Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Síða 21

Samvinnan - 01.09.1956, Síða 21
í gotnesku hverfi Palmaborgar, í götunni San Feliu, sem vart er meira en tveir metrar á breidd, má heyra harmagrát. Hann kemur úr fornfálegu húsi -—■ þau eru öll frá sextándu eða sautjándu öld í þessum hluta borgar- innar, — og við innganginn hefur safn- azt saman svolítill hópur manna. Avaxtasalinn hefur hlaupið frá borð- um sínum og ávaxtahlöðum á horni Feliustrætis og Hershöfðingjagötu, vínsalar tveir úr næsta nágrenni hafa skilið ámurnar eftir gæzlulausar, og kökuseljan og brauðsölukonan standa báðar með krosslagðar hendur á fyrir- ferðarmiklum vömbum sínum. Skó- burstari, sem heldur á skemli ogburst- um í annarri hendi, ræðir í lágum hljóðum við hnetusalann og patar með þeirri hendinni, sem laus er. Lítill, gráhærður maður kemur gangandi niður marmaraþrepin í húsa- garðinum með læknistösku. Þegar hann nálgast hópinn, sem stendur í garðdyrunum, og brauðsölukonan ætlar að fara að spyrja hann spjörun- Inni í myrkri stofu á annarri hæð, þar sem vart er ratbjart, liggur tíu ára gamall drengur á fleti; þegar augu brauðseljunnar venjast myrkrinu, sér hún, þrátt fyrir rimlahlera á öllum gluggum, að drengurinn er rennandi af svita. Lágar stunur líða frá brjósti hans, og fara smárénandi. María Al- varez leggst á kné við beð Domingo sonar síns, og grát hennar linnir eftir því sem stunur drengsins þverra. Hún rís á fætur, vindur klút úr köldu vatni, og leggur á enni drengsins. Svo krýpur hún fyrir framan lítið Maríulíkneski, unz brauðsölukonan fer; þá stendur hún upp og vindur klútinn á nýjan leik til þess að leggja á sóttheitt enni sonar síns. Dóttir hennar, sextán ára stúlka, kemur inn og sezt á stól við fótagaflinn. En þessi friðsæld ríkir ekki lengi. Hraðir skjálftakippir fara um líkama Domingos, og ofsalegar stunur líða frá sáru brjósti hans. Móðir hans tekur hönd hans í lófa sinn, klappar honum og talar við hann, allt kemur fyrir ekki, DYMBILVIKA f um úr, kveður við hróp uppi á garð- svölum annarrar hæðar, og svartklædd kona með úfið hár kemur æðandi of- an úr húsinu. Svartklædda konan gríp- ur hendur læknisins, en hann slítur sig varlega lausan og gefur brauðsölukon- unni merki um að fylgja Maríu Alvar- ez upp. Brauðseljan tekur þéttingsfast utan um hina grátandi konu og styður hana upp tröppurnar. Pálmalundir meðfram göta i Palma. E F T I R J nístandi þjáningar drengsins fara vax- andi, unz þessi myrkrastofa er orðin að einu hrópandi víti, þaðan sem ör- væntingin rís í holskeflum. Allt í einu hendir María Alvarez klútnum í dótt- ur sína, þrífur hyrnu, strengir yfir höf- uð sér og hleypur út. Hópurinn í garð- inum víkur til hliðar. María Alvarez skimar í báðar áttir úti á götu eins og hún sé ókunnug í þessu hverfi, svo hleypur hún við fót og hverfur inn í Santa Cruz kirkju, sem er ofar í stræt- inu. Hún hraðar sér upp að altari, en krýpur ekki í bæn, hún er í öðrum er- indagjörðum. Hún strýkur ógreitt hár sitt undir höfuðklútinn, og þegar prest urinn kemur út úr skrúðhúsinu, hlevp- ur hún til hans og fellur á kné. Hún talar langa stund og tár hennar falla Skrúðganga hcttumanna á dyrnbilviku i Pahna. PALMA Ó N D A N á hönd prestsins, sem hlustar og kink- ar kolli. Þannig er fyrri hluti sögunnar urn Maríu Alvarez og Domingo, eins og lyklavörðurinn í Residencis Navarra sagði mér hana. Saga þeirra er síður en svo einstæð, heldur er hún ein af mörgum líkum. Síðari hlutann sá ég. Klukkan er níu að kvöldi, og eftir erilsaman dag hef ég hallað mér út af stundarkorn og hlustað á umferðanið- inn á Via Roma, þegar greina má fjarlægan hljóðfæraslátt með framandi hljóðfalli gegnum götuhávaðann. Eg fer út að glugganum, dreg rimlatjöld- in upp, og við mér blasir ein furðuleg- asta sýn ferðar minnar. Niður lítið stræti, Navarragötu, kemur skrúð- (Framh. n hh. 29) 21

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.