Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 17
ið, — nei, nei, þetta var fjarstæða ....
Honum létti stórlega, þegar hann
heyrði, að hestarnir voru komnir í
hlaðið. Hann kvaddi konu sína í
skyndi og svo reið hann, ásamt vinnu-
mönnunum, eins og leiðin lá að Blesu-
koti.
IV.
M aurakistan.
„Hér er ekkert meira að gera,“ sagði
Haraldur sýslumaður, þegar hann var
búinn að yfirheyra fólkið í Blesukoti.
Það hafði ekkert getað sagt annað en
að grímuklæddir ræningjar hefðu
ruðst inn í bæinn, bundið fólkið og
rænt peningakistli Þórðar gamla.
Sýslumaður lét menn sína leita vand-
lega í húsunum, ef vera mætti, að
ræningjarnir hefðu skilið eitthvað eft-
ir, sem gæti gefið vísbendingar um
þá, en leitin varð árangurslaus. Nei,
hér var ekkert hægt að gera frekar.
Þórður gamli bar sig mjög aumlega og
var alltaf að biðja blessaðan sýslu-
manninn að hafa hendur í hári ræn-
ingjanna, svo að hann fengi pening-
ana sína aftur. Loks var sýslumaður
orðinn svo þreyttur á þessu, að hann
skipaði karlinum að halda sér sam-
an. Og bætti við:
„Það er embættisskylda mín að
reyna að grafast fyrir rætur þessa
máls, en það verður eftir öllum sól-
armerkjum að dæma erfitt. En það
máttu vita, Þórður, að betur hefðir
þú varið einhverju af peningunum, ef
þú hefðir rétt einhverjum fátækum
vesalingi bita, sem bar að garði þín-
um, í stað þess að láta þá veslazt upp
og deyja í hlaðvarpanum hjá þér.
Þetta er þér ekki annað en mátulegt
fyrir alla nízkuna, en auðvitað verða
ræningjamir að finnast.“
„Og hengjast í hæsta gálga!“ sagði
Þórður gamli vesaldarlega og gaut
augunum út undan sér á fylgdarmenn
sýslumanns.
Sýslumaðurinn leit við honum með
fyrirlitningu, gekk síðan út og benti
fylgdarmönnum sínum að fylgja sér
eftir.
Þeir riðu þögulir heim á leið. Frá
Blesukoti var ekki mjög löng leið nið-
ur á Þvereyri. Haraldur sýslumaður
var að velta því fyrir sér, hvort hann
ætti að nota tækifærið og ríða þang-
að til að spyrjast fyrir um Atla. Nú
var hann ákveðinn í að sættast við
son sinn, et hann tyndi hann, og leyfa
honum að fara utan. Einhver óljós
grunur um, að synjun hans um farar-
eyri handa syni sínum hefði orðið ör-
lagarík, settist að í hugskoti hans.
Þannig riðu þeir þegjandi þangað
til þeir komu að Fjarðaránni. Þegar yf-
ir ána kom, fóru þeir af baki og lofuðu
hestunum að grípa niður.
„Hvað er þetta?“ sagði Þorbjörn
vinnumaður og benti á dökka þústu
á hólbarði skammt frá götunni.
„Sérðu ekki, að það er silunganet,“
sagði félagi hans. „Hann hefur verið
að veiða í nótt, hann Broddi á Fjarð-
arenda. Eitthvað hefur hann nú veitt,
úr því að hann treystist ekki til að
bera netið heim.“
„Já, ég sé netið. En hvað er þetta
bláa þarna hjá því?“ sagði Þorbjörn.
,,Við skulum athuga það,“ sagði
hinn vinnumaðurinn og hljóp þangað,
sem netið lá.
Allt í einu rak vinnumaðurinn upp
undrunaróp.
„Komdu strax hingað, húsbóndi
góður!“
Sýslumaðurinn reis upp, en hann
hafði setzt niður meðan þeir áðu og
studdi hönd undir kinn. Vinnumenn-
irnir höfðu ekki þorað að yrða á hann
á leiðinni, því að þeim virtist hann
vera í þungum hugsunum.
