Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Síða 9

Samvinnan - 01.02.1956, Síða 9
Hann bauð Hallmundi og hann þorði ekki að eiga á hœttu, að vinurinn firtist og saup á með honum. voru við kofadymar og karlmennirnir ræddu um að brjótast inn í kofann. Stúlkumar mótmæltu, það gæti ein- hver verið inni. Piltarnir töldu af og frá, að nokkur byggi þama og vildu ólmir inn. Hallmundur stóð skjálfandi innan við dyrnar og hélt á stórri hnyðju í höndunum. Hann kveikti ekki ljós og lét ekk- ert til sín heyra, beið bara með hnyðj- una á lofti. Hjartað hamaðist í brjóst- inu og andardrátturinn varð tíður. Skyldu þau koma? Stúlkumar sáu, að félagar þeirra vom ákveðnir í að brjótast inn og tóku á sprett burtu. Þegar piltamir sáu þær fjarlægjast, misstu þeir allan áhuga fyrir kofanum og hlupu á eftir þeim. Undir morguninn sofnaði Hall- mundur með keppinn við hlið sér. — Hefðirðu barið þau? spurði ég. — Barið þau. Já, ég hefði barið þau í rot öll, ef þau hefðu brotist inn. — Kveiktirðu ekki ljós eða lézt þau heyra til þín? spurði ég. — Nei — þá hefðu þau verið við öllu búin og ég ekkert við þau ráðið. — Þau hefðu sennilega farið, sagði ég, en svipur Hallmundar bar með sér, að hann hafði litla trú á því. Ekki löngu síðar eignaðist Hall- mundur loksins kunningja. Fyrsta manninn, sem virtist þurfa á félags- skap hans að halda. Þeir þekktust áð- ur, því hann átti heima í sömu göt- unni, en fyrst þegar óregla hafði fælt alla aðra kunningja frá, tók hann að umgangast Hallmund. Loksins átti hann þá félaga, sem hann gat talað við og trúað fyrir sín- um leyndustu hugrenningum. Félag- inn hlustaði, talaði sjálfur um sín einkamál og fékk sér sopa á milli. Hann bauð Hallmundi, og hann þorði ekki að eiga á hættu að vinurinn firrt- ist og saup á með honum. Þegar Hallmundur fann áhrif áfeng- isins, hvarf honum öll feimni, og þeir félagarnir ferðuðust á kvöldin um all- an bæ og komu á krár, sem Hallmund hafði ekki dreymt, að hann þyrði nokkru sinni að heimsækja. Þegar þá vantaði vínið, gerðust þeir handtaks- menn. Það var því ekki ástæða til að ætla, að Hallmundur ætti fé og allra sízt fyrir heilu húsi, nú þegar hann var orðinn veikur. Þeir félagamir vom alltaf og alls- staðar saman og ekki leið á löngu, þar til kunninginn flutti til Hallmundar með allt sitt hafurtask. Á kvöldin, þegar veigamar höfðu lýst upp hvers- dagsleikann, dönsuðu þeir og sungu. Hallmundur kunni ekki að dansa, en hvað gerði það, þegar dansað var við stól eða sópskaft. Þannig liðu vikur og mánuðir. Áfengið losaði um allar hömlur æsku- áranna. Það streymdi um æðar hans og lyfti honum upp úr heimi óttans í heim öryggis, sem hann aldrei hafði kynnzt fyrr. En þegar af honum rann, var allt eins og áður, grátt og uggvænlegt. Hver eyrir, sem þeir unnu sér inn, fór óðara í áfengið og þeir fengu sjaldan nægju sína. Eitt kvöldið þmtu birgðimar snemma og engin ráð virtust til að fá meira. Hallmundur geiflaði sig og ætlaði að fara án þess að ljúka sögunni. Ég beið og sagði ekki orð. Hann horfði á mig og settist aftur. Þegar honum fór að leiðast þögn- in, hélt hann áfram sögunni. „Ég veit hvar við getum fengið vín,“ sagði vinurinn. „Það er nóg vín í kránni, sem við drukkum í á laugar- daginn.“ Hallmundur sagði ekkert. Honum leizt ekkert á að sækja vínið í krána. Hann hafði aldrei stolið. „Þama er enginn svona seint á virkum degi og eiginlega á þetta vín enginn. Þetta er afgangur eftir gest- ina.“ Hallmundur þagði enn. „Þorirðu ekki?“ Hallmundur geiflaði sig og horfði hikandi á félagann. „Þori. Jú.“ „Þá skulum við koma.“ „En Iögreglan?“ „Þú ert hræddur.“ Víst var hann hræddur. En það skyldi hann aldrei láta vin sinn verða varan við. — Hann fann með sjálfum sér, að fyrir hann gæti hann gert hvað sem var, líka stolið. Nóttin var dimm og þeir komust óséðir að kránni. Þar var allt dimmt. Þeir leituðu bakdyranna og félaginn lagðist á hurðina. Hann reyndi hvað eftir annað, en hurðin hreyfðist ekki. „Hjálpaðirðu honum ekki?“ spurði ég- „Nei, ekki strax. En þegar ég sá, að fyrir hurðinni var lítilfjörlegur smekklás, ýtti ég honum frá og lagð- ist á hurðina.“ (Framh. d bls. 13) 9

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.