Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.02.1956, Blaðsíða 12
Orð til íslenzkra bænda Eftir Tómas Sigurtryggvason, Björk „Tímarnir breytast og mennirnir með“, segir máltækið. Oft er þó raun- in sú, eins og allir þekkja dæmi til, að fleiri eða færri fylgjast ekki alveg með breytingum tímans.. Því fylgja að vísu óneitanlega ýmsir kostir, sveiflur um- skiptanna verða ekki eins örar, en á- gallarnir eru þó ekki síður augljósir. Ef menn ekki fylgjast með breyting- um tímans í hugsun og athöfn, drag- ast aftur úr og ætla sér að lifa nútíð- ina eins og hún væri fortíðin, hlýtur það að hafa í för með sér margvíslega árekstra og erfiðleika og jafnvel valda vandræðum hjá einstaklingunum og stundum heilum stéttum og þjóðfél- aginu í heild. Eitt vandamál af mörgum, sem landbúnaðurinn á við að stríða í nú- tímanum, vil ég ræða hér, það, sem nefnt hefur stundum verið: Flóttinn frá sveitunum. Hverjar eru orsakir hans? Vafalaust eru þær margar sam- verkandi, og hefur mikið verið um allt það mál rætt og ritað. En því kveð ég mér hljóðs um þetta atriði, að eina orsök þykist ég hafa komið auga á, er ekki hafi verið veitt athygli sem skyldi. Og tel ég hana veigameiri en svo, að fram hjá henni megi ganga í þessum umræðum. Þegar litið er af kunnugleik yfir sveitir landsins, sést, að þar eru alvar- legir atburðir að gerast. Unga fólkið hefur streymt og streymir þaðan burt, aðallega í gulleit til Faxaflóa. í ýms- um sveitum er fámenni á bæjum orðið slíkt, að við landauðn horfir. Mörg sveitaheimili eru svo sett, að ekkert má út af bera. Forfallist maður vegna veikinda, liggur við neyðarástandi á heimilinu, og varla hjálp að fá hjá nágrönnum, því að allir eru undir sömu sök seldir. Það er mjög athyglis- vert í þessu sambandi, að því fer fjarri, að þessi lýsing eigi við allar sveitir landsins þótt svo sé víða. Þvert á móti er ástandið ákaflega misjafnt f hinum ýmsu sveitum. Sumar tæm- ast því sem næst, en sumar halda unga fólkinu og blómgast mæta vel. Hverjar eru orsakimar? Hvað heldur unga fólkinu heima í sumum sveitum? Hvað hryndir þeim að heiman sums- staðar? Ég hef hugsað mikið um þetta mál og rætt við marga, sem gjörla þekkja til og sjálfir eru í deiglu at- burðanna eða nýkomnir út úr henni. Ég hefi fengið tækifæri til að tala Tómas Sigurtrygguason. við unga menn í ýmsum stéttum, kennara, ráðunauta, verkamenn, sjó- menn, úr öllum landshlutum, bænda- syni, sem horfið hafa frá jörðum feðra sinna og gefið sig að öðrum störfum. Þeir hafa ekki yfirgefið jarðimar vegna ræktarleysis, ekki af skorti á manndómi til að takast á við hin erf- iðu verkefni, ekki af löngun til hóg- lífis við þægindi tækninnar í fjöl- býli kaupstaðanna. Hjá mörgum hef- ur aðalástæðan verið hin sama, að þeir hafa ekki fengið svigrúm til sjálf- stæðra athafna á jörðinni heima. Marga bændur hef ég þekkt, sem lagt hafa í margvíslegar byggingar- framkvæmdir á jörð sinni, byggt bæj- arhús, gripahús, hlöður o. fl., en oft hefur þá verið sú raun á, að bóndinn hefur öllu viljað einn ráða um gerð og fyrirkomulag og að engu haft vilja barna sinna. Börnin hafa hins vegar mátt leggja fram vinnu sína til þess- ara mannvirkja, oft lítið borgaða. Er að furða þótt að því komi fyrr eða síðar, að börnin segi: Þú byggir hér fyrir þig sjálfan, og þá hef ég ekkert við að vera. Bóndanum má ekki sjást yfir það, að byggingar hans, sem oftast em gerðar úr varanlegu efni og vandað- ar, em byggðar fyrir framtíðina, og barnanna er framtíðin. Það er verið að byggja fyrir þau. Þess vegna em þau hinir réttháu aðilar. Þá mun það ósjaldan bera við, er sonur eða dóttir hafa setzt að í föð- urgarði með tengdadóttur eða tengda- son við hlið, að árekstur verður vegna þess að foreldramir gera kröfu til að hinir yngri lúti eldri venjum og hátt- um og stjórn gömlu húsbændanna. Unga kynslóðin þolir ekki þetta. Hún vill vera sjálfstæð, vill vera fær um að stjóma sér sjálf, vill fá tækifæri til að standa á eigin fótum og láta sjást til hvers hún dugir. Sjónarmið unga fólksins hafa auðvitað fullan rétt á sér. Alls þessa verður bóndinn og hús- freyja hans að gæta í viðskiptum við börn sín og gæta þess, að láta öll skipti við þau mótast af fullri virðingu og tillitssemi til þeirra sem jafnrétthárra aðila. Mér kemur í hug konungsríkið til forna. Heimilið líkist því. Hús- bóndinn er konungur í sínu ríki. Þeir konungar, sem voru ljúfir og mildir og sanngjamir og tillitssamir við þegna sína, vom vinsælir, elskaðir og virtir af öllum lýð. Þegnarnir undu vel hag sínum í ríki þeirra og velmeg- un blómgaðist við friðsæld þjóðarinn- ar. Þegar konungar gerðust harð- stjórar, var öllu snúið við. Gat þá jafnvel svo langt gengið, að þegnar flýðu land, átthaga sína og ættfólk, blómlegan efnahag og örugga framtíð við mannvirðingar og auð fjár, til þess eins, að geta lifað sjálfstæðu lífi, vera frjáls til þess að beita vilja og orku að eigin geðþótta. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.