Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Page 18

Samvinnan - 01.09.1956, Page 18
Það er mjög alvarlegt fyrir þann, sem á netið, að kistillinn skyldi finnast í því. Enda þótt ég eigi erfitt með að trúa, að Broddi hafi gert þetta, berast nú böndin að honum og það svo mjög, að ég verð að fara þangað hið bráð- asta og yfirheyra hann, já, líklega verð ég að hafa hann heim með mér,“ mælti sýslumaður með þungri alvöru. Vinnumennirnir þögðu. Þeir þekktu Brodda að góðu einu og trúðu engu slíku á hann, en skildu þó strax, í hví- líkri hættu hann var staddur. „Þjófarnir voru tveir,“ sagði Þor- björn loks hæglátlega. „Já, og það liggur nú mest á að leita frétta um mannaferðir síðastliðna nótt, ef vera kynni, að einhver spor fyndust eftir þá. Við skulum nú halda af stað.“ Sýslumaður sveiflaði sér í hnakk- inn. Vinnumennirnir fylgdu dæmi hans, en riðu spölkorn á eftir honum, því að þeir vildu ekki ónáða hann í hugsunum hans. Þorbirni flaug í hug að biðja húsbónda sinn að hætta við þessa för; aðeins þeir þrír vissu, að kistillinn hafði fundizt í netinu;. Því ekki að þegja yfir því? Hann skyldi aldrei, aldrei minnast á það með einu orði, og félagi hans yrði þögull sem’ gröfin. — En hann þorði ekki að minnast á þessa hugmynd sína við sýslumanninn. Og þó var það meira en sárt, ef Broddi kæmizt í vandræði vegna maura svíðingsins Þórðar í Blesukoti. Og annað eins og þetta hafði réttvísin þaggað niður. Lítið grunaði Þorbjörn, að húsbóndi hans var einmitt að hugsa um þetta sama og var kominn á fremsta hlunn með að hefja mál á því við vinnu- mennina. En þó hikaði hann. Hann gat ekki lagt embættisheiður sinn að veði með því að gera vinnumennina að slíkum trúnaðarmönnum. Þeir myndu, hvenær sem var, geta komið þessu upp; slíkt leyndarmál yrði því- lík svipa á hann, að hann gæti aldrei um frjálst höfuð strokið eftir það. •— Nú vonaði hann bara, að Broddi gæti leitt einhver vitni að veru sinni við ána um nóttina, — helzt, að hann hefði alls ekki verið þar einn. Enda þótt sýslumanninum væri Ijóst, að slík ákæra á hendur Brodda, syni fornvinar hans, væri ákaflega al- varlegs eðlis, var eins og honum létti við ákvörðun sína. Enginn blettur mátti falla á embættisheiður hans. Og hann var hissa á sjálfum sér, að hon- um skyldi nokkurntíma hafa komið til hugar að þagga málið niður. Hann ásetti sér að verða hinum unga manni að öllu því liði, sem hann gæti undir þessum kringumstæðum. En yrði Broddi sannur að sök, lá ekk- ert fyrir honum annað en líflátsdóm- ur. Venja var að taka þjófa af í heima- héraði, svo að lögþingið losnaði við allt umstang. Haraldur ásetti sér að sjá svo um, að það yrði ekki í þessu máli. Annað gæti hann ekki gert fyr- ir Brodda — ef hann á annað borð yrði sannur að sök. En hinar skuggalegu grunsemdir létu hann ekki í friði. Hver var hinn ræninginn? Skyldi Eyrarskipið vera lagt úr höfn? Hann vissi, að það var á förum. Og allt í einu fannst honum nú áríðandi, að það hefði lagt frá landi á ð u r en ránið var framið .... Nú, tíminn hlaut að leiða það í ljós. V. TEKINN FASTUR. Broddi var nýkominn á fætur, þeg- ar sýslumaðurinn reið í hlaðið á Fjarðarenda. Sýslumaður lét strax kalla Torfa bónda út á hlað til sín. Broddi hljóp upp í baðstofu til þess að segja hon- um gestkomuna. Torfi gamli blés þungan og var heldur svifaseinn að koma sér út. Hann hafði dreymt vonda drauma um nóttina og bjóst ekki við neinum góðum fréttum. Þá er Broddi og faðir hans voru mættir á hlaðinu, gaf sýslumaður vinnumönnunum merki um að leysa netið frá hnakknum, en þar höfðu þeir komið því fyrir. „Þekkir þú þetta net?“ spurði sýslumaður Brodda. „Já, það er silunganetið okkar,“ svaraði Broddi hiklaust. Svo leit hann spyrjandi á sýslumanninn. „Hvernig stendur á því, að þið eruð með það? Ég skildi það eftir í nótt, af því að ég nennti ekki að bera það heim.“ Sýslumaður hvessti augun á þá báða, feðgana. ,,Við fundum það á leiðinni hingað frá Blesukoti. Þið eruð alveg vissir um, að þið eigið það?“ Feðgarnir endurtóku að svo væri. En um leið létu þeir undrun sína í Ijós yfir þessari einkennilegu forvitni sýslumannsinE. „Broddi skilur netið þráfaldlega eft- ir, þegar hann hefur lokið veiðum,“ sagði Torfi. „Við höfum aldrei þurft að óttast neina þjófa hérna, sem bet- ur fer.“ Sýslumaður skipaði Þorbirni að ná í kistilinn, sem hann hafði bundið við hnakk sinn. „Kannist þið við þennan kistil?“ spurði hann feðgana. Þeir hristu báðir höfuðið. „Það var framið innbrot í Blesukoti í nótt og stolið öllum peningum Þórðar gamla. Þetta er peningakistillinn hans. Þjófarnir hafa brotið hann upp og tæmt hann.“ „Þetta kalla ég tíðindi,“ sagði Torfi gamli. „Hefur nokkur orðið þjófsins var?“ spurði Broddi. Sýslumaður leit hvasst og rannsak- andi á Brodda, en honum brá ekki hið minnsta. Svo hóf hann máls aftur og beindi orðum sínum til Brodda: „Hvar varstu í nótt?“ Brodda varð snöggvast orðfall. Nú varð honum erindi sýslumannsins allt í einu Ijóst. Nú skildi hann, að hann var grunaður um hlutdeild í þessu innbroti. Hann fann, að hann fölnaði. „Ætlarðu ekki að svara, drengur?“ „Jú, jú. Ég var að veiða í ánni og kom ekki heim fyrr en undir morg- un.“ „Og þú varst þar einn allan þenn- an tíma?“ „Aleinn.“ Haraldur sýslumaður varð hugsi. Nú var það komið fram, sem hann hafði óttast, að Broddi hefði engin vitni á sína hlið. „Og þú komst ekki nálægt Blesu- koti?“ spurði sýslumaður. „Nei. Ég var allan tímann við ána. Héma er veiðin,“ svaraði Broddi og benti á stóla silungakippu, sem hékk á bæjardyrastafnum. „Geturðu sannað það?“ „Sannað? Nei. Ég var einn, eins og ég sagði áðan. En ég segi satt!“ „Hvað á þetta að þýða?“ sagði Torfi gamli og var dimmraddaður. „Er það meining þín, sýslumaður, að saka Brodda son minn um þetta inn- brot?“ Sýslumaður mælti og röddin var ó- styrk og harmþrungin: 18

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.