Samvinnan - 01.09.1956, Side 30
skrúðgangan framhjá, er lýkur, og
mér er forvitni að sjá, hvort enn verði
konan með útrétta arma eftir fjóra
tíma.
Strax er ég heyri hinn annarlega
hljóðfæraslátt, sem mér finnst að sínu
leyti jafn leyndardómsfullur og sjálf
hin þögla fylking, tek ég mér sæti við
gluggann. Enn dansa gæðingarnir, og
enn logar á öllum hinum gríðarstóru
kertum, og enn er sama dularróin yfir
kuflbúnum fólksstraumnum. Með
vissu millibili eru styttur og líkneski
borin. Oft eru það gríðarstórar sam-
stæður, sem standa á mildum vögnum
eða pöllum, sem þrjátíu til fjörutíu
menn ganga undir. Styttur þessar sýna
píslarsögu Krists, en fegurst allra er
Maríulíkneski, í fullri stærð, undir
silkihimni, og mörg hundruð logandi
kerti í kring. Þung og fellingamikil
silkiklæði falla niður frá fótstallinum
á götuna, og verður varla séð hvaðan
styttan fær hreyfingarorku. En undir
pallinum eru tugir manna, sem bera
hana, og sjást ekki fyrir klæðinu.
Og enn sé ég hina berfættu, og þá,
sem draga keðjuna, og enn gengur
konan með útrétta arma.
Hver sókn í borginni leggur til sinn
ákveðna hóp manna, og hefur hver
sókn sérstakan búning hvað lit og efni
snertir en allir búningar eiga það sam-
merkt, að þeir eru kuflar og háar
strókhettur. Sumir söfnuðir klæða sína
menn strigakuflum og girða þá snær-
isbeltum, og ganga þeir um eins og
munkar með lugt í hendi. Aðrir klæð-
ast litríkum kuflum og hinum fegurstu
og sumir eru borðalagðir og piýddir
gylltu skrauti.
Þrátt fyrir þann helgiblæ, sem prest-
ar og helgimyndir gefa þessari miklu
göngu, er hún engu að síður byggð
upp til augnayndis; því valda hinir
skrautlegu búningar. Auk presta,
munka og sóknarbarnanna í kuflun-
um, eru þarna yfirmenn kirkjunnar,
biskupar og kardínálar, í hverjum
skrúðanum öðrum skrautlegri. Þá eru
þar yfirmenn hersins, í búningum engu
síðri, og hér og hvar eru litríkar hljóm-
sveitir hersins, sem leika göngulög auk
kirkjusöngva. Þá eru æðstu menn
landsins og borgaryfirvöld í einum
hóp, og klæðast einkennisbúningum,
þeir, sem þá eiga.
Ekki er rómantík heldur útilokuð.
Hinir dularfullu hettumenn beygja
sig oft að litlum börnum, sem standa
utarlega á gangstéttinni, klappa þeim
á kollinn eða gefa þeim sælgætismola.
Rétt hjá mér er ung og falleg stúlka
f fylgd með móður sinni. Allt í einu
nemur hár og herðibreiður kuflberi
staðar, augu hans, svört og gneistandi,
stara á stúlkuna, sem horfir á móti.
Þá teygir kuflberi fram höndina og
lætur þrjár litlar hnetur falla í lófa
stúlkunnar, sem beygir höfuð sitt og
roðnar. En augu hennar, svört og skín-
andi eins og hrafntinnusteinar úr
Dómadalshrauni, speglaðir í Frosta-
staðavatni, lokast andartak á meðan
hún spyr sig, hvort hún muni nokk-
urntíma sjá hinn óþekkta aðdáanda.
Skyndilega fer þytur um áhorfenda-
hópinn. Kardínálinn, gamall maður,
hrumur, missir kerti sitt. Örstutta
stund stendur hann kyrr, en áður en
hann beygir sig er annað kerti komið
í hönd hans. Vökult auga hjálpar-
sveinsins hefur séð hvað gerðist, og
þegar hann er búinn að fá kardínálan-
um kerti sitt, beygir hann sig eftir
hinu, sem á jörðinni liggur. Og kardín-
álinn heldur áfram eins og ekkert hafi
í skorizt.
