Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 40
fundvís á það, hvar hreyfanlegt fjár- magn var fyrir. Menn, sem fylgdust nokkuð með fjáraflastarfsemi hans, vissu að ríkir menn úr mörgum stétt- um keyptu hlutabréf í fyrirtækjum, sem hann mælti með. Það voru vís- indamenn, allskonar fésýslumenn, að- mírálar, herforingjar og lávarðar. Hvaðan kom íslenzku þjóðskáldi máttur til að hreyfa á þann hátt hjól fjármálanna í framandi löndum? Ein- göngu yfirburðir hans. Maðurinn var hinn gerfilegasti og höfðinglegasti í allri framgöngu, stórgáfaður, fjöl- menntaður, fyndinn, gagnrýninn og markviss. Enginn Islendingur stóð honum framar í þeirri gestrisni og kurteisi, sem bræðir hugi manna. Eng- inn var kaldari og sárbeittari í svör- um og framkomu, þegar það átti við. I veizlum með tilhaldsmönnum sner- ust hugir gestanna um hann. Menn urðu að horfa á og hlusta á þennan yfirburðamann, sem sýndist vita allt og geta allt. .... Bændafólkið hafði haldið lif- andi kyndli menningarinnar á neyð- aröldunum. A vörum þess hafði móð- urmálið lifað. Skáldið fann sárt til þess, að bóndinn nyti ekki þeirrar virðingar, sem stéttin átti skilið: Er ei bóndans frelsi fórnað fyrir þjónsins rétt, lægst á bekkinn lágu stjórnað landsins óðalsstétt. I sama kvæðinu, „Minni Islands 1901“, sér Einar Benediktsson með spámannsaugum, að þessi stétt á ekki að sitja á Iægsta bekk, heldur leggja blómsveig yfir hið vanræktaða land: Auðvald bænda af oss heggur eyðidrungans bönd, sveig af rækt um landið leggur, lífgar dauðans strönd. Um lífsskoðun Einars Benedikts- sonar segir J. J. þetta: .... „I þessum ljóðum hans (þ. e. Hafblik) koma fram allir megin þætt- ir í lífsskoðun E. B.: Ættjarðarást hans og þjóðrækni, dýrkun móður- málsins, djúp virðing fyrir hetjulund kvenna, trúin á mátt vélanna og auð- magnsins, en umfram öllu öðru til- finningin fyrir hinu órjúfanlega sam- hengi í alheiminum: . . . Milli lægsta djúps og hæstu hæðar heimssál ein af þáttum strengi vindur. Höf. ber saman algyðishugsjón tveggja stórskálda. I trúarþjáning sinni hafði Matthías Jochumsson lýst algyðishugsjón sinni í þessum ljóðlínum: „Dæm svo mildan dauða drottinn þínu barni eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, — eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali.“ Hringrás efnisins í hinum sýnilega heimi er í augum Matthíasar Joch- umssonar táknræn um hina skamm- vinnu burtför mannssálarinnar frá uppsprettu lífsins. — Dropi hafsins lyftist á heitum degi og verður að skýi, kólnar og fellur til jarðar sem regn eða snjór, myndar lækinn, sem hverfur aftur í skaut hins mikla út- hafs og er þá kominn heim. I Ijóðum Einars Benediktssonar má segja að þessi lífsskoðun, algyðistrú- in, gangi gegnum alla list hans eins og rauður þráður. — Þegar hann dá- ir fegurð landsins og Mývatnssveitar í Slútnesi, lýsir hann trú sinni með þessum einföldu orðum: Eg veit að allt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt, dauðleg, eilíf og ótalþætt um afgrunns og himins slóðir. .... Þegar menn lesa ljóð Einars Benediktssonar, mega menn minnast þess, að gimsteinar hans eru dýru verði keyptir. — Til þess að geta gef- ið ljóðum sínum dýpt og þrótt varð skáldið að fórna miklu: Þeirra vegna fór hann í útlegð og víkingaferðir. Þeirra vegna eignaðist hann aldrei heimili í eiginlegum skilningi. Þeirra vegna dreifðist ættbálkur hans um fjarlæg lönd. Þeirra vegna gekk hann að lokum einn og óstuddur út yfir landamerki hins glaða jarðlífs, sem hann hafði unnað svo mjög.“ .... Nú skal staðar numið. — Hér er öll frásögn í ljósum og lifandi dráttum, um leið og vitnað er í ljóð E. B. og þau útskýrð í samræmi við lífsskoð- un skáldsins og tíðarandans. Mér og mörgum öðrum finnst, að það þurfi að lesa þessar1) bækur í öll- um ungmennaskólum landsins til að mennta æskuna í þjóðlegum fræðum og til að sýna ungu kynslóðinni, að kennslubækur eru stundum svo vel gerðar, að það þarf ekki að hafa neitt fyrir að nema þær. — Þessháttar vinnubrögð og slíkir menn eru „salt jarðar“. l) Þ. e. E. B. og íslandssagan. Olafur Sigurðsson, Hellulandi. Jóhann Jónsson (Framh. af hls. 8) Vögguvísa. Þey, þey og ró þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg, værðar þú njóta skalt. Þey, þey og ró, þögn breiðist yfir allt. Ég man þig. Eg man þig, man þig enn þótt tíðin sé nú tvenn. Ár varð að árum, sár varð að sárum. , Ég ann þér enn. Hvert haust féll hrím á grund. Hvert vor bar lauf í lund. Hjarta míns unað einn hef ég munað um alla stund. Ég ann þér, ann þér enn, mín ást var aldrei tvenn. Sár minna sára, tár minna tára, þér ann ég enn. Ég hef drukkið. Ég hef drukkið af daganna lindum dánarveig allra harma. Ég hef teygað mig sælan af syndum — sofið og dre vmt. Ég hef siglt fyrir öllum örlagavindum — grátið — og gleymt. 40 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.