Samvinnan - 01.09.1956, Síða 26
Sorgarleikur
i
sentímetrum
SMÁSAGA EFTIR ARTHUR OMRE
Það var eitt af þessum vonglöðu
vorkvöldum. Eg rakst á vin minn og
við gengum eftir götunni, án nokkurs
flýtis, og áfram gegn um garðinn. Ég
naut vorsins, það var nýtt lauf á
trjánum, fagrar konur á gangi. Vinur
minn virtist áhyggjufullur. Ég fór að
hugsa um, hversu fljótt hugur hans
myrkvaðist stundum, þótt hann ann-
ars væri í ágætu skapi. Hann gat orð-
ið snögglega bölsýnn.
Allt í einu sagði hann: — Hvað ertu
eiginlega hár?
— Nú, það veit ég nú bara ekki ná-
kvæmlega. Ég er rétt meðalmaður.
— Þremur sentímetrum hærri en ég,
sagði hann og leit upp.
— Tja, kannske það, sagði ég í létt-
um tón. — Þú hefur víst æfingu í að
dæma hæð á fólki.
Hann muldraði eitthvað og fékk
áhyggjusvipinn aftur.
— Það munar mikið um þrjá sentí-
metra, tautaði hann. Hann varð
reglulega sorglegur. Þetta vakti furðu
mína, því hann var annars vel til
hafður og virðulegur maður, hraustur
vel og þar að auki var hann í ágætri
stöðu, sem hann kunni vel við og
hafði áhuga á öllu, sem vert er að hafa
áhuga á. Hann var á þrítugasta og
fimmta aldursári og síðast en ekki sízt
var hann nýgiftur og konan talin góð-
ur kvenkostur.
Hann bauð mér heim til kvöldverð-
ar og hringdi heim til sín úr blaðsölu-
skúr. Hann fræddi mig á því, að kon-
an sín væri slæm í fæti, svo að hún
yrði að sitja að mestu.
Nú hugsaði ég: Ef til vill er það
þess vegna, að hann verður stundum
þunglyndur. Kannske það sé eitthvað
alvarlegt með fótinn á frúnni.
Þau bjuggu mjög skemmtilega.
Snotur vinnukona tók á móti okkur
í forstofunni og sagði, að maturinn
væri tilbúinn. Frúin sat við borðið;
hún rétti mér brosandi höndina og jós
upp súpunni. Ég fann, að hún var geð-
felld og fögur kona. Við urðum góðir
vinir áður en kvöldið var úti.
Það var ekki minnzt á slæmskuna í
fætinum. Maður er ekki vanur að vera
að minnast á það, sem áfátt kann að
vera við þá, sem maður hittir í fyrsta
sinn. Ég var þar tíður gestur seinna
um sumarið. Stundum kom hann með
mér út á eftir, en alltaf einn. Ég
heyrði, að það væru fleiri en ég, sem
undruðust, að hann skyldi aldrei fara
með konuna út með sér. En konuna
þekktu fáir, hún var aðflutt, var frá
smábæ þar skammt frá.
Þegar ég kom aftur til borgarinnar
eftir árs fráveru, var vinur minn skil-
inn við hina fögru frú sína. Ég skildi
hvorki upp né niður, en hann sagði
bara: — Það hafði sínar orsakir. Þetta
var mér að kenna.
— Önnur kona, hugsaði ég. Grunur
minn varð að vissu, þegar ég sá hann
með lítilli og heldur ósélegri dömu með
ljóst hár og spékoppa. Þau giftu sig
líka eftir viðeigandi tíma. Þau virt-
ust eiga vel saman, og hún beið alltaf
eftir honum, þegar hann kom af skrif-
stofunni, og hékk í handleggnum á
honum og starði beint upp til að sjá
framan í hann. Hann var að vísu ekki
hár, en hún var svo lítil og kringlótt,
að maður hlaut að brosa.
Ég gat aldrei hætt að hugsa um
fyrri konuna hans. Við höfðum orðið
góðir vinir í nokkrum kvöldverðar-
boðum. Já, — það kom fyrir, að ég
hugsaði meira en lítið um hana.
Eitt vorkvöld rákumst við næstum
því saman. Hún roðnaði eins og ung-
mey, stóð vandræðaleg augnablik,
hneigði sig síðan og rétti mér höndina.
Fögur var hún enn, en — stór var
hún. Það getur verið, að ég hafi séð
hærri konur, en ekki mragar. Mér
fannst ég allt í einu vera orðinn eins
og dvergur. Við gengum saman upp
götuna. Nokkrir kunningjar gengu
framhjá — og brostu. Þeir brostu á
alveg sérstakan hátt. Mér satt að segja
líkaði það ekki. En mér féll vel við
frúna, það var enginn vafi.
Ég bauð upp á kvöldverð á þægi-
legu veitingahúsi, en ekkert langaði
mig til að ganga úti á götu, þar sem
allir gátu séð okkur. Kvöldið var
skemmtilegt og ég gleymdi því næst-
um, að hún var svo hávaxin. Við
skildum þar á veitingahúsinu það
kvöld.
Við borðuðum saman á veitinga-
húsinu allt vorið og sumarið, en alltaf
skildi ég við hana þar. En á kvöldin
fór ég heim til hennar, og það fór vel
á með okkur, — mjög vel.
Það var einn regngráan september-
dag, að ég bað hennar. — Heyrðu,
sagði ég, — eigum við ekki bara að
gifta okkur? Við eigum vel saman, og
þér fellur kannske vel við mig með
tímanum.
— Kjáni, sagði hún, — mér fellur
vel við þig og þú veizt það. En . . .
— En? sagði ég.
— Jú, þú veizt það líka, sagði hún,
— ég kæri mig ekkert um að leika
sorgarleikinn upp aftur. Þú vissir, að
hann kvaldist, af því að hann var svo
lítill, hann þorði ekki að láta sjá sig
með mér úti, en kvaldi mig til að sitja
inni og sitja á stól, þegar þú komst.
Það kom enginn annar til okkar, eng-
inn. Ég sé það allt fyrir mér eins og
26