En hvað um kuflberana berfættu?
Hvað um manninn, sem berfættur
dregur kaðalspotta, og hinn, sem
dregur keðjuna? Hvað um konuna,
sem í fjóra tíma gengur berfætt um
götur borgarinnar með útrétta arma í
axlarhæð, dragandi á eftir sér gilda
keðju? Hvað um þau?
Þau eru síðari hluti sögu minnar.
Þau eru fólk, sem efna áheit, ekki með
peningagjöfum, heldur með því að
pynda holdið í gömlum stíl. Hinir ber-
fættu kuflingjar eru að sýna fólki
bænheyrzlu Maríu guðsmóður, þeir
eru að votta henni þakklæti sitt fyrir
stöðu, sem þeir fengu, fyrir góða upp-
skeru, fyrir rigningu, sem kom, þegar
vínviðurinn var að því kominn að
skrælna. Maðurinn, sem dregur á eft-
ir sér kaðalinn, er að efna áheit, sem
hann gerði, þegar móðir hans var
veik, hinn, sem dregur keðjuna, lof-
aði presti sínum að leggja þessa pynd-
ingu á sig næsta skírdag, ef kona hans
fengi bata.
En það vantar marga lofendur í
þessa skírdagsgöngu. Það vantar þá,
sem fullir örvæntingar fóru til prests
síns og hétu að bera sinn kross á ýmsa
(Framh. d bls. 41)
R É T T I R
Kveður í runni og kvakar í mó
kvikur þrastasöngur,
eins mig jýsir alltaj þó
ajtur að jara í göngur. — J. H.
Nú eru göngur og réttir nýajstaðn-
ar um allt land. Þúsundum saman hej-
ur jénu verið sópað niður aj hinum
víðáttumiklu ajréttarlöndum og við
skuLum vona, að vel haji smalazt. —
Margir telja til jjallferðarinnar og
hafa varla eyrð í sínum beinum ejtir
að búið er að skrija jjaUseðilinn, enda
er þar jajnan líj og jjör. Ojt er þó vos-
búð í slíkum jerðum og veður válynd
á örœfum, ejtir að genginn er miður
september. En allt um það er jlestum
jarið sem Jónasi, að þá jýsir „ajtur að
fara t göngur.“
Réttadagurinn er í hverri sveit há-
tíðisdagur með sérstökum hætti. Það
vekur sérstaka stemningu að sjá jjár-
breiður renna niður hlíðar og heyra
hundgá, ja-rm og köll. I réttirnar jara
allir, sem vettlingi geta valdið, börn
og gamalmenni, og helzt á hestum. —
Réttir skulu hejjast, þegar markljóst
er, segir í jjallseðlinum, en því er nú
ekki jramjylgt bókstajlega. Eigi að
síður er byrjað snemma að draga. —
„Fjallmenn að reka inn,“ kallar jjall-
kóngurinn og almenningurinn er jyllt-
ur ajtur og ajtur, unz attt er uppdreg-
ið. Þá er að bjóða upp ómerkinga, sem
er sérlega spennandi. Menn setjast
undir réttarvegg, fá sér jlís aj hangi-
kjöti og í réttum er vasapelinn ómiss-
andi hlutur. Það eru engar réttir, ej
ekki er tekið lagið og stundum syngja
margir kórar í einu:
Nú er ég kátur najni minn,
nú er ég mátulegur.
Það eru ekki réttir nema einu sinni
á ári, segja menn, og svo er jéð rekið
heim og komið við á hverjum bce.
Nú á tímum er réttabattið sjálj-
sagður hluti í dagsins önn, en þrátt
jyrir skemmtanalíj og breyttar að-
stceður á margan hátt, haaj þó sjálj-
ar réttirnar œvinlega sitt aðdráttarajl.
Hér eru nokkrar svipmyndir úr
Klausturhólarétt í Grímsnesi og Skajt-
holtsréttum í Gnúpverjahreppi, sem
sýna vel svip þessa hátíðisdags í starji
og gleðskap. — GS.
30