Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 5
götuhornum, hafði þó farið fram áður, er til þessa fundar var boðað. Ungur piltur, héðan heimanað. Þór- arinn Pétursson að nafni, hafði þá nýkominn úr Samvinnuskólanum, — vakið máls á því við ýmsa góða menn, þá strax um vorið, hversu mikla nauð- syn bœri til að stofna hér verzlun — og það á samvinnugrundvelli, til að freista þess að bæta úr því ófremdarástandi sem hér ríkti í verzlunarmálum. — Ar- angurinn af „spjalli“ þessa unga manns, var þessi fundur, sem boðaður hafði ver- ið sem stofnfundur Kaupfélags Hellis- sands. Innan þessa fámenna hóps má sjá ýmsa við aldur, með sæbarin andlit og sigggrónar hendur, — aðra yngri. vart á miðjum aldri, en allir eiga það sameig- inlegt að vera hertir af harðri lífsbar- áttu í skóla lífsins. Er við skyggnumst betur um, getum við séð þarna bændur, sjómenn og verka- menn hlið við hlið. Þarna er Þorvarður í Skuld, Agúst bóndi á Saxhóli, Þorsteinn Þorsteinsson. Pétur Kr. Pétursson á Ingjaldshóli, Guð- laugur skóari, Jón á Kjalveg, Guðmund- ur í Klettsbúð, bræðurnir Guðbjörn og Danelíus Sigurðssynir, Hjörtur Cýrus- son. Magnús í Asgarði, Hans á Selhóli. Pétur í Artúni og allmargir fleiri. Rúm 60 ár voru þá liðin frá því, að félag manna hér við Breiðafjörð gerði út skip til Björgvinjar með íslenzkan varn- ing — en fékk aftur útlendan til að verzla með hér heima — en hálf öld var liðin síðan þingeyskir bændur stofnuðu kaupfélag fyrstir manna hérlendis. Lög fyrir Kaupfélag Hellissands voru samþykkt og undirrituð af hinum 20 stofnendum — og stjórn kjörin, en hana skipuðu: Form. Þorvarður Þorvarðsson, vara- form. Agúst Þórarinsson, ritari Þor- steinn Þoi’steinsson, meðstjórnendur Pét- ur Kr. Pétursson og Guðlaugur Sigurðs- son. I varastjórn voru kjörnir: Jón Þ. Jó- hannesson, Pétur Guðmundsson og Guðbjörn Bergmann Sigurðsson. Endurskoðendur: Ilans Jónasson og Magnús Jónsson, til vara: Magnús 01- afsson og Danelíus Bergmann Sigurðs- son. Þetta voru fyrstu embættismenn hins nýstofnaða kaupfélags. Á þessum stofnfundi var samþykkt að senda þá Þorvarð Þorvarðsson og Þór- arin Pétursson til Reykjavíkur til við- ræðna við stjórn SÍS — um viðskipti fé- lagsins og SÍS í framtíðinni — og einnig Þannig var umhorfs i Rifi áður en framkvcemdir hófust þar. Þessi mynd er tekin á sama stað og myndin að ofan og f>ar sést, hvernig Landshiifnin i Rifi litur nú út. SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.