Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 4
Bið ég guð, að byggist upp blessað Snæfellsnesið 25 ár síðan stofnað var undir Jökli kaup- félag á rústum tveggja selstöðuverzlana Árið 1932 var athyglisvert ár — margra hluta vegna. Hin geigvænlega atvinnu- og fjárhagskreppa þjakaði all- an hinn vestræna heirn — hvert sem litið var. — Á stjórnmálasviðinu — ut- anlands sem innan, brostu stjórnmála- mennirnir til hægri, og gömnuðu sér við stormsveitarbros þýzku nazistanna, sem voru í þann veginn að setjast á valdastól Þýzkalands. Gamlar flokkaskipanir hinna ýmsu landa V.-Evrópu riðluðust — ósamkomu- lag á stjórnmálasviðinu óx. — Stjórn- málamennirnir voru helzt ekki sammála um neitt — nema þá helzt það eitt — að vera ósammála. — Hér á íslandi kom hægrabrosið fram í fyrstu samstjórn Framsóknarfl. og Sjálfstæðisflokksins undir forsæti Ás- geirs Ásgeirssonar. — Það gerðist ári eftir einn hinn mesta kosningasigur, sem Framsóknarflokkurinn hafði nokkurn- Undir Ólafsvikurenni. eftir Teit Þorleifsson, kennara tíma unnið — sem var hreinn meirihluti á alþingi. — Islenzkur verkalýður, sem þá var lítt þroskaður félagslega — reyndi að treysta raðir sínar — en þar reið húsum, fjandi sundrungar og tor- tryggni, svo félagslegum samtökum verkalýðsins var stór hætta búin — en atvinnuleysi og bágborin kjör hinn trvggi förunautur bæja og þorpa hvar sem var á landinu. Hið ægilega fárviðri, sem fylgdi á eftir verðbréfahruninu mikla, sem gekk vfir Wall street í október 1929, — orsakaði óstöðvandi hrun alls verðlags — og hafði í för með sér samdrátt í framleiðslu — og þar af leiðandi atvinnuleysi. Fjár- hagslíf hins borgaralega heims hafði gengið úr skorðum. — Þótt fárviðri þetta næði ekki til Is- lands fyrr en upp úr 1930 — urðu af- leiðingar þess, háskasamlegar smáþjóð, sem hafði einhæfan framleiðsluvarning. Árið 1932 var tímakaupið í vegavinnu 80 aurar og dagvinnan var þá 10 tímar og fiskurinn 10 aura kg frá bát. Það ár urðu bændur að sætta sig við 10—12 kr. verð fyrir dilkinn. — Tekjudálkur ýmsra þeirra, við verzlun þá sem skipt var við — varð harla léttvægur. — Ymsar verzl- anir römbuðu á barmi gjaldþrots — og römbuðu sumar alveg yfir um — aðal- lega þó — leifar og arftakar dönsku sel- stöðuverzlananna gömlu. Hér á Hellissandi, sem þá mun hafa talið um 550 íbúa, — fór þetta einmitt á þennan veg. — Útibú tveggja gamalla — þekktra verzlana, Tang & Riis og Sæ- mundarbúð, sem báðar höfðu höfuð- stöðvar sínar í Stykkishólmi — urðu gjaldþrota. — Þá var svo ástatt, að hér var vart hægt að telja að nokkur verzl- un væri. Að vísu var hér einn smákaup- maður, Daníel Bergmann — aðeins ó- farinn — og dálítið pöntunarfélag á veg- um verkamanna. Að öðru leyti urðu þorpsbúar að sækja nauðþurftir sínar til Olafsvíkur — á bátum. eða jafnvel sjálf- um sér, sem mun ekki hafa verið óþekkt fyrirbrigði. Hellissandur var þá algjörlega ein- angraður nema á sjó. Samgöngur á landi þekktust ekki — eins og hefur verið til skamms tíma — og flugsamgöngur vit- anlega ekki til. — Samgöngur á sjó voru og miklum erfiðleikum bundnar vegna algjörs hafnleysis staðarins. — Efnahag- ur manna var þröngur — þótt hann ætti eftir að verða þrengri síðar. Öll lífsaf- koma manna var bundin sjávarútvegin- um — eins og enn er hér. — Þannig var umhorjs 1932. Það var fagurt veður 18. júlí 1932 — fyrir réttum 25 árum. Sólin sendi síð- ustu geisla sína á glampandi skalla Snæ- fellsjökuls — um leið og hún sjálf hneig rauðglóandi í hafið norður undir Látra- bjargi. I litln og hrörlegu húsi, norðan undir Jöklinum, sem kallað var Bamaskóli Hellissands — og stóð hér upp með Höskuldsá — voru 20 menn samankomn- ir. Þeir voru ekki samankomnir þarna, til að dást að fegurð himinsins — nei, þeir voru þarna staddir í þeim tilgangi að stofna verzlunarsamtök — sín eigin verzlunarsamtök á samvinnugrundvelli, kaupfélag, er hlaut nafnið Kaupfélag Hellissands. Ýmiskonar undirbúningur og viðræð- ur manna á milli, í heimahúsum og á 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.