Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 21
á undan Jóhannesi og tengdabróðir hans. Jóhannes á Sveinseyri, faðir Ól- afs Jóhannessonar útgerðarmanns og kaupmanns á Patreksfirði, var og mik- ill atorku- og dugnaðarmaður og val- menni að mannkostum. Hann var smiður góður bæði á tré og járn, ágæt- ur sjómaður og framúrskarandi hepp- inn við sjó. Hann var höfðingi mikill heim að sækja og var það jafnt við hvern, sem að garði bar. Hann var sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorð- unnar 1885, og var það mál manna þar vestra, að hann hefði einkum fengið þessa viðurkenningu fyrir manngæði sín og höfðingsskap. Jón Þorleifsson á Suðureyri í Tálknafirði var einn þessara heldri bænda í hreppnum. Var hann jafnan nefndur Johnsen eða Johnsen á Suð- ureyri. Hann var sonur Þorleifs kaup- manns Johnsens á Bíldudal og konu hans, Helgu Sigmundsdóttur bónda í Akureyjum Magnússonar sýslumanns Ketilssonar í Búðardal. Hann var at- kvæðamaður, hagsýnn og duglegur og miklu betur að sér um margt, en títt var um bændur í þá daga. Hann hafði á fyrri árum sínum fengist við útgerð á skútum og átti þilskip um nokkurt árabil. Hafði hann á hendi fjölda trúnaðarstarfa í sveitinni og réð jafn- an miklu. Fjórum til fimm árum áður en ég fluttist hingað í Tálknafjörð, var fluttur hingað Kristján Kristjánsson frá Mýri í Bárðardal, búfræðingur frá Hólum. Hann kvæntist dóttur Jó- hannesar Þorgrímssonar á Sveinseyri og bjó hér á Eyrarhúsum. Hann var maður greindur og vel að sér, hafði kynnst kaupfélagsskap Þingeyinga í átthögum sínum og hafði allmikinn áhuga á þeim málum. Hann var ötull hvatamaður þess, að myndaður var hér félagsskapur um pöntunarfélag, og var því alltaf góður stuðningsmaður. með- an hann dvaldist hér. Við vorum sam- býlismenn yfir 20 ár, því að jarðirnar liggja saman. Hann var ágætur sam- vinnumaður. Hann tók við hrepp- stjórastarfi hér rétt eftir aldamót og hafði á hendi þar til hann fluttist héð- an vorið 1923. Oddviti var hann hér til 1905, og tók ég þá við af honum. Fórst honum allt vel og var hér nýtur maður og þarfur. Geta verð ég hér enn einna hjóna. Sama árið, sem ég flyzt hingað, flytjast einnig hingað ung hjón frá Hornafirði, og fara að búa í Stóra- Laugardal, Guðmundur Hallsson og Margrét Einarsdóttir. Bjuggu þau þar í þrjú ár, en keyptu svo Ytri-Eyrarhús hér á Sveinseyri og bjuggu þar óslitið þangað til 1948, er Guðmundur and- aðist 84 ára að aldri. Þau hjón voru bæði menn liins nýja tíma, bæði bráð- greind, Guðmundur fróðleiksmaður mikill og víðlesinn í bókmenntum, þó að ekki hefði hann notið neinnar skólamenntunar. Hann sat með mér í hreppsnefnd yfir 20 ár, og studdi að framfaramálum eftir beztu getu. Hann var ákveðinn hvatamaður þess, þegar eftir að fræðslulögin gengu í gildi 1907, að byggðir yrðu hér tveir barnaskólar í hreppnum, og var það gert árin 1910 og 1911. Var það tals- vert átak á þeim tíma, og ekki aðrir hreppar, sem lögðu í slíkt hér í sýslu þá, en Patrekshreppur og Suðurfjarða- hreppur, enda kaupstaðir í þeim báð- um. Þá sat Guðmundur Hallsson í hreppsnefnd, komum báðir í hana sama árið, 1903. Margrét kona Guðmundar var all- mjög á undan sínum tíma um flest það, sem að snyrtimennsku laut og umgengni innanhúss. Bæði breiddu þau út frá sér góð áhrif og menningu. Þau áttu sjö sonu og eina dóttur og komu þeim öllum vel til manns, og var það mikið verk, þar sem þau höfðu lítið bú, og jafnan einyrkjar, þangað til börnin fóru að geta hjálp- að þeim. En bæði voru þau sparsöm og hagsýn, og þó að stundum kynni að vera þröngt í búi, þáðu þau aldrei neina hjálp annars staðar frá. Guðmundur Hallsson var mikill hvatamaður þess, að kaupfélagið hér var stofnað, traustur stuðnings maður þess til dauðadags og einlægur sam- vinnumaður. Margt var hér fleira af ágætum mönnum og dugandi, sem voru að hætta vegna aldurs og annara ástæðna, þegar ég kom hingað. Má þar til nefna Guðmund Jónsson bónda í Stóra-Laugardal, mikill dugnaðar- og framtaksmaður. Hann átti hálfar Laugardalseignir á móti séra Lárusi Benediktssyni. Við búskap af honum tók Guðmundur Jóhannes sonur hans, dugandi maður og félagsmaður góð- ur, en missti heilsuna fyrir aldur fram. Hann studdi vel að framgangi kaupfélagsins alla sína tíð, og margra fleiri mætti ég minnast, sem hér hafa lagt drjúgan skerf, til þess, sem unnist hefur í framfaraátt og viðreisnar á þessari nálega hálfu öld, sem ég er búinn að dveljast hér. En nú finn éf, að kraftar mínir eru á þrotum, og því senn lokið, sem ég mun ógert eiga á þessari jörð. Og enn bíða verkefnin hinna ungu manna, óþrjótandi mörg og freistandi, eins og var, þá er okkur hló hugur í brjósti, fauskunum, sem nú eru á förum.“ Þannig farast Guðmundi Jónssyni orð. Og einhvern veginn finnst mér maðurinn og æfistarf hans verða skilj- anlegra á bakgrunni þessa umhverfis og þeirra hátta sem í æsku hans og uppvexti voru ríkjandi. Hún varar sig stundum ekki á því yngsta kynslóðin í landinu, hve bratt þurfti að stíga, þangað til náð var áfanganum, þar sem vér stöndum nú. Þessar minning- ar Guðmundar eru, eins og að ganga við hönd honum yfir nokkur klungrin. Sigurður Einarsson, Holti. Á melunum í mUdri ágiistssólar miðdegisbirtu út með Steingrímsfirði ég leit eitt blóm — ég hélt ég aldrei yrði svo undri lostinn; þvílík börð og hólar! Aldrei sá ég svo barmafylltan birtu bikar á grönnum fœti til mín réttan, svo mjölviþrunginn blaðabríisk og þéttan, blómkrónu í fagurgulrí silkiskyrtu. Óskastund! gef mér eitt af þessum blómum; ég œtla að festa það í brúnum lokkum álfkonu sem var eitt sinn bíisett hér; hvergi fann ég í lífsins dýru dómum djásn sem fer grœnum kyrtli og þunnum sokkum betur en slíka melasól frá mér. Páll H. Jónsson SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.