Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 9
þó að hrapi leirug ljóð úr lygnum gapa kjafti.“ Þessar vísur fékk Friðrik Jafets- son: „Akansen“ er að snýkja, aftur ei leggur kjaftinn slorugan arnar auri, andfýlu klækja blandinn. Helvítis húsgangsbjálfi hrakinn úr sambúð spakra, skálkanna fremst í fylking fóttreðst nástrandar gjótu. Morðingi drottins dýrðar, deyðir hann lærdóms heiður, trúir andskotans teyging, trufli sérvizku gruflar lygari landsins hagur, loft-eldur skamma á hvolfi. Helvítis lasta lilja lárberja viður dára. Þessu lík var kvæðasennan öll að orðbragði. En mjög þóttust þeir frændur fara halloka og stefndu Gísla. Þorlákur var málafylgjumaður mikill, rökfimur og lögkænn. Fyrir sáttanefnd sá Gfsli sitt óvænna, enda Johnsen faktor and- stæður og sýslumaður, ef til dóms kæmi. Gekk hann inn á að greiða þeim frændum allháar bætur fyrir mannorðsspjöll. En að sáttafundi loknum kallaði Gísli Þorlák á einmæli og mælti fram: Það mig grunar, Þorlákur, þó þrotni spuni ljóða, að við þig uni ættgengur æru og muna þjófnaður. 4. Gísli og ýmsir hagyrðingar. Skarða-Gísli var samtímamaður Bólu-Hjálmars, Björns í Lundi og Jakobs á Breiðumýri og margra fleiri, er gerðu að íþrótt bögusmíði og brýndu forna víkingslund með því að skjótast á mergjuðum skammavísum. Þetta var aldarandinn og sjálfur Bjarni amtmaður var þarna þátttak- andi. Lifað hafa vfsur, sem fóru milli hans og þessara hagyrðinga, bæði ey- firzkra og þingeyskra, og voru eigi fagrar. Skarða-Gísli sló í vísnabrýnu bæði við Björn í Lundi og Jakob á Breiðumýri. Einhverju sinni hittust þeir Bjöm og hafði Björn mergjaða vísu á lofti. Gísli svaraði, er orði sleppti: „Ettu skýt og hann úr hundi, hári og spmndi. Viðbit þitt það vera mundi, værirðu nú heima í Lundi.“ Jakob á Breiðumýri skaut einu sinni vísu að Gísla á „blóðvelli" á Húsavík í sláturtíð. Þessu svaraði Gísli: „Þú, sem hræra þvætting ert, þrekaður hæru koppur. Sviftur æm allri sért eins og gærukroppur.“ Við Guðmund bónda á Vaði við Skjálfandafljót kvað Gísli: Mund af högu hegningar hefndar slögum mættu, í faðmlögum forsmánar fargaðu dögum ævinnar. 5. Við ýmis tœkifœri. Eitt sinn, þegar Gísli var í kaup- staðarferð, sluppu hestar hans inn á túnblett. Vallareigandinn fældi þá brott með hrossabresti og tndltust hestarnir. Þá kvað Gísli: „Hvar sem rólar heims um hauður, heyrðu hvers eg bið. Brestinn hrossa berðu dauður, bölvað óhræsið.“ Trékoppar vom einvörðungu not- aðir sem næturgögn á Gísla dögum. Eitt sinn, er Gísli var að nota kopp sinn, kom í ljós slæm bilun. Gísli kvað: „Þú ert stopull þorpari, þér hefur kopað gjarðleysi. Falla dropar fossandi. Farðu í opið helvíti.“ Maður nokkur skrifaði með krít skammavísu á útikamar Gísla. Þetta sendi Gísli honum: Orð fánýt eg yrkja hlýt óðs í flýtissmiðju, Ó, að krítin yrði að skít í helvíti miðju. Á þig bæn eg litla legg — læt hana vera netta — krossfestur á kamarsvegg kauðinn sé fyrir þetta. Áður hefur sagt verið, að Johnsen faktor fékk kengilórunafngiftina hjá Gísla. Johnsen nefndi Gísla hins veg- ar „Skarða-Glæsi“ í skopi, því Gísli var allra manna dekkstur yfirlitum og auk þess oft kolóttur úr smiðju sinni. Gísli hafði gaman af nafninu, og gaf sér sjálfur vísu þessa að nafn- festi: Flarðan bæsing, rögnis ræsings róms til búinn. Skarða-Glæsir keypti kæsir í Kjalars- búi. Eftir Jóhannesi gamla Guðmunds- syni hef ég skrifað þessa skýringu á vísunni: ,,Hér nefnir hann tungu sína hart sverð. Skáldamjöður, sem hann kaupir úr búi Oðins, knýr tungu hans til máls.“ Gísli var löngum í tvíbýli í Skörð- um. Einn mótbýlismaður bað alla „að forláta“ breytni sína, sem eftir urðu, þá er hann fluttist alfarinn úr Skörð- um. Þá kvað Gísli: Burtu hrókur flæmist flár, „forlát“ tók á bænum. En þótt hann klókur þerrði brár, það voru krókródílatár. Þegar íbúð hins brottvikna hafði verið ræstuð og þvegin, kvað Gísli: Gæðum býtir gæfan nýt, glaður lj't eg feginn, af helvítis hundaskít húsin hvít og þvegin. Jóhannes gamli Guðmundsson sagði þetta tilefnis tveggja síðustu vísn- anna. En aðrar sagnir og ósennilegri eru líka um tilefni þeirra. Gísli orti löngum um vínnautn sína. þetta tilefni tveggja síðustu vísn- boðið vín: Hálsinn skola mér er mál, mín því hol er kverkin. Eg mun þola þessa skál, það eru svola merkin, ' (Framh. d bls. 41) 9

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.