Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 10
..Hva-hvað segir maðurinn — suður? Sá held ég geri slag í því að fara suður. Suður hefur hann ekki farið, síðan ég kom í Iljallatún — og þau hvorugt, eið- ur sær. Eg held hann fari ekki annað að heiman, en ef hann skýzt hérna norður í Víkina í brýnustu nauðsyn. Hann getur borið um það. hann Bjarni póstur, hvort ég lýg — ajæja!“ Bjarni hrein við: „Ahæ, það er svo grandvart, að ég hafi vitað hann fara suður, og ég veit ekki, hvernig hann hefði átt að fara það, blessaður húsbóndinn, án þess ég hefði einhverja hugmynd um það . . . Þú ert vitaskuld búinn að drífa allt inn, sem þú áttir úti. — þarf ekki að spyrja að því?“ Jósúa tók í nefið og rétti síðan blikk- dósina að Bjarna: „Veskú, Bjarni minn. fáðu þér í nef- ið . . . Nei, ónei, — ég er ekki búinn að hirða það, sem ég átti úti, þegar hann kom með ógnina í nótt.“ „Þakka þér fyrir . . . Þú ert kannski búinn að fylla öll heystæði? Það er lóð- ið.“ Bjarni kíkti á hann með öðru aug- anu eins og hann hefði tekið eftir gati í gegnum höfuðið á honum og væri að laumast til að skoða brjóstin á konunni, sem á bak við hann stóð. „Ahæ, auðvit- að búinn að fylla hverja smugu?“ Það hummaði í konunni, og Jósúa leit snöggt um öxl: „Hvað ert þii að humma, Jósefína?“ Svo við Bjarna: „Nei, óekkí. segi ég. Ég læt mér ekkert ótt.“ „Guðlaun,“ hvein Bjarni og rétti Jósúa dósina. „Ekkert að þakka, maður minn . . . Nei, ég læt mér ekki ótt með þessa tuggu. Ég er að selja og fara. Það geta aðrir hirt þetta.“ Konkordía hjó niður hrífuhausnum. „Guð almáttugur setji mig stöðuga! Selja og fara svona allt í einu — út úr miðjum manninum?“ „Ja, fyrr má nú vera.“ mæddist Jóse- fína og hristi höfuðið. „Ég er svo aldeilis yfirgengin. Hann er ekki seinn að ígrunda og ákvarða, hann Jósúa. Ég fór út í fangaflekk í morgun í meinleysis grann- leysi og fór að rífa föngin í sundur, en þá kom hann anstígandi og sagði: „Stopp, Fína, mi er nóg orðið þrælað hér í Hraun- höfn.“ . . . Ætli hann setji mig ekki í ramma með gleri — eins og einhverja fótógrafíu?“ Jósúa sagði aftur fyrir sig: „Vertu ekki að þessu fjasi, Fína.“ Svo við Bjama og Konkordíu: „Já, það er steinstopp með þrældóminn í Hraunhöfn. Þið getið bókað það.“ Hann setti út Guðmundur Gislason Hagalin. brjóstið, dró djúpt andann og þandi út báða buxnavasa: „Ég skil ekki í öðru en verkfræðingurinn hafi komið að Hjalla- túni í gærkvöldi. Ég sat hérna uppi á Kerlingunni og sá á eftir jeppanum heim túnið.“ „Jú, hann kom. Það held ég, maður,“ sagði Bjarni póstur. Jósúa sneri sér við til hálfs. „Mig grunaði það. Jæja, komdu nú. Fína. Við skulum halda áfram heim á búgarðinn. Ásbrandur hlýtur að fara suður. Verkfræðingurinn hefur sjálfsagt boðið honum stórfé í jörðina, nema hvað? Og eftir hverju ættu þau góðu hjón svo sem að bíða hér? Vitaskuld slá þau til og selja — og kaupa íbúð fvrir sunnan, nema hvað? . . . Komdu, Jósefína. segi ég.“ Og Jósúa hélt af stað, stikaði nú hægt og virðulega. En Bjarni póstur þaut á eftir honum og greip í öxlina á honum. „Ha — selja, hann Ásbrandur okkar að selja?“ Jósúa ók sér, gretti sig. Karlfjandinn kleip að beini. „Hvað er þetta, maður? Já, selja, sagði ég. Hvað annað? Ég er búinn að selja fyrir hundrað og sjötíu og fimm þúsund krónur — he-heyrirðu það? Get borgað öllum sitt og keypt fína kjallaraíbúð í Reykjavík . . . Hvað ertu að standa þetta, Fína? Komdu strax, manneskja!“ En sjálfur hélt, Jósúa ekki af stað, því að ennþá var honum ríghaldið, og svo beið þá Jósefína. Hann flökti augum, ók sér síðan í kló Bjarna og sagði biðj- andi. allur vindur úr honum rokinn. „Æ. Bjarni, góði Bjarni, slepptu mér. Ekkert hef ég gert.“ Og Bjarni póstur rankaði við sér, varð sami meinleysismaðurinn og venjulega. Hann sleppti takinu á Jósúa, leit hálf- vandræðalega íloft upp og spýtti um tönn. „Nei, það er vitanlega satt, Ahæ. hvað ætli þú hafir gert?“ Jósúa hraðaði sér af stað og sagði fljót- mæltur, var nú á ný komið kæruleysis- legt stærilæti í róminn: „Jæja, verið þið sæl, bæði tvö. Ekki hentar mér að doka.“ Jósefína staldraði enn við, en svo strunsaði hún á eftir Jósúa. Þegar hún fór fram hjá þeim Bjarna og Konkardíu, leit hún til þeirra hornauga og skellti í góm: „Ja, þvílíkt! Það er á honum núna, sem um fer, honum Jósúa. Verið þið sæl — og sigursæl." Vinnuhjúin í Hjallatúni stóðu kyrr, hölluðust fram á hrífurnar og horfðu á eftir Hraunhafnarhjónunum. Jósúa trítl- aði reigður og rindilslegur og raulaði ein- hverja lagleysu, — da, romm, da romm, da rí! —• og á eftir honum vagaði fylgj- an lians, hin beinamikla Jósefína, var eins og hún væri að vaða djúpan snjó. Við hvert fótmál slógust tvær grannar og stuttar fléttur í hálsinn á henni — eins og keyri, sem Jósúa hefði komið þarna fyrir til örvggis því, að hún fylgdi honnm eftir. í eystra hliðinu á hraun- girðingunni nam hann staðar og leit um öxl, snýtti sér með fingrunum og sagði síðan svo hátt, að Hjallatúnshjúin heyrðu: „Ólíklegt þykir honum Jósúa mínum það, að verkfræðingurinn hafi ekki boð- ið í Hjallatúnið. Hann sagði það hrein- lega við mig, að lítils virði væri Hraun- höfnin á við það . . . Komdu og flýttu þér, Jósefína.“ Svo stikaði Jósúa austur úr hliðinu á hraunmúrnum, reigður og háleitur eins og hann væri að stíga inn í hina sigruðu Jeríkó. ÁHtir þú þitt œvintýri bíða eftir þér hér við skógarlundinn fríða, þá farðu hjá og freistaðu ekki hinnar fjöllyndu sumarungu gœfu þinnar, og vík þér undan því að sjá hið sanna: sandfok á eyðimörkum vonbrigðanna. P. H. J. 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.