Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 24
Eru skepnurnar og
heyið tryggt? j
að fara langferðir í svona kuldum og
dæmdu þá auðvitað eftir líðan sinni
inni í húsinu, því að fá hús voru svo
vel gerð, að ekki væri illlifandi í þeim,
þó að hituð væri upp eins og tök voru
á. Til marks um ýmislegt óvanalegt,
sem fólk tók upp á til að láta sér líða
skár, var það t. d., að 3—4 vinnu-
menn höfðu búið sér eina flatsæng,
þar sem þeim fannst bezt aðstaðan,
og þegar ég kom, reis einn þeirra upp
úr rúminu, alklæddur, með vettlinga
og vetrarhúfu, og mun hann að vísu
hafa setzt þannig að í glensi, meir en
af nauðsyn, því að rúmföt voru næg
og sæmilega góð.
Daginn eftir féll frostið mikið og
varð aldrei mikið úr því, það sem eft-
ir var vetrar.
Mestu frost, sem ég hafði verið úti
í, á undan þessari frostakviðu, var 18
—20°, og þótti manni það biturt.
Margir yngri menn og jafnvel sumir,
sem mundu frostaveturinn 1881—82,
álitu mjög varhugavert að vera á
langferð í svona frostum, nema þá að
vera í einhverjum heimskautafara-
búninig úr loðfeldum. En ferð mín
sýnir, að ekki þarf mjög vandaðan
eða torfenginn útbúnað, og er Mý-
vatnshettan aðalskilyrðið, ásamt
skvnsamlegum fótabúnaði. Maður,
sem varð mér samferða yfir Grímu-
brekkur og enga hettu hafði, fraus
hvað eftir annað í andliti og varð ég
alltaf að hafa gætur á honum, svo að
hann gæti þítt blettina jafnóðum með
snjó, því að sá, sem er að frjósa
(kala), veit ekki af því sjálfur, en sá,
sem lítur í andlit hans, sér óðara
hvíta bletti, en þeir mega helzt ekki
þiðna sjálfkrafa í hita, ef ekki á að
saka. Sannleikurinn er sá, að vel bún-
um manni, sem getur hreyft sig, líð-
ur betur úti en inni, þegar mjög kalt
er, sé hann ósvangur.
Eins og nærri má geta, var tals-
verður uggur og kvíði í mönnum um
þessar mundir, því að ísinn gat vel
legið fram á sumar, og var þá ómögu-
legt að sjá nokkra leið til lífvænlegr-
ar afkornu, því að mörgum fannst þeir
fast að þrotum komnir að ýrnsu lej7ti,
þegar af létti, en það varð öllum von-
um fyrr, enda varð ekkert teljandi
mein að þessari ískomu né frostunum,
en hins vegar gátu menn nokkuð Iært.
Rétt eftir að ég kom heim dreymdi
mig, að til mín kom maður, sem mér
þótti vera mundi margfróður, og segi
því við hann: „Þú munt geta sagt
mér, hvenær ísinn fer.“ „Já,“ segir
maðurinn, og nefndi tiltekinn mánað-
ardag, sem ég hef nú gleymt, en
mundi, þegar ég vaknaði, og sagði
ýmsurn frá. Þann dag byrjaði ísinn
sýnilega að leysa sundur á Skjálfanda
og þótt hann væri marga daga að
hverfa til fulls og lægi auk heldur lengi
eftir það innan við Hjalteyri á Eyja-
firði, af því hann var svo rnjög sam-
frosinn, mátti segja, að draumurinn
rættist bókstaflega.
Verið getur, að svona draumar stafi
af mikilli umhugsun um draumefnið
og að þessu sinni vantaði ekki um-
hugsun og getgátur. En samt er það
einkennilegt, þegar svona hittist á,
enda hefur mig nokkrum sinnum
endranær dreymt bókstaflega fyrir ó-
orðnum hlutum, sem vitneskja um gat
ekki leynzt í vitund nokkurs manns
né þaðan verið tekin, fremur en í
þessu tilfelli.
Enda þótt betur rættist úr ískyggi-
legum horfum að þessu sinni en vænta
mátti, og allmikið kal í túnum verið
vorið eftir væru tilfinnanlegustu af-
leiðingarnar, má aldrei víkja af verð-
inum um viðbúnað gegn hættu af
frosthörkum, hafís og siglingateppu.
Iðnstefnan...
(Framh. af bls. 22)
bandsins unnu í árslok 1954 382 karl-
ar og konur. Heildarsala verksmiðj-
anna nam 41 milljón króna og er það
rúmum 5 milljónum meira en 1953.
A fyrstu 7 mánuðum þessa árs er sal-
an 25.7 milljónir og er það 3.6 millj-
ónum meira en á sama tíma í fyrra.
Við ættum að geta selt miklu meira.
Mest er söluaukningin í kaffinu, sem
hefur um það bil tvöfaldast. Sölu-
aukningin hjá Sjöfn er nálægt 40%.
Örugg og stöðug þróun hefur verið
í iðnaði samvinnumanna, og er hann
nú orðinn all yfirgripsmikill. Vöruúr-
valið mikið og vörurnar miklu betri
en áður vegna bættrar aðstöðu á
ýmsan hátt. Vöruvöndunin er eitt að-
alatriðið við alla framleiðslu. íslend-
ingar eru orðnir góðu vanir og gera
því miklar kröfur. Erlendis eru búnar
til bæði góðar vörur og Iélegar, en
þar er líka tekið tillit til verðmunar-
ins. Hér hættir fólki mjög við að
gera samanburð á vörugæðum án til-
lits til verðsins; með því fæst ekki
réttur samanburður. Miklu hefur ver-
ið tilkostað að gera verksmiðjurn-
ar sem fullkomnastar, til þess að þær
geti sem bezt gegnt því hlutverkir
sem þeim er ætlað, að útvega fólkinu
í Iandinu góða vöru fyrir lágt verð.
Því meira, sem okkur tekst að selja
og auka framleiðsluna, því betur er-
um við undir samkeppnina búnir og
þjónustan við fólkið verður meiri og
betri. Að því ber okkur að stefna.
Ég treysti því, að þið ræðið við okk-
ur verksmiðjumennina í fullri ein-
lægni, segið okkur, r hverju ykkur
finnst ábótavant og við athugum svo,
hvort við sameiginlega getum ekki
fundið ráð til úrbóta. Þið megið líka
láta orð falla um það, sem þið teljið
gott, því þá vitum við, að með þá
hluti erum við á réttri Ieið.
r — >
SýniÉ uinum i f-Éar Samvinnuna
\ >
24