Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 3
r v. ísland og fríverzlunarsvæðið Islendingar munu sennilega standa andspænis því á næstu vikum eða mánuðum að taka einhverja mestu á- kvörðun um efnahagsmál sín, sem tekin hefur verið. Hún verður þess efnis, hvort Island vilji gerast aðili að fríverzl- unarsvæði Evrópu eða ekki. Er því tími til kominn, að mál þetta sé rætt opinberlega og almenningur geri sér grein fyrir því. Tilgangur fríverzlunarsvæðisins verður að brjóta niður tollmúra milli þátttökuríkjanna og skapa þannig tollfrjáls- an markað um 300 milljón manna. Mundi svo mikil og svo frjáls verzlun án efa hafa stórkostleg áhrif til heilbrigðrar framþróunar á þessu svæði, enda sýna til dæinis Banda- ríkin, hversu hagkvæmt það er allri framleiðslu að hafa mikinn markað. Einfalt dæmi skýrir þetta mál. Ef Island væri tvö ríki, Norðausturland og Suðvesturland, mundu til dæmis mjólkurbúin á Norðurlandi þurfa að greiða tillag af ost- um og smjöri, sem þau sendu til Reykjavíkur. Það er hætt við að þau mundu ekki standast samkeppni við sunn- lenzku búin, sem ekki þyrftu að greiða þessa tolla. Þá mundu norðlenzku búin annaðhvort fá miklu lægra verð eða draga saman seglin og bændur um mestallt Norður- land verða fyrir skakkaföllum. Þetta hefur ekki gerzt, af því að allt Island er einn markaður og því geta bændur á Norðurlandi miðað framleiðslu sína verulega við Reykja- víkurmarkað. v Eins er þetta í stærri stíl milli þjóða. Með stórum, opn- um markaði geta þeir, sem aðstæður hafa, framleitt í stórum stíl og þar af leiðandi oft framleitt ódýrt. Þannig mundi aðstaða íslenzka fiskjarins á 300 milljón manna Evrópumarkaði stórbatna, ef fríverzlunarsvæðið kemst á laggirnar og ísland verður þátttakandi. Það liggur í augum uppi, að því eru fylgjandi miklir örð- ugleikar fyrir íslendinga að taka þátt í slíkum samtökum, og ekki síður að standa utan við þau. Þess vegna er málið svo alvarlegt og afdrifaríkt. Ríkisstjórnin mun hafa fylgzt vandlega með máli þessu frá byrjun og kynnt sér allan gang þess. Um það hefur mikið verið deilt ytra, hvort fiskur og landbúnaðaraf- urðir verði teknar með í þeim vörum, sem fríverzlunin nær til, og skiptir það höfuðmáli fyrir Islendinga, hvernig. því máli lyktar. Er of snennnt að segja nokkuð um það á þessu stigi. Þá munu fulltrúar Islands í viðræðum og und- irbúningi þessa máls hafa gert ítarlega grein fyrir sér- stöðu landsins í efnahagsmálum og þeim skilyrðum, sem þátttaka íslands mundi óhjákvæmilega bundin, ef til kæmi. «.** Milli 40 og 50% af utanríkisverzlun Islendinga er við þau lönd, sem hér um ræðir í Vestur- og Norður-Evrópu. Ef fríverzlunarsvæðið verður stofnað (fiskur meðtalinn), mundi það verða gífurlegt áfall fyrir þjóðina að missa þann markað og þær vörur, sem frá þessum löndum eru keyptar. Hins vegar eru ýmsar þær aðstæður, sérstaklega í ís- lenzkum landbúnaði og iðnaði, sem verður að vernda og varðveita, ef gengið verður í þessi nýju samtök. Einnig er þess að gæta, að slík þátttaka mundi gera óhjákvæmilegt að gerbreyta ýmsum atriðum íslenzks fjármálalífs og tekjuöflunar ríkissjóðs. A þessu stigi er að sjálfsögðu ekkert hægt að segja um það, hver afstaða Islendinga á að verða. Þegar þetta er skrifað, hafa enn ekki verið gefnar opinberlega þær upp- lýsingar, sem gera landsmönnum kleift að hugsa málið til hlítar. Vonandi fást á næstu vikum um það meiri upp- lýsingar, svo að það skýrist í augum almennings. En þeg- ar má benda mönnum á þá staðreynd, að hér er stórmál á ferð, sem enginn má láta framhjá sér fara. Samvinna þjóða er að aukast ár frá ári, og sú öld er liðin, er ísland var og gat verið einangrað. SAKVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.