Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 45
ÞESSA DAGANA er á siglingu langt
suður við lönd stærsta skip íslendinga,
hið nýja olíuskip samvinnumanna.
Fjörutíu íslenzkir sjómenn hafa fengið
ágæta atvinnu og á næsta ári mun helm-
ingur þeirra milljóna, sem þjóðin hingað
til hefur greitt til erlendra skipaeigenda
fyrir oliuflutninga, renna til þess að
greiða niður íslenzk skip og launa ís-
lenzka sjómenn. Þetta er mikið skref, því
að olíuflutningar eru eitthvert dýrasta og
ævintýralegasta svið allra siglingamála.
MILLJÓNIR HAFA TAPAZT. Það var
ekki seinna vænna, að íslendingar létu
hendur standa fram úr ermum á því
sviði, enda hefur þjóðin þegar tapað
milljónum króna á því, að SÍS og Olíufé-
lagið ekki fengu að kaupa slíkt skip. Vil-
hjálmur Þór hafði þá tilboð um sænskt
skip og gat útvegað lán til kaupanna, en
stjórnarvöld hér heima fengust ekki til
að veita leyfi. Annað hvort hafa menn
ekki skilið slikan stórhug að kaupa þrisv-
ar sinnum stærra skip en Tröllafoss, —
eða það hefur rekizt á einhverja hags-
muni, að samvinnumenn fengju að ríða
á vaðið í þessu máli. Hvað sem olli, þá er
þjóðin nokkrum milljónum fátækari fyrir
þann drátt, sem varð á kaupum slíks
skips.
Á SAMA HÁTT má segja, að það komi
betur í ljós með hverjum degi hvílík gæfa
það var aö kaupa hið nýja skip nú.
Nokkrum vikum eftir að SÍS og Olíufélag-
ið festu kaupin, hefði verið hægt að selja
skipið aftur með miklum gróða. En til
þess var leikurinn ekki gerður. Þetta skip
getur flutt rúmlega helming alls benzíns
og olíu, sem Islendingar nota, og það
verður hlutverk þess á komandi árum.
ÁSTÆÐAN TIL ÞESS, að hægt hefði
verið að selja skipið svo fljótt með gróða,
er hin sama sem veldur hinum gífurlegu
hækkunum á farmgjöldum fyrir olíu.
Undanfarin ár hefur olíunotkun víðs
vegar um heim aukizt gífurlega mikið.
Þetta stafar bæði af minnkandi kola-
framleiðslu og auknum iðnaði og heim-
ilisnotkun olíu. Nú hafa skipasmíðastöðv-
ar um heim allan keppzt við að smíða
olíuskip til að flytja alla þessa olíu, en
þær hafa ekki haft við. Ástæðan til hækk-
andi flutningsgjalda og hækkandi verðs
olíuskipa, er hreinlega þessi: flutninga-
þörfin hefur vaxið hraðar en olíuskipa-
ílotinn.
BIFRÖST BEÐIN AFSÖKUNAR. Einn
af hæstráðendum til sjós og lands hjá
SÍS, sá sem svarar fyrir sumarstarfsemi
Bifrastar, lét brúnir síga, þegar hann
hitti ritstjóra Samvinnunnar nýlega.
— Nú er ástandið orðið slæmt, sagði
hann, þegar Mánudagsblaðið er orðið
betra við SÍS heldur en sjálf Samvinnan!
Ha? datt út úr ritstjóratetrinu.
— Já. Mánudagsblaðið viðurkennir, að
Blfröst sé fyrsta flokks veitinga- og gisti-
hús, þó hún sé „þvi miður“ eign Sam-
bandsins. En Samvinnan stimplar Bifröst
sem þriðja flokks gistihús!
Haaa? datt út úr ritstjóratetrinu.
— Ég fæ ekki betur séð i grein Þor-
steins Jósefssonar, en að öll íslenzk gisti-
hús séu undantekningarlaust stimpluð
þriðja flokks á alþjóðlegan mælkvarða,
og það þykir okkur harður dómur um
Bifröst.
— Þetta er einhver misskilningur, taut-
aði ritstjóratetrið.
— Nei, þetta stendur skýrum stöfum í
Samvinmmni.
Ritstjóratetrið, sem hefur margsinnis
notið gómsætra rétta og sofið svefni
hinna réttlátu í þægindum og vellysting-
um Bifrastar, varö orðlaus. Það reyndist
sem sé rétt, að Þorsteinn kollega Jóseps-
son hafði tekið munninn helzt til fullan
um sumarhótelin, þvi Bifröst er svo sann-
arlega hið boðlegasta hverjum sem er og
á hvaða mælikvarða sem er. Verður Sam-
vinnan því opinberlega að ávíta Þorstein
og sjálfa sig fyrir þessi mistök og lofa bót
og betrun.
í BYRJUN september kom til landsins
með m.s. Helgafelli sænski samvinnu-
maðurinn Thorsten Odhe, sem íslend-
ingum er að góðu kunnur. Odhe kemur
hingað í boði SÍS og mun ferðast nokk-
uð um landið og að því búnu mun hann
skrifa bók um ísland og framgang sam-
vinnustefnunnar hér á landi.
Thorsten Odhe kom hér árið 1935 og
íerðaðist þá um landið. Eftir þá för skrif-
aði hann bókina „Det Modema Island
och dess Kooperation", sem Jón Sigurðs-
son í Yztafelli hefur þýtt á íslenzku. Það
var mjög góð íslandslýsing og greinar-
góð heimild um upphaf og þróun sam-
vinnustefnunnar til þess tíma. Odhe kom
hér aftur í fyrra og fékk þá áhuga á því,
að taka til þar sem áður var frá horfið
og tók með áhuga boði Sambandsins.
Thorsten Odhe.
Odhe er þekktur samvinnumaður og
eyðir gjama sumartímanum til ferða-
laga og kynnir sér þá um leið þróun sam-
vinnumálanna. Hann var nýlega í Israel
og skrifaði bók um samvinnuhreyfinguna
þar í landi.
í þessu sambandi kvað Odhe það
mundi mikinn lærdóm fyrir þjóðir, sem
skemmra eru komnar, að kynna sér fram-
gang samvinnustefnunnar hér, og mun
hann rita bók sína á þeim grundvelli.
Bókin mun koma út bæði á ensku og
sænsku, en óráðið er um frekari útgáfur.
Smásagnasamkeppnin
(Frh. af 2. síOu)
Jón Dan hefur gert þessu góð skil og
birtist hér í blaðinu frásögn hans,
„Dymbilvika í Palma“, þar sem Jón
lýsir á skemmtilegan hátt hvernig
fólkið pyntar hold sitt að fomum sið
einu sinni á ári, guði og heilagri
Maríu mey til dýrðar og þakklætis,
til að endurgjalda eitthvert meðlæti,
sem því hefur hlotnazt á árinu.
45