Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 12
Guðjón Finnbogason er fæddur í Skálatanga í Innri- Akraneshreppi 2. des. 1927, en fluttist ung- ur til Akraness. Hann hefur í 13 ár starfað hjá Veiðarfæraverzlun Axels Sveinbjörnssonar. Kvænt- tir er hann Helgtt Sigurbjömsdóttur frá Akra- nesi og eiga þau eina dóttur. Guðjón var í liði Akurnesinga í fyrsta sinn, sem þeir tóku þátt í Islandsmóti meistaraflokks 1946. Hann hefut leikið 14 landsleiki. Hann leikur vinstri fram- vörð t lðii Akumesinga. Jón Leósson er fæddur 23. febr. 1935 á Akra- nesi, en er ættaður af Skipaskaga. Hann lauk gagnfræðaprófi 1952, en hóf nám í múraraiðn árið 1956. Kvæntur er Jón Erlu Björgheim frá Færeyjum og eiga þau einn ungan son. Jón man vart eftir sér án fótboltans eins og margir fleiri félagar hans. Hann var fyrst í liði Akurnesinga á íslandsmóti meistaraflokks 1955 og þrisvar hefur hann verið í landsliði. Hann er vinstri bakvörður Akurnesinga. Guðmundur Sigurðsson er fæddur ta. okt. 1935 á Akranesi. Hann varð gagnfræðingur 1952 og hóf nám í vélvirkjun árið eftir hjá Vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Hann er ókvænt- ur. Hann lék fyrst í fyrrasumar með liði Akur- nesinga á Islandsmóti meistaraflokks, en hóf ungur að fást við knöttinn eins og flestir knatt- spyrnumenn Akurnesinga. Hann leikur hægri bakvörð í liðinu. Guðmundur hefur i hyggju að fara í Vélstjóraskólann í framtíðinni. Kristinn Gunnlaugsson er fæddur 12. júlí 1934 á Akranesi, en er ættaður úr Dölum og frá Bol- ungavík. Hann hóf nám í húsasmíði 1954 og vinnur nú í sementsverksmiðjunni. Hann er enn ókvæntur, en trúlofaður Ólínu Bjömsdótt- ur símamær á Akranesi, og eiga þau eina unga dóttur. Kriitinn tók þátt í íslandsmóti meist- araflokks í fyrsta sinn árið 1954 og í landsliði Islendinga hefur hann leikið 7 sinnum. Hann leikur miðframvörð. Halldór Sigurbjörnsson er fæddur 3. okt. 1934- á Akranesi. Hann nam netagerð hjá Nótastöð- inni h.f. 1954 og hefur unnið þar siðan. Kvænt- ttr er Halldór Hildi Sigurðardóttur frá Borgar- nesi og eiga þau einn ungan son. Halldór varð fyrir því slysi á s.l. vori, að netahnífur stakkst í handarkrika hans og er hann máttfarinn í hendinni síðan. Hann keppti fyrst árið 1950 á íslandsmótinu og hefur leikið 8 landsleiki. — Hann leikur hægri útherja i liðinu. Pétur Georgsson er fæddur 5. júní 1931 á Akranesi. Hann lauk gagnfræðaprófi 1948 og var síðan í tvö ár til sjós. Arið 1950 hóf hann nám i netagerð hjá Nótastöðinni h.f. og hefur unnið þar síðan. Kvæntur er hann Emelíu Jónsdóttur frá Akranesi og eiga þau þrjár dætur. Pétur lék fyrst í liði Akurnesinga á Islandsmóti meist- araflokks 1949 og fimm sinnum hefur hann leik- ið í landsliði íslendinga. Hann leikur vinstri innherja. 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.