Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 8
KRISTJÁN JÓHANNSSON: Nokkur orð um Jóhann Jónsson skáld Fæddur 12. sept. 1896. Dáinn 1. sept. 1932 Á öld þeirri, sem vér nú lifum á — öld efnish.vggjunnar — týnast mörg andleg verðmæti. Hin veraldlegu gæði sitja í fyrirrúmi og ljóð og sögur eru fólki ekki lengur langra kvelda jóla- eldur, eins og áður fyrri, þegar bók- menntirnar voru næstum því það eina, sem þjóðin átti, umfram brýnustu nauð- synjar. Sízt ber að lasta bættan efnahag, iðnbyltingu og aðrar framfarir, en þjóð- in má, þrátt fyrir þetta allt ekki gleyma hinni göfugu list orðsins, sem feður okk- ar og mæður varðveittu öld fram af öld eins og helgan dýrgrip. Auðvitað er þess ekki að vænta, að hvað eina, sem fram kemur á sviði bókmenntanna nái að mynda sér hljómgrunn í brjóstum fólksins. Verk skálda og rithöfunda eru misjöfn og margir eru kallaðir en fáir valdir. — En ég er þó ekki grunlaus um, að íslendingar séu óþarflega tómlátir um sagði yfirforingi flotans, að þurfa mundi gervallan flotastyrkinn.“ Svo mörg eru þau orð, en þau gefa auga leið. Það er staðfest, að Hitler fyr- irskipaði undirbúning að innrás í ísland. Ekki þarf að efast um það, að allar áætlanir fyrir þessa innrás eru til ein- hvers staðar í þýzkum skjölum, því her- foringjar Hitlers voru ekki vanir að óhlýðnast honum, og af venjulegri þýzkri nákvæmni má áætla, að allt sé til í skjölum. En hvar? Og hvernig hljóðar sú áætlun? Það væri vissulega fróðlegt að vita. AF HVERJU ICARUS? Það hlýtur að vekja athygli manna, að Hitler skyldi gefa hinni fyrirhuguðu innrás í ísland dulnefnið „Icarus“. Sýn- ir það, að hann hefur verið furðulega fáfróður um almennustu atriði grískrar goðafræði, og aðstoðarmenn hans hafa verk ýmissa ljóðskálda okkar, eða er ljóðlistin að missa vinsældir og aðdáun þjóðarinnar — eru skemmtiritin og danslagatextarnir að vaxa henni yfir höfuð? I mörg ár hef ég munað nafn eins ljóðskálds, — Jóhanns Jónssonar — ja munað og munað ekki. Nafn hans hefur öllu fremur flögrað fyrir í vitund minni eins og þegar slitur úr lagi ómar innra með manni. Kvöld eitt í vor afréð ég að gera al- vöru úr því að kynna mér verk Jóhanns þessa. Ég mun seint gleyma því kvöldi — og þegar ég gekk aftur út úr bóka- safninu var ég þakklátur fvrir þá opin- berun, að þarna inni í ríki bókanna þar, sem þögnin og kyrrðin ríkja, var falinn geymdur dýrgripur, sem mér var áður ókunnur. Árið 1952 gaf Heimskringla út verk Jóhanns í heild, nefnist ritsafnið annaðhvort verið jafn fáfróðir, eða (sem er líklegra) ekki talið heppilegt að malda í móinn. Sagan um Icarus, sem er m. a. ódauð- leg i kvæði Ovids, er í stuttu máli á þá leið, að Daedalus og sonur hans Icarus voru að skipan Minosar konungs í fang- elsi á eynni Krít. Þeir þráðu að komast til heimkynna sinna i Aþenu og verða frjálsir. Daedalus gerði þeim vængi og flugu þeir af stað. En fjaðrirnar voru festar saman með vaxi og bráðnaði það í vængjum Icarusar, svo að hann féll í hafið og týndist. Ekkert nema fáfræði getur skýrt þá furðulegu ákvörðun, að gefa innrás í ís- land, yfir mikið úthaf, dulnefni eftir hinni grísku söguhetju. Innrásin var aldrei gerð frekar en innrásin í Bret- landseyjar. En skyldi hafa farið betur fyrir Hitler, ef hann hefði sett upp vængi sína og lagt til flugs til Islands, en fór fyrir Icarusi forðum? „Kvæði og ritgerðir“. Halldór Kiljan Laxness sá um útgáfuna og ritar for- mála að bókinni, sem nefnist „Um þessi kvæði". Halldór segir nokkuð frá upp- vexti Jóhanns og hvernig hann á unga aldri var sleginin þungum örlögum. Hann veiktist af berklum, og þótt af honnm bráði olli sjúkdómurinn staur- fæti. Jóhann tók stúdentspróf og sigldi síðan til Þýzkalands og stundaði þar háskólanám. Þar tók sjúkdómurinn sig upp að nýju og nú í hálsi og lungum: ..Hann var rekkjumaður“, segir Kilj- an, „og náði ekki heilsu, né þreki til að færast í fang þau verkefni, sem búið höfðu í hug hans frá æskuárum, né færa skáldlegar hugmyndir sínar í yfirgrips- mikið form“. Jóhann orti aðeins eitt langt kvæði. Söknuð, og hefur hann því stundum verið nefndur „eins kvæðis maður“. Kvæði þetta orti hann fáum mánuðum fyrir dauða sinn. Það er eins konar lífsuppgjör og samnefnari allra smá- kvæða hans, sem eru um 20 og saman söfnuð í fyrrnefnda útgáfu. Smákvæði þessi eru frábærlega fág- uð, og vart mun dæmi ljóðrænni kvæða á íslenzku. Kiljan segir í formála: „Harpan í þessum kvæðum er svo lágstillt og slegin svo mjúklega, að næsta stig er þögn“. Jóhann lifði tveimur árum skemur en Jónas Hallgrímsson. Jóhanni voru þau örlög sköpuð, að gleymast þjóð sinni öðrum en nokkrum áhugamönn- um um bókmenntir, en Jónas söng sig inn í hjarta hennar og er hennar óska- barn. Þrátt fyrir þennan mismun, álít ég að þessum tveimur skáldum hafi verið líkt farið að ýmsu leyti. Báðir fáguðu ljóð sín afburða vel — og báð ir heilluðu fram seiðandi, undurfagran ljóðrænan tón — en afköst Jónasar voru ólíkt meiri. .Jóhann Jónsson stillti hörpu sína á þann hátt, að hann seyddi úr strengj- um hennar hina einu sönnu tóna — þá alskæru. Slíkt heppnast ekki oft og allt, sem honum fannst ekki vera full- gildur skáldskapur, varð leikfang vind- anna. Af þessum sökum eru ljóð hans nú aðeins geymd á fáeinum blöðum. En þessi kvæði eru dýrgripir, sem Is- lendingar ættu að geyma á hinum eina rétta stað, þegar um ljóð Jóhanns er að ræða — þeim eina rétta stað, sem þeir hafa geymt ljóð Jónasar og aðrar fegurstu bókmenntirnir — i hjörtum sínum. — Og gef ég Jóhanni nú sjálf- um orðið. (Framh. á bls. 40) 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.