Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 18
GETUR DÁLEIÐSLA LEYST GÁTUNA UM LÍF OG DAUÐA? „Og nú — nú eruð þér stór séffer- hundur. — Röddin er há og hvell og þér hlaupið um á veginum og geltið. Hár og myndarlegur náungi í grá- um fötum leggst á fjóra fætur og byrjar að gelta án afláts og hlaupa um gólfið. Þar sem hann er af unga aldri, er mjög athyglisvert, hversu liðugur hann virðist og eldsnar í hreyfingum. Hann þýtur um gólfið og þefar, finnur bein og tekur til að naga það. Margir hafa haft tækifæri til að sjá eitthvað þessu líkt á opinberum dáleiðslusýningum. Þeir hafa séð ung- ar og feimnar stúlkur verða að götu- drósum með klúryrði á munni. Þeir hafa séð stóra og sterka menn máta „lítinn sætan hatt“ fyrir framan spegil, sem auðvitað var alls ekki til og virðulegar frúr gagga eins og hæn- ur. Menn hafa oft við slík tækifæri neitað að trúa sínum eigin augum. Sannleikurinn er þó sá, að þvíum- líkt er langt frá að vera það merki- legasta við vísindi þau, sem kölluð eru dáleiðsla. Læknar nota dáleiðslu til að greina sjúkdóma, sem á annan hátt hefur ekki tekizt að greina. Sál- fræðingarnir nota hana til að Ijúka upp dyrum að dýpstu leyndarmálum hinnar mannlegu sálar. Og nú á síð- ustu ánim hafa vísindamenn notað dáleiðsluna til að svara hinni æva- fomu spurningu: Lifir maðurinn að eilífu? — Fæðist hann aftur og aftur hér á jörðinni? Menn hafa þekkt dáleiðslu í mörg þúsund ár. Heimildir eru um slíkt frá hinu forna Babíloníuríki fyrir fimm þúsund ámm. Æðstu prestarnir í Grikklandi hinu fornu, gátu öðlast svonefndan „hofsvefn“ með því að stara í kristalskúlu. A miðöldum bregður fyrir frásögnum af dáleiðslu, aðallega í sambandi við galdramál, og yfirleitt var dáleiðsla sett í sam- band við trúmál og eitthvað yflr- náttúrlegt. Það var læknir í Vínarborg, Franz Anton Mesmer, sem árið 1774 ákvað fyrstur manna að framkvæma gagri- gera rannsókn á þessu fyrirbrigði. Hann gerði fjölda tilrauna með dá- leiðslu í starfi sínu og náði brátt góð- um árangri með sjúkdómsgreiningar. En lækningaaðferðir Mesmers ollu miklum deilum meðal starfsbræðra hans þar í Iandi, svo að Mesmer, varð að lokum að flýja til París. Þar varð hann fljótlega frægur fyrir „krafta- verkalækningar“ og græddist fé. En valt er veraldargengið og þessi gáfaði og framsýni maður féll einhverra hluta vegna í áliti meðal Frakka og hann dó í örbirgð árið 1815. Mikið orð fór samt sem áður af dáleiðslutilraunum Mesmers og fjöl- margir læknar og vísindamenn í Evrópu urðu til að halda áfram eftir dauða hans. Drýgstan skerf til mál- anna lagði franski taugalæknirinn, Jean-Martin Charcot, sem á seinni hluta nítjándu aldarinnar gerði mjög umfangsmiklar tilraunir með dá- leiðslu í þjónustu læknisfræðinnar- Charcot gerði tilraunir sínar á Salp- etriére-sjúkrahúsinu, þar sem hann var yfirlæknir og á þann hátt lækn- aði hann fjölda taugasjúklinga. Mönnum varð smám saman Ijóst, að ekkert var yfirnáttúrlegt eða dul- arfullt við dáleiðslu, það var aðeins sérstakt, sálarástand, sem hægt var að koma nærri hverjum manni í, og það á mjög einfaldan hátt. Nú á tímum vita menn orðið heil- mikið um dáleiðslu. Það má segja, að það eina, sem menn vita ekki um, er — hvað dáleiðsla raunverulega er. Um dáleiðsluna gildir það sama og- um rafmagnið: Það er hægt að dá- leiða mann og hafa gagn af því og það er hægt að framleiða rafmagn og hafa gagn af því og menn vita um áhrifin, en í raun og veru hafa menn óljósar hugmyndir um, hvað er að gerast. Menn þurfa að hafa eitthvert visst næmi til að dáleiðast, en sé það fyrir .4 þessari mynd heldur dávaldurinn iogandi eldsþýtu aö fingurgómum hins dáleidda. Hins vegar segir hann manninum, aö það sé ekki logandi á eldsþýtunni og hann finnur ekkert til og engin brunablaöra kemur. 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.