Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Side 24

Samvinnan - 01.09.1956, Side 24
fyrstu kaupfélögin gerðu hvert á sínu svæði? ÞAÐ ÞYKIR HLYÐA nú, á hug- sjónalausum allsnægtatímum, að segja samvinnuhreyfinguna allt ann- að fyrirbæri en hún var á tímum frumherjanna, þegar bændur réðust til atlögu gegn kaupmannavaldi, skáru niður okurverðlag og gerbreyttu verzlunarháttum. Rétt er það, að ekki eru afrekin í verzluninni eins áber- andi nú og í fyrstu, enda slíkt ógern- ingur. En hvað hefur samvinnuhreyf- ingin ekki gert á öðrum sviðum? ÞAÐ KANN AÐ VERA, að mönnum finnist þeir ekki vísvitandi vera að aðhyllast samvinnustefnuna, þegar þeir tryggja hjá Samvinnutrygging- um, en þó er svo í raun og veru. Ná- lega allar tryggingar, seif stofnunin tekur að sér, er hægt að fá hjá hinum eldri tryggingafélögum. Hvert skír- teini, sem undirritað erl hjá Sam- vinnutryggingum, er því viðurkenn- ing hinna tryggðu á því, að þar fá- ist betri kjör eða betri þjónusta en annars staðar. Og slíkar viðurkenn- ingar eru margar, því að hinir tryggðu, sem eru jafnframt félags- menn og eigendur Samvinnutrygg- inga, eru áætlaðir um 20.000 talsins. Samvinnutryggingar eru því lang- fjölmennasta samvinnufélag á íslandi og það að verðleikum eftir þann glæsilega árangur, sem félagið hef- ur náð á aðeins einum áratug. SAMVINNUTRYGGINGAR hafa ný- verið haldið hátíðlegt 10 ára afmæli sitt, og var vel fagnað. En hvers var að minnast? Hefur ekki þetta unga afkvæmi kaupfélaganna og SÍS ráð- izt gegn nær steinrunnum hlutafé- lögum á tryggingasviðinu? Hefur það ekki lækkað iðgjöld manna fyrir tryggingar um land allt, og þar að auki skilað til hinna tryggðu 8% af öllum iðgjaldatekjum sínum? Hafa ekki Samvinnutryggingar vakið á- huga og skilning á hlutverki hug- sjónarinnar á tryggingasviði einmitt með því að sýna slíkan árangur? Er þetta ekki í eðli sínu hið sama, sem SAMVINNAN færir Samvinnu- tryggingum þakkir fyrir starfið og árnaðaróskir á afmælinu. ITI1 tlMEBPfe." wgsgWf ■ iii&. vTmr '■' 1A breytingum lokið í maímánuði 1949. I Öræfum var reist vöruskýli árið 1929 og annað löngu síðar, aðallega til slátrunar sauðfjár. 1953 er svo byggt fullkomið vörugeymsluhús í Öræfum. Á Kirkjubæjarklaustri var reist vöruhús árið 1937, tvílyft steinhús með rishæð. Var í því bæði búð og vörugeymsla. Hús þetta var stækkað og endurbyggt árið 1950. Auk skemmtilegrar búðar og vörugeymslu er líka í því rúmgóð íbúð fyrir útibús- stjórann. í sambandi við frystihús Bjarna Runólfssonar á Hólmi var á vegum kaupfélagsins komið þar upp húsi 1936, sem notað var til sauðfjárslátr- unar, þar til Sláturfélag Suðurlands lét reisa fullkomið slátur- og frystihús á Kirkjubæjarklaustri árið 1942. Árið 1937 lét kaupfélagið innrétta frystiklefa í sláturhús sitt í Vík. Véla- salur var einnig tekinn af húsrými sláturhússins. Einnig var þá kejrpt frystipressa og olíumótor til frysting- ar á kjöti. Árið 1942 var byggður allstór skúr við norðurhlið sölubúðarinnar. Eru þar Iátnar inn kassavörur og teknar þar upp. Einnig er þarna veruleg geymsla fyrir aðrar vörur. Eftir því sem vöruflutningabifreið- um fjölgaði kom greinilega í ljós þörf- in fyrir viðgerðaverkstæði fyrir þær. í árslok 1941 átti félagið 3 vöruflutn- ingabifreiðir, og von var á tveimur í viðbót á næsta ári. Á árinu 1942 var því reist, norðan við vörugeymslu- húsin, steinsteypt bifreiðaverkstæði. Var bygging þessi það stór, að þar mátti hafa inni tvær bifreiðir til við- gerðar. Þegar félagið lét síðar, 1946, reisa miklu stærra bifreiðaverkstæði, var „gamla verkstæðið“ notað til að smyrja í bíla og geymslu á smurnings- olíum, þar til því var á árinu 1950 breytt í trésmíðaverkstæði. Var þá jafnframt reist nýtt smurnings- og olíugeymsluhús á suð.msturbluta lóð- ar félagsins. Og enn jókst þörfin fyrir vöru- gej^mslu félagsins svo, að árið 1945 keypti það tvo setuliðsskála, sem sett- ir voru upp í Vík. Var þessi bygging aðeins til bráðabirgða, og þarf að end- urbyggja sem fyrst. Til að tryggja sveitunum austan Mýrdalssands nægan vetrarforða þó að vegir tepptust þangað, lét félagið reisa vöruskýli í Álftaveri og Meðal- landi 1946 og síðar í Skaftártungu. Eins og áður greinir, lét félagið reisa allstórt viðgerðaverkstæði 1946. í árs- lok 1946 átti félagið orðið 11 vöru- flutningabifreiðir, svo að verkefni fyrir verkstæðið varð ærið mikið, þegar líka við bættust viðgerðir annarra bifreiða og landbúnaðarvéla. Hafa venjulegast unnið þarna 6—8 menn. Eins og getið er um í kaflanum um „gamla verkstæðið“, var því breytt í trésmíðaverkstæði árið 1950. Á árinu 1949 voru keyptar svo að segja nýjar og fullkomnar trésmíðavélar, ásamt olíumótor til að knýja þær með. Tók verkstæðið til starfa á árinu 1950. Hafa unnið þar 2—4 menn síðan og haft nóg að gera. Árin 1954 og 1955 byggir félagið fullkomið fiystihús, þar sem fryst er kjöt það, er Sláturfélag Suðurlands fær til sölumeðferðar í Vík. Auk þess eru almenningi leigð út frystihólf í húsinu, sem þykir hið mesta hagræði fyrir matvælageymslu. Hér að framan hefur verið leitazt við að geta að nokkru þeirra fasteigna félagsins frá upphafi, sem verulegu máli skipta. Talar sú upptalning að vissu leyti sínu máli um þróun félags- ins frá byrjun og þá þjónustu, sem það hefur veitt héraðsbúum. Þessar fasteignir eru til orðnar fyr- ir samtakamátt hinna mörgu, án beinna fjárútláta af þeirra hendi. Verð mæti þeirra hleypur á milljónum króna. Þær eru ein uppistaðan í þeirri þróun til bættra lífskjara, sem sam- vinnufélögin hafa skapað þjóðinni í ríkum mæli undanfarna áratugi. Það má með sanni segja, að starf félagsins undanfarin 50 ár hafi verið barátta. Fyrstu árin beinlínis barátta fyrir lífi sínu og tilveru. Líf þess byggð ist þau árin mest á þrautsegju og ósér- plægni þeirra, sem í fylkingarbrjósti (Framh. d hls. 27) 24 25

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.