Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 29
viðarkol, fór fram úr og steig berum fæti á hina glóandi mola, en þeir voru næstum útbrunnir og glóðin slokknaði undir fæti hans. I næsta draumi fylgdi hann sjálfur, þögull og laumulegur, manninum eftir upp fjallastíginn og inn um gluggann. Hann hafði hníf í hendi og hann lagði honum fyrst í hjarta mannsins og síðan í hjarta konunnar, þar sem þau hvíldu hvort í annars faðmi. En Jiegar hann sá blóð þeirra spýtast fram og blandast er það rann ofan í rekkjuvoðina brenndi sú sjón augu hans eins og glóandi járn. Hálfvaknaður settist hann upp í flctinu og hugsaði: En ég þarf ekki afi nota hníf. Ég get kyrkt þau í greip minni. Þannig leið nóttin. Það var orðið bjart af degi Jregar dyravörður fangahússins vakti Angelo. „Svo þér gátuð sofið,“ sagði hann. „Þér treystuð gamla refinum. Ef þér spyrð- uð mig, ])á segði ég að hann hefði leikið yður grátt. Klukkuna vantar aðeins fjórðung í sex. A slaginu sex kemur fangavörðurinn með höfuðsmanninum og þeir taka þann fuglinn sem Jreir finna í búrinu. Presturinn kemur seinna. En gamla ljónið yðar kemur aldrei.“ Þegar Angelo greip merkinguna í orð- um dyravarðarins fylltist hjarta hans ó- umræðilegum fögnuði. Nú var ekkert að óttast framar. Guð hafði séð honum fvrir þessari leið út úr ógöngunum: dauðann, þessa auðveldu leið. Oljósri hugsun skaut upp í huga hans: að hann dæi fyrir meistarann, en sú hugsun komst ekki fyllilega upp á yfirborðið, J)ví að í rauninni var hann ekki að hugsa um Leonidas Allori eða nokkra aðra manneskju. Hann hafði það eitt á tilfinningunni að hann hefði hlotið aflausn. Hann stóð á fætur. laugaði andlit sitt í köldu vatni sem honum var fært i skál og greiddi hárið frá enninu. Nú kenndi hann sársauka í ilinni þar sem hann hafði stigið á glóandi viðarkolin og aftur fylltist hjarta hans þakklæti. Hann minntist orða meistarans um trú- festi guðs. Dyravörðurinn leit á hann og sagði: „Mér sýndist í gærkvökli þér vera ung- ur maður.“ I því heyrðist fótatak frammi á ganginum og óljóst skrölt. Þetta eru hermennimir með hyssur sínar, hugsaði Angelo. Hinni þungu hurð var ýtt op- inni og Allori var leiddur inn milli tveggja hermanna, sem héldu sinn í hvorn handlegg hans. I samræmi við orð hans kvöldinu áður hafði hann komið að hliðinu með lokuð augu og látið leiða sig inn. En það var sem hann skynjaði hvar Angelo stóð og hann steig eitt skref í áttina til hans. Hann stóð þögull fyrir frarnan hann, leysti af sér skikkjuna og lagði liana yfir herðar hans. Líkamar þeirra snertust og An- gelo hugsaði: Ef til vill mun hann ekki opna augun og lita framan í mig. En hvenær hafði Leonidas ekki staðið við orð sín? Með hendinni sem hvíldi á hálsi Angelos, er hann lagði yfir hann skikkjuna, sveigði hann höfuð hans lít- ið eitt fram. Hin stóru augnalok titr- uðu og lyftust og meistarinn leit í augu lærisveinsins. En lærisveinninn gat aldrei síðar munað })að augnatillit. Andartaki síðar fann hann að vörum Alloris var þrýst að vanga sér. „Jæja,“ sagði dyravörðurinn undr- andi. „Við áttum ekki von á yður. Nú verðið þér að súpa það kál sem i aus- una er komið. En þér, ungi maður, ])ér megið fara. Allt eftir föstum reglum hér, eins og þér skiljið, lögum og reglu.“ ----o----- Eftir dauða Leonidasar Allori kom einkennilegt ólán yfir Angelo Santa- silia. Hann hætti að geta sofið. Vart myndu þeir, sem sjálfir hafa liðið af svefnleysi, fúslega trúa því að þetta var frá upphafi að hans eigin vilja. Engu að síður var því þannig varið. Þegar fangelsisdyrnar lukust að baki Angelo Santasilia þennan sunnudags- morgun steig hann út í heim, sem var honum gerbreyttur frá þeim heimi, sem hann hafði áður þekkt. Hann var al- gerlega einangraður í eigin huga, full- komlega einmani í Jressum annarlega heimi. Honum fannst synd sín og smán svo mikil, að hann væri undanþeginn sérhverju lögmáli. sem gilti um aðra menn. Hann ákvað að sofna aldrei framar. Þennan dag hafði hann enga meðvit- un um tíma, og hann varð skelkaður Jregar hann varð þess var að myrkrið var skollið á og dagurinn á enda. Hann skvnjaði að aðrir lærisveinar meistar- ans myndu halda vöku saman á þessu kvöldi og hann forðaðist að nálgast })á staði J)ar sem vænta mátti að þeir héldu sig, því þeir myndu fagna honum sem hinum útvalda, er augu meistarans hefðu síðast hvílt á. Eins og ég vœri Elía, hugsaði hann og hló við kald- hranalega, fylgisveinn hins mikla spá- manns, er hann kastaði skikkju sinni yfir þegar hann var uppnuminn í hin- um eldlega vagni. Hann rölti því frá einni krá til annarrar, ])ar sem samtýn- ingur manna var með hávaða og læti og loftið þrungið af þefi víns og svita. En hann vildi ekki drekka neinum til samlætis, og í sífellu sagði liann við sjálfan sig: Eg stend utan við þetta allt. Það var aðfaranótt hins þriðja dags að hann hitti heimspekinginn Guisep- pino Pizutti, sem almennt var þekktur undir nafninu Pino, lítinn, visinn mann, dökkan á hörund, eins og hann hefði hangið uppi í strompi til reyking- ar. Pizutti hafði mörgum árum áður átt hið merkasta brúðuleikhús í Neapel og verið velmegandi borgari. En hann hafði orðið fyrir óhöppum og að lok- um verið settur í fangelsi fyrir skuldir. Þar hafði hann verið settur í fjötra og þá misst þrjá fingur á hægri hendi og orðið ófær um að stjóma brúðunum sínum framar. Nú ráfaði hann stað úr SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.