Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 11
Knattspyrnuævintýrið á Akranesi Frásögn og myndir af íslandsmeisturunum við atvinnu sina Akurnesingar eru enn einu sinni ís- landsmeistarar í knattspyrnu. Verður það vart kallað annað en ævintýri á sviði íþróttanna, að þeir með hálft fjórða þús- und íbúa skuli hafa komið upp slíkum hóp knattspyrnumanna og unnið slíka sigra ár eftir ár. Þetta ævintýri hefur ekki gerzt án fórna, bæði af hálfu þeirra ungu manna, sem í hlut eiga, og bæjarbúa allra. Ollum, sem eitthvað hafa komizt í snertingu við knattspyrnu, er kunnugt um, hvílíka vinnu og eljusemi þarf til þess að koma á fót góðu knattspvrnuliði. Löng þjálfun og stöðugar æfingar eru nauðsynlegar til þess að því takmarki verði náð. Góðir einstaklingar nægja ekki, heldur er þörf samleiks og einhuga baráttuvilja. Og lið Akurnesinga hefur haft þessa kosti til að bera. Á undanförn- um árum hefur vart verið valið landslið Islendinga í knattspyrnu, að ekki væri helmingur Iandsliðsmanna eða meira úr liði Akurnesinga. Þetta sýnir, svo að ekki verður dregið í efa, að Akurnesing- ar hafa uppskorið ríkulegan ávöxt af iðju sinni. Á jressari og næstu tveim síðum eru myndir af þeim Akurnesingum. sem unnu íslandsmeistaratignina í ár, ekki sem íþróttamönnum, heldur sem vinn- andi einstaklingum, sem nær allir eru fjölskyldumenn. Þessum piltum er ekki haldið uppi, til þess að jæir geti stund- að íþrótt sína þjóðinni til sóma, en svo mun vera um marga þá ,,áhugamenn“, sem aðrar þjóðir láta keppa fyrir sig. Akurnesingarnir verða að halda Störfum sínum þrátt fyrir allan þann tíma, sem j <‘ir helga íþróttinni og mega hvorugt vi.arækja, ef ekki á illa að fara. Akmnesingar hafa í heild sýnt knatt- spyrnumönnum sínum mikla alúð og reynt að hjálpa þeim til að stunda íþrótt- ina að fullu og ná í henni miklum ár- angri. Fyrir bæjarbúa í heild er þetta ekki ýkja erfitt, en fyrir leikmennina sjálfa og fjölskyldur þeiri’a er öðru máli að gegna. Ekki er jjað í frásögur fært, hvað hinar ungu eiginkonur og börnin verða oft að sjá á bak heimilisföðurnum með tösku og knattspyrnuskó í hendi, né heldur hvað þessar fjölskyldur missa í samveru eða tíma til ýmissar aukavinnu. Yonandi veitir íþróttin gleði, sem jafn- ar jjau met. Aðstaða Akurnesinga er mjög erfið, ef borin er saman við Reykvíkinga. Þegar Skagamenn eiga að keppa í Reykjavík (og ]>ar fara flestir leikirnir fram), verða jreir að Ieggja af stað heiman frá sér um fjögurleytið síðdegis og aka yfir tvo tíma Rikarður Jónsson er faeddur 12. jan. 1929 á Akranesi. Hann er málarameistari að iðn og vinnur nú að því starfi í semmentsverksmiðj- unni. Kvæntur er hann Hallberu Leósdóttur frá Akranesi, og eiga þau þrjár dætur. Hann var í liði Akurnesinga í fyrsta sinn, sem þeir tóku þátt í íslandsmóti meistaraflokks árið 1946. Með- an hann dvaldist \ið nátn í Reykjavík, lék hann með knattspyrnufélagiuu Fram. Rxkharður hefur leikið alla landsleiki Islendinga (20) nema einn og var þá varamaður. Hann er hægri innherji og jafnframt fyrirliði Akurnesinga. misjafna leið. Ekki er Jiað góður undir- búningur undir keppnina. Þegar leikn- um er lokið. vilja menn gjarna fá sér kaffisopa. áður en lagt er af stað heim- leiðis, og hefur reynslan sýnt, að klukk- an er tíðurn um tvö að nóttu, þegar heim er komið. Og flestir verða að mæta til vinnu kl. 7 næsta morgun. Æfingar eru nú stundaðar meira eða minna allan ársins hring og taka að sjálf- sögðu mikinn tíma. Snemma á árinu byrja Skagamenn að æfa knattspyrnuna úti og leika þá í fjöruborðinu á Langa- sandi. ef snjór eða aur gerir aðra leik- velli ónothæfa. Við allt þetta bætist svo, að margir af íslandsmeisturunum hafa tekið að sér þjálfun yngri árganga í knatt spvrnu og vilja þannig tryggja, að knatt- spyrnunni á Skaga hraki ekki, þegar nú- verandi meistarar setjast í helgan stein. Samvinnan vill með þeirri myndafrá- sögn, sem hér birtist, gera tilraun til að kynna þessa íþróttamenn, ekki sem kapp- lið. heldur sem einstaklinga; ekki sem íþróttastjörnur, heldur sem unga, starf- andi menn. Vonandi þykir lesendum fróðlegt að kynnast hinum ungu mönn- um frá jxeim sjónarhól. Knattspyrnuæv- intýrið á Akranesi getur verið öllum æskumönnum hvatning til dáða á sviði íþróttanna og sýnir, að hægt er að yfir- stíga hvers konar erfiðleika, þegar hug- ur fylgir máli. Akurnesingar hafa einnig sýnt, að byggðarlög utan Reykjavíkur geta. jxrátt fyrir ýmis konar aðstöðumun, staðið jafnfætis eða framar Reykvíking- um á sviði íþróttanna. Það mun verða öllum til ánægju, ekki sízt Reykvíkingum sjálfum, ef þátttaka landsbyggðarinnar í íþróttum eykst, og ekki geta Akurnes- ingar kvartað uudan reykvískum áhorf- endum. Þeir hafa ávallt verið Skaga- mönnum mjög vinsamlegir, enda hafa Akurnesingar veitt Reykjavíkurliðunum nauðsynlega samkeppni og gert tslands- mótin fjölbreyttari og skemmtilegri og veitt hinum mikla fjölda knattspyrnu- unnenda marga ánægjustund. SAMVINNAN H

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.