Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 22
Rússneski skákmeistarinn Aljechin Á síðastliðnu ári var boðað til mikils skákþings austur í Moskvu. Komu þar saman stórmeistarar og meistarar víðsvegar að úr heiminum til að minnast þess með drengilegri keppni, að tíu ár voru liðin frá and- láti eins glæsilegasta skáksnillings, sem sögur fara af, Rússans Alexanders Aljechins. Aljechin fæddist í Moskvu árið 1892 og var af rússneskri aðalsætt. Sjö ára gamall lærði hann manngang- inn, og aðeins seytján ára að aldri varð hann skákmeistari Rússlands. Sinn fyrsta sigur á alþjóðlegum vettvangi vann Aljechin á skákmóti í Stokkhólmi árið 1912, þar sem hann hreppti efsta sætið. Tveimur árum síðar varð hann þriðji á geisimiklu, alþjóðlegu skákmóti í Moskvu, þar sem þáverandi heimsmeistari, skák- jöfurinn Emanuel Lasker varð efstur og annar Kúbumaðurinn Capablanca, sem síðar varð heimsmeistari (eftir Lasker). Með þeim árangri sínum vann Al- jechin sér heimsfrægð, aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Aljechin barðist í fyrri heimsstyrj- öldinni, en eftir nóvemberbyltinguna flýði hann land og átti síðan aldrei afturkvæmt til föðurlands síns. Þjóðsaga hermir, að háttsettur rússneskur kommúnistaforingi hafi aðstoðað hann við að sleppa úr fang- elsi, sökum hinna sérstæðu hæfileika hans. Á næstu árum tók Aljechin þátt í fjölda skákmóta og skákþinga víðs- vegar um heim og jókst hróður hans hröðum skrefum, og 1927 háði hann svo einvígi við þáverandi heimsmeist- ara J. R. Capablanca, sem áður var nefndur. Capablanca var á þeim árum tal- inn hartnær ósigrandi skákmaður, og því mátti helzt jafna til fátíðra og furðulegra náttúrufyrirbæra, ef það Eftir Svein Kristinsson kom fyrir, að hann tapaði skák. Spár manna fyrir einvígið hnigu líka allar í þá átt, að Capablanca ætti sigur vísan. Sú varð þó eigi raunin. I einu harð- vítugasta einvígi, sem háð hefur verið á skákborði og alls taldi 34 skákir, tókst Aljechin að svipta heimsmeist- arann titlinum. Af þessum 34 skákum vann Al- jechin þó einungis 6, tapaði 3, en 25 urðu jafntefli, og sýmr það, hversu baráttan var raunverulega jöfn, þótt stálvilji og hugkvæmni Aljechins riðu að lokum baggamuninn. Á árunum kringum 1930 bar Al- jechin svo af þeim andstæðingum sín- um, er þá stóðu í eldlínunni, að það var eigi óalgengt, að hann hefði marga vinninga fram yfir skæðustu keppinautana á skákmótum. En það var líka hápunkturinn, og brátt tók að halla undan fæti fyrir þessum Rússneski skákmeistarinn Alexander Aljechin. Alexander landflótta afreksmanni. Hann lifði ekki sem reglusömustu lífi og dýrk- aði oft Bakkus meir en góðu hófi gegndi. I kjölfar snillingsins gengu ungir, upprennandi skákmenn, er sóttu fast að æðsta tignarmerki lærimeistara þeirra. Þess var líka skammt að bíða að klukkan glymdi, því að 1935 tapaði Aljechin heims- meistaratitlinum fyrir Hollendingn- um Max Euwe. Hlaut Euwe 1 vinn- ing yfir í 30 skáka einvígi. Urslit þessi, sem komu flestum á óvart, þóttu fyrirboði þess, að sól Al- jechins væri að hníga til viðar og hann ætti sér ekki afturkvæmt í æðsta tign- arsæti skáklistarinnar. En ný sýndi Al- jechin jafnvel betur en nokkru sinni fyrr sinn sterka vilja og einbeitingar- hæfni. Hann neytti hvorki tóbaks né áfengis í tvö ár og lifði að öðru leyti sem reglusömustu Iífi. Að því búnu gekk hann aftur á hólm við Dr. Euwe, 1937, og tókst að sigra hann með talsverðum yfirburðum og end- urvinna heimsmeistaratitilinn. Hélt hann síðan þeim titli til dauðadags. En þótt Aljechin endurynni titil sinn af Dr. Euwe, sýndi hann ekki lengur sérstaka yfirburði yfir samtíð sína. Ný „gení“ birtust á hverju leiti, og það er athyglisvert, að á hinu sterka A.V.R.O. skákþingi í Hollandi 1938 náðu hvorki Capablanca, Aljec- hin né Euwe upp fyrir 4 sæti. Heimsstyrjöldin síðari hindraði, að nýtt einvígi færi fram um heimsmeist- aratitilinn. Aljechin, sem hafði gerzt franskur ríkisborgari eftir flóttann frá Rússlandi, lenti brátt undir yfirráð- um Þjóðverja, sem þvinguðu hann til að Ijá nafn sitt rætnum ádeilugrein- um á Gyðinga og gyðinglega tafl- mennsku! Skákmenn um hinn frjálsa heim útskúfuðu þá Aljechin og neit- uðu að þreyta skák við hann framar, enda voru ýmsir sterkustu skákmenn heimsins einmitt gyðingaættar. 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.