Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1956, Qupperneq 23

Samvinnan - 01.02.1956, Qupperneq 23
„íþróttamaður ársins 1955“, Sandor Iharos frd Unguerjalandi, setti heimsmet i 1500 m, 5000 m, 5000 m, 2 milum og 5 milum. lenti þeim saman, Gunnari Nielsen frá Danmörku og Laszlo Tabori frá Ung- verjalandi. Tabori vann en þeir fengu báðir sama tíma og Iharos. 2000 m og 3000 m. Hér kemur algjört einveldi Ung- verjanna. Rozsavölgyi hljóp á 5:02,2 og Tabori í sama hlaupi 5:03,0. Fyrra metið 5:07,0 átti sköllótti Belginn Reiff, sem svo eftirminnilega plataði og vann Zatopek í London 1948. Reiff sló líka Gunder Hagg út í 3000 m, en Svíarnir vildu ekki trúa því. Þá tók Reiff sér ferð á hendur til Svíþjóðar og sýndi þeim svart á hvítu, hvað hann gat. Þar bætti hann sig enn í 7:58,8. Iharos var í góðri þjálfun snemma í vor og strax í maí þurrkaði hann Reiff út af metaskránni og fékk 7:56,6. Iharos setti raunar met á tveim míl- um í leiðinni og fékk 8:33,4 eða 4:16,7 á hvora mílu. Þess má geta, að íslenzka metið er 4:21,0. 5000 m og 3000 m hindrunarhlaup. Gunder Hágg sagði einhvern tíma, að það hrifi sig ekki þótt einhver næði með mikilli æfingu góðum tíma á einni vegalengd. En ef einhver skyti upp kollinum, sem bætti öll heims- metin frá 1500 m til 5000 m á einu sumri, þá skyldi hann líta um öxl. Nú í sumar hefur þetta gerzt. Hinn tágranni og sporlétti Iharos endaði metslátt sinn á sumrinu með því að hlaupa 5 km á 13:40,6. Það er til dæm- is 18,2 sek betra en met Hággs, sem stóð þangað til í fyrra. Sjálfsagt er þetta einhvert mesta afrek í hlaup- um, sem mennskur maður hefur unn- ið. Rússinn Kuts átti fyrra metið 13: 46,8, sem vel mátti nú notast við. Mikl- ar framfarir hafa orðið í 3000 m hindr- unarhlaupinu og áhugi fyrir þvi fer vaxandi. Sá heitir Jerzy Chromic frá Póllandi, sem harðastur er, og hljóð- ar heimsmet hans upp á 8:40,2 min. Chromic er annars einn af þeim efnilegustu, sem komu fram á sjónar- sviðið í sumar sem leið. Hann fékk meðal annars 13:55,2 í 5 km og er þar fjórði. Ný heimsmet l þrístökJci, sleggjukasti, spjótkasti og tugþraut. Brasilíumaðurinn A. F. da Silva náði aftur heimsmetinu í þrístökki, sem Rússinn Shcherbakov hafði haft að láni um tíma. Silva stökk 16,56 að þessu sinni, en Rússinn hafði 16,13. Rússinn Krivonosov kastaði sleggj- unni 64,52 og endurheimti metið frá öðrum landa sínum. Krivonosov er annars lang öruggasti sleggjukastari heimsins sem stendur. Franklin Held frá Bandaríkjunum bætti sitt eigið met í spjótkastinu um 1,34 og kastaði í maí 81,74. En spjót hans er svolítið öðruvísi en gengur og gerist og enn er ekki búið að skera úr því, hvort það sé löglegt. Robert Matthias hefur átt heims- metið í tugþraut síðan 1948 og hann er tvöfaldur olympíusigurvegari. En allt er í heiminum hverfult og Matth- ias varð að sjá á bak metinu í sumar. Garpurinn heitir Rafer Johnson og er 19 ára gamall negri frá Bandaríkjun- um. Johnson náði 7.983 stigum en Matthias átti 7.887 stig. Johnson hef- ur yfirburði í 100 m hlaupi á 10,5 og langstökki 7,51, sem gaf honum 364 stiga forskot á móti Matthias. Aðrir merkisafburðir. Tveir Bandaríkjamenn vörpuðu kúlu yfir 18 m og Shelton frá USA j afnaði heimsmet Svíans Nilsons 1 há- stökki, 2,12 m. Þá telst það til tíðinda að tveir Bandaríkjamenn stukku yfir 8 m í langstökki og fjórir hlupu 100 m á 10,3 sek. Annars eru framfarimar langmestar í millivegalengdum og langhlaupum.Séra Richards hefur enn forustu í stangarstökki með 4,64 og síðast en ekki sízt: Þorsteinn Löve á íslandi er í sjöunda sæti á heimsaf- rekaskránni með 54,28 m í kringlu- kasti. — G. S. Tryggið framtíð barnanna LÍFTRYGGIÐ líftrycgingafélagio A N D V A K A 23

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.