Netið lá á jörðinni, en undir því
var blámálaður kistill, járnbenntur.
Hafði hann verið brotinn upp með
því að spenna hjarirnar lausar. Tré-
flísar og rusl, ásamt nokkrum kopar-
peningum, lá á víð og dreif í kring.
Auðséð var, að kistillinn hafði verið
brotinn upp á þessum stað.
Sýslumaðurinn leit á verksum-
merkin. Svo sagði hann:
„Mikið skjátlast mér, ef þetta er
ekki maurakistan hans Þórðar gamla.
Ríðum í skyndi aftur að Blesukoti og
fáum úr því skorið með öruggri
vissu.“
Sýslumaður leit á netið. Hann var
alvarlegur á svipinn. Vinnumennirnir
höfðu talið víst, að eigandi þess væri
Broddi á Fjarðarenda. Og kistillinn í
netinu! Hvernig vék þessu við? Gat
það verið, að Broddi. . ..? Hefði kast-
að þessu frá sér í skyndingu, til þess
að fela féð, og ætlaði sér svo að af-
má öll verksummerki .... Jæja, þetta
varð að rannsaka ....
Þeir riðu á harðaspretti til baka.
Fólkinu í Blesukoti varð hverft við,
þegar yfirvaldið kom aftur. Sýslu-
maður hafði engin umsvif, kallaði
fólkið saman í baðstofukytrunni og
sýndi því kistilinn. Bar það strax
kennsl á hann; þetta voru leifamar af
maurakistu Þórðar gamla. Hann grét,
þegar hann sá kistilinn tóman og
svona útleikinn.
„Það ætti að hengja helvítis þrjót-
ana tvisvar fyrir þetta,“ sagði hann
með sinni vesældarlegu rödd og titraði
af reiði.
,,Fyrst er að finna þá,“ sagði sýslu-
maður og leit til vinnumanna sinna að-
varandi augnaráði. Hann kærði sig
ekkert um ,að karlinn fengi vitneskju
um, hvar kistillinn fannst. Enda þótt
það væri ósæmileg hugsun hjá yfir-
’manni Iaga og réttar, fannst honum
þetta í rauninni mátulegt á þennan
gamla maurapoka.
Þegar komið var í hvarf frá Blesu-
koti, fór sýslumaðurinn af baki.
Vinnumennirnir gerðu slíkt hið sama.
Þeir tóku eftir því, að húsbóndi þeirra
var óvenjulega þungbúinn á svipinn.
Hann gekk fram og aftur á grundinni
og strauk hökuskegg sitt í ákafa. Loks
sneri hann sér að þeim og sagði:
„Bámð þið kennsl á netið?“
„Nei, húsbóndi góður, en við vitum
eins og flestir hérna á bæjunum, að
þeir Fjarðarendafeðgar stunda mjög
veiði í ánni og þóttumst því vissir um,
að þeir ættu netið,“ svaraði Þorbjörn.
„Nú skal ég segja ykkur nokkuð!
IIIIIIIII!II1IIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|II1IIIIIIIIIIIIIIIIII||||||!I|||||||||||||||||||||||||||!||||||||
Ágrip af því, sem áður er komið . . .
Tveir ræningjar brjótast inn um nótt hjá Þórði gamla í Blesukoti, sem er forríkur
nirfill, og ræna peningakistli hans, en binda fólkið f rúmunum. Broddi, sonur Torfa
bónda Jónssonar í Fjarðarhorni, var að veiðum seint um kvöldið. Hann lét netið liggja
eftir við ána. Hann er ógiftur, en ástfanginn í Höllu, dóttur Haralds sýslumanns á Felli.
Hún á aftur á móti að giftast syni prófastsins í Tungu. Gömul vinátta var með sýslu-
manni og Torfa á Fjarðarenda......................................
!l!llllllll!H!llllllll!lllll!ll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIII!ll!llll!llllllllllllll!llllllllllllll!ll!lllll!IHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIinilllllllllllllllllllll!llllllllllllll
17