúar, staðið teljandi lengur en varð óg ísinn legið landfastur fram á sumar, hefði óhjákvæmilega orðið tjón á fólki, vegna eldiviðarskorts og matvæla, því hvort tveggja var að mestu þrotið. En að því sinni létti farginu af í tæka tíð, án teljandi harmkvæla, þótt mörgum liði miður vel um stund, og hefði slík viðvörun átt að herða á mönnum með að gera allt, sem unnt er að gera, til að tryggja Norðurland gegn þessum vá- gestum, hafís og kulda, en því miður vantar mikið á að slíkt sé komið x gott horf. Svo hittist á, að þegar ísinn lokaði, var skipið „Villemoes“ statt á Siglu- firði og fraus þar inni og var ein- hverju af kolaforða skipsins miðlað til bæjarbúa til mikils hagræðis, því eldi- viðarleysið var mörgum það bagaleg- asta. A „Leirunni“ innst í firðinum voru 3—4 skipaskrokkar, sem teknir voru til niðurrifs í eldinn og var það um tíma nær eini eldiviður, sem marg- ir heimilisfeður gátu krafsað sér úr flökunum. Eg var einn af þeim, sem komst að gömlu flaki, en á því var sá galli, að búið var að rífa svo mikið ofan af því, að það sem eftir var fór í kaf með hverju flóði og varð því að vinna þegar fjara var. Skipið var úr eik og mjög naglrekið, og því erf- itt að sneiða hjá nöglum, þegar sagað Arar, en mest varð að vinna með sög- um og stundum niðri í vatni, þegar falla tók að. Maður varð þá oft fyr- ir slæmum vonbrigðum, þegar hætta varð í miðju sagarfari með hitlausa sög og kalt að skerpa úti á ísnum, en ekkert til í eldinn heima nema það, sem daglega aflaðist. Þessa daga var frá 18-—24° frost og heldur kalt að vinna í krapstellu og vatni, en verkið var með afbrigðum erfitt og áhuginn í bezta lagi, því hver smábútur sem losnaði var mikils virði, þar sem skip- ið var úr eik. Þeir, sem eru svo lánsamir að búa í góðum húsum, vel upphituðum, vita naumast hvers virði það er, nema þeir hafi sjálfir kynnzt andstæðunum og held ég, að flestir gætu haft gott af því, í hæfilega smáum skömmtum. Hitt veit heldur enginn, án þess að revna, hvaða tilfinningar það vekur hjá manni, að sjá lífsnauðsynjaskort- inn standa fyrir dyrum og leita inn- göngu og svo aftur að hinu leytinu að rejmast maður til að standa á móti honum og ná að afla þess, sem maður þarf, áður en það er um sein- an. Slíkt er áreiðanlega þess vert að hafa xeynt það, þótt það sé á hinn hóginn ekkert til að leika sér að. Engan annan eldivið en þann, sem ég náði úr flakinu, hafði ég til um- ráða og var mikil vinna og ströng að gera hann nothæfan; fyrst að saga stykkin úr flakinu og sumpart brjóta með fleygum og bareflum, því næst draga þau heim mót brekku og síð- an kui'la niður í smátt, svo að þau kæmust inn í lítil kolaeldsvirki. En það var líka sönn nautn í því að setjast inn í ylinn að kvöldi dags, fara úr frosnum og blautum fötum og nevta matar, sem ekki var unnt að matreiða án þessa erfiðis. Oft var erf- itt að koma Iífi í eldinn, þar sem upp- kveikja var naumast fáanleg eða steinolía, enda minnist ég þess varla, að smágreiði hafi vakið meiri þakkar- tilfinningu hjá mér en sá, er gamall maður, sem ég þekkti lítið, færði mér troðinn poka af vel þurrum sverði einn daginn. Slík greiðasemi, þegar svona stendur á, gleymist seint, þó að einn poki af sverði sé annars lítið verðmæti og ekki mikils metinn að jafnaði. Ég hafði ætlað mér að fara aftur austur í Þingeyjarsýslu eftir nyárið og þá með skipi til Húsavíkur, en nú voru öll sund lokuð í því efni. Land- leiðin þangað er bæði alllöng og erf- ið. Bezta leiðin og sú, sem farin mundi að sumaidaginu á hestum, liggur um Siglufjarðarskarð yfir í Fljótin, það- an yfir Lágheiði til Ólafsfjarðar, um Revkjaheiði í Svarfaðardal inn með Eyjafirði til Akureyrar, þá um Vaðla- heiði, Ljósavatnsskarð og út Köldu- kinn eða austur í Reykja og Aðal- dal. í sæmilegu skíðafæri að vetri til mundi þetta vera 4—5 dagleiðir. Stytzta leið, sem um er að gera, er að fara svokallaða Botnaleið til Ólafs- fjarðar yfir Grímubrekkur til Svarf- aðardals, yfir Eyjafjörð í Höfða- hverfi, inn Dalsmynni og austur yf- ir Gönguskarð eða Uxaskarð, sem er erfiðara og vandfarnara, en styttra. Þessa leið má fara á þrem dögum, en hún er vandfaxnari og meira í ó- byggðum. I þetta sinn fannst mér þriðja leiðin geta komið til greina, sú að ganga á ís til Flateyjar á Skjálf- anda og inn með Kinnai'fjöllum, og hugði ég hana færa á tveim dögum. Flestir, sem ég átti tal við um þessa leið, álitu hana illfæra og mesta óráð að hugsa sér slíka för, því bæði mundi ísinn ógreiðfær, hætt við dimmviðri um þetta leyti og svo höfðu sézt bjarndýr á Skjálfanda og var naum- ast fýsilegt að mæta þeim. Samt sem áður var ég staðráðinn í að fara reynsluför út á ísinn, en morguninn, sem ég ætlaði í hana, kippti sundur ísnum við Siglunes, svo að ég komst ekki frá landi og vai'ð það til þess, að ég hætti alveg við þessa hugmynd, sem betur fór. Þá var sjálfsagt að velja næst stytztu leiðina, Botnaleið til Olafs- fjarðar, en hana hafði ég ekki farið áður og var ráðið frá að fara hana fylgdarlaust, svo að ég réði mér kunnugan mann til fylgdar. að minnsta kosti hálfa leiðina, enda var dimmt á fjöllum flesta daga og frost á milli 20—30°. Við lögðum svo af stað snemma morguns í sæmilegu veðri og skíðafæri. Leið okkar lá inn svokallaðan Hólsdal inn úr Siglufirði, yfir Hólsskarð ofan í Ámárdalsbotn, sem gengur inn úr Héðinsfirði. Ferð- in gekk þolanlega yfir hjá Ámár- hyrnu, en þar fór að dimma af hríð og kvaðst fylgdarmaður ekki öruggur um að rata lengra. Var þá ekki um annað að gera en að snúa við, þó að mér þætti súrt í broti, þar sem lítið vantaði til, að hálfnað væri í Ólafs- fjörð, af því það erfiðasta var búið. En að Ieggja einn út í óvissuna, fannst mér fulldjarft, þótt mér dytti það í hug. Við snerum því við. Fengum við (Framh. á bls. 23) 10

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.