Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Síða 14

Samvinnan - 01.02.1956, Síða 14
Framhaldssagan GULUÐ í DRAUGADAL Sönn saga úr fórum. Kanadísku fjallalög- reglunnar um ástir, afbrot og gullieitarmenn ANNAR HLUTI 2. Sólin seig í hitamóðu skógarins, þegar bleikur gæðingur dansaði und- ir þungbúnum ferðamanni niður með Bjarnará. Engan mann var að sjá né bústaði manna, enda voru yztu mörk fastrar byggðar við ána. Nú voru liðn- ir tveir tugir ára, síðan áin var blóði roðin í stríði við Indíána, en nú voru góðar sættir milli hvítra manna og rauðra. Gullleitarmenn fóru nú einir síns liðs vestur í fjöllin eða alla leið vestur að Kyrrahafi, og áttu flestir vingott við Rauðskinna. Davíð Kirke reið góðan spöl niður með birkivöxnum bökkunum, unz hann kom að rjóðri einu. Þar kom í Ijós stórt bjálkahús við lítinn læk, sem rann í fljótið. Hús þetta hafði föðurbróðir þeirra systkina byggt fyr- ir nokkrum árum og ætlað fyrir gisti- hús. Margir bjuggust þá við fjölda ferðamanna á þessum slóðum, en lítið varð úr, vegna þess að gullið fannst aðallega í vestanverðum fjöllunum, og þangað fóru menn sjóleiðis. Ljós birkitrén spegluðust í kyrru fljótinu, en á milli þeirra voru dimm- ir skuggar. Davíð varð hugsað til þeirra kvölda, þegar þau Esther höfðu gengið saman milli þessara trjáa. En nú voru mörg kvöld síðan, löng kvöld. Davíð sté af baki, batt upp taum- inn og klappaði þeim bleika á lend- ina. Klárinn skildi vel, hvað eigand- inn vildi, og brokkaði heim á leið. Davíð bar færur sínar niður að lend- ingarstaðnum við ána og gekk því næst heim að húsinu. Niðri í garðinum var Esther Shann- on að tína baunir í svuntu sína til kvöldverðar. Hún leit upp, þegar hún heyrði fótatakið, og þau horfðust í augu í fyrsta sinn eftir réttarhöldin. Esther Shannon var falleg stúlka, meðalhá og fagurlimuð. Hún var ætt- uð austan úr landi eins og Davíð, og hafði alltaf minnt hann á fagurt blóm, slitið upp úr hlýjum garði og síðan ætlað að gróa í óbyggðinni. Fjöl- skylda hennar hafði flutzt vestur fyr- ir nokkrum árum, en foreldrar henn- ar urðu úti í stórhríð. Þá varð Esther að sjá um sig og bróður sinn yngri, sem var berklaveikur. í tvö ár kenndi hún í trúboðsskóla í Saskatchewan og þar næst í kynblendingaskóla við Bjarnará. Frændi þeirra hafði þá setzt að við ána, tekið mikið og verðmætt land af stjórninni, og þar að auki skol- aði hann gull úr lækjarsandi við hús sitt og hýsti ferðamenn. Frændinn dó á þessum árum, og stóðu þau systkin til arfs eftir hann. En þau urðu að búa á landinu í tvö ár enn til þess að öðl- ast endanlegan eignarrétt á því, en það var mjög erfitt, einkum vegna sjúkleika Páls. Gullið við lækinn reyndist lítils virði, og ferðamannastraumurinn lagðist frá, því að gullið fannst ýmist sunnar eða norðar í landinu. Systkin- in bjuggu því við þröngan kost, og hafði Davíð oft verið þeim innan handar. En þá var McPherson myrt- ur . . .. Þar sem Davíð stóð frammi fyrir stúlkunni, veitti hann því fyrst at- hygli, hve föl hún var og þreytuleg. Hann var engan veginn viss um, hvernig sér yrði tekið á þessum stað, og því fitlaði hann vandræðalega við húfuna sína og vissi varla, hvað hann átti að segja. „Ég — ég ætlaði að líta hingað miklu fyrr, Esther, en ég hef verið svo önnum kafinn fyrir sumarleyfið, að ég hef engu komið í verk.“ Hún sagði ekki neitt, og Davíð fannst leggja kulda frá henni. Það voru snögg umskipti frá því, sem ver- ið hafði fyrr um sumarið. Þá var hún meira en vinur, nú óvinur. Þau gengu þegjandi heim að hús- inu. Hún bauð honum ekki inn. Hann velti húfunni milli handa sér, vand- ræðalegur sem fyrr. „Ég er að fara í ferðalag, Esther,“ mælti hann loks. „Ég verð nokkrar vikur í burtu. Ég kom til að kveðja og skila bók, sem þú lánaðir mér.“ Hann dró bók upp úr vasa sínum og fékk henni. „Ég er ekki alveg bú- inn með bókina, en þú lánar mér hana ef til vill aftur, þegar ég kem heim.“ Nú tók hún loks til máls. „Ef þér viljið ljúka við bókina, Kirke undir- foringi, skuluð þér fyrir alla muni hafa hana. Ég kæri mig ekkert um hana.“ Davíð brá. Það var deginum ljós- ara, að hún vildi ekkert hafa saman við hann að sælda og bjóst ekki við að sjá hann aftur. Hann hleypti í sig kjarki og kom að því, sem á milli bar. „Ég veit vel, að þú hefur næga ástæðu til að vera mér reið vegna ákærunnar, en ég vonaði, að þú kvæðir ekki upp dóm, fyrr en mér gæfist kostur á að útskýra —.“ Hún greip fram í fyrir honum. „Út- 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.