Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 7
Hitler og Icarus — Innrásin á Island Þegar lítill flugbátur úr enska flotan- um sveimaði yfir Reykjavík árla morg- uns 10. maí 1940, og landgönguliðar Georgs konungs VI. sigldu inn á Reykja- víkurhöfn og stigu á land; þegar nýbak- aður forsætisráðherra suður í Lundún- um. Winston Churchill að nafni, lýsti vfir á þingi, að „engum þýzkum her- manni yrði leyft að stíga á land á Is- landi órefsað“ — urðu þáttaskil í sögu Islendinga. Líf þjóðarinnar hefur ekki verið hið sama sem fyrr síðan þennan dag — og verður líklega aldrei. Frá þessum degi til loka heimsstyrjald- arinnar, og með öðrum hætti eftir lok stríðsins, gerðist viðburðarík saga á Is- landi. Ilún var á margan hátt tvíþætt. Annars vegar var saga þjóðarinnar sjálfrar, líf hennar, atvinna, stjórnmál, þjóðlíf. listir. Hins vegar var saga, sem landsmenn vissu aðeins lítið um, sagan af þætti Islands í heimsstyrjöldinni miklu, sagan af því sem fyrir stríðsmenn bar á íslenzkri grundu. Um hina fyrri sögu eiga íslendingar sjálfir öll gögn og hafa verið gerð myndarleg átök til að safna þeim gögnum og gefa út. Hins vegar vita íslendingar enn lítið um hina seinni sögu og hafa af söguþjóð að vera gert furðulega litlar tilraunir til að afla sér gagna um hana. Þó snertir þessi saga þjóðina verulega, og hefur ekki sögu- þjóð áhuga á annarlegum viðburðum, sem gerast í landi hennar? Ætluðu Þjóðverjar raunverulega að gera innrás í ísland? Höfðu þeir við- búnað til slíkrar innrásar? Voru Bretar viðbúnir að verja landið, ef á það hefði verið ráðizt? Hver var raunveruleg þýð- ing íslands fyrir styrjaldaraðila? Hvaða hlutverki gegndi Island í orrustunni um Atlantshaf? Þannig mætti lengi spyrja, og vissu- lega hljóta sagnfræðingar framtíðarinn- ar að vilja vita svör við þessum spurn- ingum. Enda þótt ekki sé vitað um skipulega leit að gögnum, sem Island varða, er vitað að mikill fjöldi slíkra heimilda er til í skjalasöfnum Þjóðverja, Breta og Bandaríkjamanna, og margt þeirra gagna er þegar hægt að fá. Það er einnig Hitler leikur á als oddi. Myndin tekin er sigrar hans voru sem mestir og árásin á ísland var ákveðin. Ijóst, að menn sem glöggt vita um þessa hluti eru í öllum löndunum þrem, og hugsanlega fleirum, en falla brátt fyrir tímans tönn hver af öðrum. BLAÐSÍÐA 39. Nýlega er komin út í Englandi bók um innrás þá, sem Þjóðverjar aldrei gerðu í Bretlandsevjar, mikið verk, fróð- legt og læsilegt. Þar er að finna — á bls. 39 — nokkur orð, sem staðfesta það, að Þjóðverjar ætluðu sér einnig að gera innrás í tsland og höfðu viðbúnað í þeim ásetningi. Þar segir frá því, að Hitler hafi verið tregur til að taka ákvörðun um innrásina í England og hafi lengi gert sér vonir um, að Bretar gæfust upp eða semdu frið án þess að til innrásar kæmi. Þótti herforingjum hans þetta óraunhæfur þenkimáti og hvöttu hann til að hefjast handa. Og 20. júní, 1940 (fjörutíu dögum eftir landgöngu Breta í Reykjavík), segir Raeder aðmíráll í dagbókum sínum frá samtali við Ilitler. þar sem foringinn hafði ekkert uin inn- Daedalus undirbýr flugið ásamt hinum ógcefu- sama syni sinum. rásarundirbúning í England að segja. ,.t stað þess talaði hann um fyrirætl- anir um að fá Gyðingum land á Mada- gaskar, og hlustaði á Raeder, sem kvart- aði um ókurteislegt skeyti frá Göring og útskýrði hversu óraunhœf vœri áœtlun um innrás í Island, sem Hitler hafði fyrirskipað að undirbúin skyldi. Til þess- arar hernaðaraðgerðar, sem hafði hlotið liið óheiUavœnlega dulnefni „Icarus“, SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.