Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Page 6

Samvinnan - 01.10.1957, Page 6
að atliuga um inngöngu félagsins í Sam- bandið — og að sambandsstjórn útveg- aði þeim kaupfélagsstjóra. Það fyrsta, sem hið unga félag gerir, er að útvega sér vörur, sem það fær 20. ág. þá um sumarið, — og húsnæði til starf- semi sinnar. Vörurnar komu áður en nokkurt verzlunarhúsnæði var fengið, — en til bráðabirgða fengust hin svo- nefndu Thorbergshús (sem nú eru ekki lengur til). Þar var pöntunarvara félags- manna geymd, þangað til félagsmenn gátu sjálfir tekið hana. Brátt rætist úr með liúsnæði fyrir fé- lagið. — Strax á næsta ári tókst stjórn félagsins að festa kaup á — með aðstoð SIS — húseign hins sálaða verzlunarfé- lags Tangs & Riis — og hóf þar verzlun sína og verzlar þar enn. — Aður en kaup tókust á húseign þessari. hafði fé- lagsstjóminni tekizt að fá á leigu hið svokallaða Sæmundarhús — það hús, sem Ben. S. Benediktsson kaupmaður keypti síðar og hefur rekið þar verzlun hartnær aldarfjórðung. — En aldrei kom þó til að kaupfélagið verzlaði þar neitt. Nú var fyrstu erfiðleikunum rutt úr vegi — vörur fengnar og húsnæði — og þá var að snúa sér að því að fá kaupfé- lagsstjóra. Fyrstu vörusendinguna í ágúst 1932 höfðu þeir Þórarinn Pétursson og Þor- steinn Þorsteinsson verðlagt og afhent félagsmönnum. Fyrsti kaupfélagsstjórinn er Sigurður Símonarson, sem tekur við störfum í fe- brúarbyrjun 1933 og er kaupfélagsstjóri til dauðadags, en hann andast um rnitt ár 1935. Fyrsti starfsmaður félagsins varð hinn ungi samvinnuskólamaður Þórarinn Pét- ursson, sem mest hafði beitt sér fvrir stofnun félagsins, — og nokkru síðar bætist Sigurður Snædal í starfsliðið. Sigurðar Símonarsonar, hins fyrsta kaupfélagsstjóra, naut því miður ekki lengi við. Hann hverfur frá kaupfélag- inu í byrjun maí 1935 — sökum veik- inda, og átti ekki afturkvæmt. — Það sumar veittu félaginu forstöðu Þórarinn Pétursson og Sigmundur Símonarson, bróðir Sigurðar kaupfélagsstjóra. I nóv. 1935 er ráðinn nýr kaupfélags- stjóri að tilhlutan SÍS — en félagið hafði formlega gengið í SIS árið áður. Þetta var ungur maður, Trausti Árnason. — Hann er aðeins rúmlega hálft annað ár eða fram í júní 1937, en þá verður Sig- Teitur Þorleifsson, kennari, höfundur greinarinnar. mundur Símonarson kaupfélagsstjóri frá 1. júlí það ár og til júníloka 1952, að nú- verandi kaupfélagsstjóri, Matthías Pét- ursson, tekur við. Eins og fyrr getur varð Þorvarður Þor- varðsson í Skuld fyrsti formaður kaup- félagsins. Aðrir, sem gegnt hafa for- mannsstöðu í félaginu eru þessir: Ágúst Þórarinsson, Björgvin Alexandersson, Ilannes Pétursson, Guðlaugur Sigurðs- son, Friðþjófur Guðmundsson, Snæbjörn Þorláksson, Guðmundur Einarsson, Tryggvi Edvardsson og Arsæll Jónsson, bóndi á Sveinsstöðum, sem er núver- andi formaður, en aðrir í stjórn með honum eru: Sumarliði Andrésson. vara- formaður, Gísli Ketilsson. ritari og með- stjórnendur þeir Tryggvi Edvardsson og Þorvarður Eggertsson. Ymsir þeir, sem við sjáum í fylkingar- brjósti fyrstu árin — brautryðjendaárin — eru nú horfnir á braut. — Sumir yfir landamærin miklu — aðrir skemmra. Því er heldur ekki að leyna, að ýmsar fé- lagslegar veilur, mistök, og vonbrigði og ósigrar — fjarlægði marga góða menn frá félaginu — vonglaða menn, sem sáu vonir sínar um þetta óskabarn sitt renna út í sandinn. Stöðugur rekstrarfjárskortur, samhliða mjög þröngu verzlunarsvæði, algjör ein- angrun kauptúnsins við samgöngukerfi nærsveita, — hefur dregið úr vexti fé- lagsins — til stórtjóns fyirr allan al- menning hér — og samvinnustefnuna í heild. — Það, að félagið skuli ekki enn þá hafa getað byggt sitt eigið verzlun- arhús, sem fullnœgði kröfum tímans, en verður að notast við sama timburhjaU- inn frá dögum danskrar selstöðuverzlun- ar, og það hóf verzlun í fyrir 25 árum — talar sínu máli, — máli, sem Sam- band ísl. samvinnufélaga þarf vissulega að hlusta eftir og — skilja. — Stjórnendur Kaupfélags Hellissands og framkvæmdastjórar — liðins aldar- fjórðungs, hafa þrátt fyrir allskonar mis- tök og skilningsskort ýmsra, barizt hetjulegri baráttu til að bæta kjör al- mennings í þessu kauptúni — með bættri verzlun, — þjónustu við fólkið — og fjárframlögum til ýmissa menningar- mála og framkvæmda, sem verða mættu til þess að halda uppi og auka atvinnu fvrir vinnandi fólk, þótt allt það hafi, af skiljanlegum ástæðum, orðið minna í sniðum en óskandi hefði verið. Kaupfélagið fór snemma út í fiskkaup — og greiddi stundum hærra verð fyrir (Frh. á bls. 35) 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.