Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 23
Eftir styrjöldina var Aljechin mein- uð þátttaka í skákþingi í Englandi, og hélt hann þá suður á Pyrenea- skaga, þar sem enn fundust menn, er fengust til að tefla við hann. Birtust nú varnargreinar frá hans hendi í brezkum skáktímaritum, þar sem hann skýrir nánar þvingunarráð- stafanir Þjóðverja, greinir frá sinni erfiðu aðstöðu og afneitar raunar ýmsum greinum, er birtust með hans nafni í skákritum nazista. Brátt tók að mildast sá kali, er skákmenn ólu í brjósti í garð Aljech- ins, og snemma árs 1946 var ákveðið, að hann skyldi heyja einvígi við Rússann M. Botvinnik um heims- meistaratitilinn. Ur því varð þó eigi. I marz sama ár lézt hann á hóteli einu í Lissabon og er talið, að hann hafi svipt sig sjálfur lífi. Þar með lauk ævi eins mesta skáksnillings, sem heimur- inn hefur alið. Hér hefur ekki verið minnzt þess atburðar í lífi Aljechins, sem er í sjálfu sér lítill atburður á stórbrotn- um æviferli þessa víðförla manns, en mun þó vera íslendingum minnis- stæðastur. Það var, er hann heimsótti ísland árið 1931 og tefldi hér fjöltefli, sýn- ingarskákir og blindskákir við ís- lenzka skákmenn. Aljechin stóð þá á hápunkti skákferils síns, og hér varð að sjálfsögðu lítið um vamir gegn of- urmenninu. Þó lét Aljechin svo um mælt, að á Islandi hefði hann fyrir- hitt meiri almennan skákstyrkleika en hann hefði vænzt; og einstaka skák- manni heppnaðist að bera sigurorð af heimsmeistaranum í fjölteflum hér, þótt flestar skákimar ynni hann með næsta litlu erfiði. Hér birtist sýnishorn frá skiptum Aljechins við íslendinga. Er skákin tefld í fjöltefli jafnhliða 39 öðmm. Andstæðingur Aljechins er hinn þjóð- kunni skákmaður, Asmundur Asgeirs- son, en hann var þá skákkóngur Is- lands. Hvítt: Aljechin. Svart: Ásmundur. Frönsk vörn. 1. e2—e4 e7—e6 2. d2—d4 d7—dS 3. Rbl—c3 Rg8—f6 4. Bcl—g5 Bf8—e7 5. BgSxf6 (Byrjunarkerfið nefnist frönsk vörn. Með síðasta leik sínum bregður Al- jechin út af því afbrigði byrjunarinn- ar, sem þó er sérstaklega kennt við hann: 5. e5 og 6. h4). 5. ------- Be7xf6 6. Rgl—f3 0-0 7. Bfl—d3 Hf8—e8? (Þekking íslenzkra skákmanna á byrjunum hefur vaxið mikið síðan þessi viðureign fór fram. 7. leikur As- mundar er rangur, þar sem hann gef- ur heimsmeistaranum færi á að blása til sóknar á kóngsvæng fyrr og með betri árangri en ella var mögulegt. Rétti leikurinn var 7.-cS, leikur, sem í flestum afbrigðum franskrar varnar er nauðsynlegur sem allra fyrst. Á þann veg nær svartur skjót- ustu mótvægi í baráttunni um mið- borðið.) 8. e4—eS Bf6—e7 9. h2—h4! (Oveður í aðsigi! Ásmundur á nú erfitt með að finna fullnægjandi vörn, þar sem 9. - - - h6 eða 9. - - - g6 mundi veikja kóngsstöðuna ískyggi- lega mikið.) 9.-----c7—c5 10. Bd3xh7t! (Það er lærdómsríkt að sjá, hvernig Aljechin notfærir sér ónákvæmni and- stæðingsins. Hann fórnar manni til að opna h-línuna og sundra lífverði svarta kóngsins.) 10. ------. Kg8xh7 11. Rf3—g5t Be7xg5 (Ef 11. - - Kg6 12. Dd3, f5 13. exft, Kxf6 14. Df3t Kg6 15. Df7t Kh6 16. g4 og hvítur mátar í næsta leik.) 12. h4xg5t Kh7—g8 13. Ddl—h5 Kg8—f8 14. 0-0-0 a7—a6 (Óeðlilegur leikur. Eðlilegra var að leika drottningarriddaranum strax út.) 15. g5—g6 Kf8—e7 16. g6xf7 He8—f8 17. d4xc5 (Opnar d-línuna til sóknar og undir- býr nýjar fórnir.) 17. ------ Rb8—d7 18. Hdlxd5! Dd8—a5 (Eftir 18. - - exd5 19. Rxd5t næði hvítur óstöðvandi sókn.) 19. Dh5—g5t Ke7xf7 20. Hhl—h7 Hf8—g8 21. Hd5—d4 Da5xc5 (Nú kemur ný og óvænt fóm, sem gerir út um taflið á fljótvirkan hátt. 22. Hd4xd7t! Bc8xd7 23. Rc3—e4 Dc5—b4 24. Re4—d6t Kf7—f8 25. Dg5—f6t! Loks er drottningunni fórnað. — Svartur gafst upp, þar sem mát í næsta leik er óverjandi. Þótt skák þessi sé verulega gölluð sökum veikrar taflmennsku af hálfu landa okkar, sýnir hún þó glöggt hinn sóknþrungna stíl, hugkvæmni og leik- töfra þessa mesta skákmanns, sem stigið hefur á íslenzka grund. Sveinn Kristinsson. Ríma Þó að frjósi foldarsvæði fögur kjósa lögin má. Nú skal hrós í nýju kvæði Norðurljósagyðjan fá. Aðeins hefur einu sinni augum gefist þig að sjá, skal þó ef ég kveða kynni kyngistef sú gyðja fá. Þegar ennisleifrin Ijóma lifnar enn mitt kvæðahrós. Man ég þennan meyjablóma meðan brenna himinljós. Oft í náð á aldinkvistum elskir kváðu fuglar dátt, ætti ég ráð á Ijóðalistum léki ég bráðum slíkan þátt. Lífsins krefst mín lundin bráða Ijóðið hefst í brjósti mér. Gyðjan efsta dýrra dáða dásemd gefst í fylgd með þér. Lék að sprettum leifturfimin logaglettin eina stund, svifalétt um hugarhimin hvarflar nett á ljóðs míns fund. Birtureikull bjarminn skæri bregður á leik um huga minn, líkt og feykifaldur væri fagurbleiki kjóllinn þinn. Þegar glansinn allra öfga auga mannsins hverfur frá, burt þú dansar harmahöfga hugarlands míns fjöllum á. Sveinbjöm Benteinsson. SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.