Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 33
Maðurinn virtist ekkert undrandi yfir gestakomunni. Hann leit upp sem snöggvast, en hélt svo áfram iðju sinni. benda til þess, að heiminum væri illa stjórnað. Oll Neapelborg er eins og uppistaða i vefstól, hugsaði hann, og menrt og konur eins og skyttur sem skotið er fram og aftur, og vefarinn á annríkt í nótt. En þetta mannhaf er mér óviðkomandi, ég verð að hafa hug- ann vandlega við það sem ég þarf að gera. I þessu bar hann að þvergötu, sem ekki var eins breið og gatan sem hann var í og hann sneri þangað, og þaðan inn í götu, sem var enn mjórri. Það má vera, hugsaði hann, að mér hafi verið gefin holl ráð i þetta skipti. Angelo hafði gengið lengi þegar hann kom að stíg sem var svo þröngur, að liann gat aðeins greint liandarbreidd af himninum milli húsarúðanna. Stígurinn var ósléttur undir fæti og illa lýstur og hann varð að þreifa sig áfram meðfram húsaveggjunum til að hrasa ekki. Hon- um var svölun að því að koma við fast efni með höndunum, en allt í einu hvarf það undan lófa hans. Þar voru dyr og dvmar stóðu opnar. Eg er heppinn í kvöld. hugsaði hann, að hafa fundið svona þröngan gang. Hann hélt hægt inn ganginn unz hann kom að lítilli lnirð. Undan hurðinni lagði daufa birtu. Angelo lagði höndina á handfangið, dró andann léttilega — einu sinni — tvisvar — Dyrnar opnuðust hægt og hann stóð andspænis manni, sem sat við lítið borð og taldi silfurpeninga. Hann var stór og herðabreiður með úfið, rautt liár og stórar hendur. Maðurinn virtist ekkert undrandi yfir gestakomunni. Hann leit upp'sem snöggvast og hélt svo áfram iðju sinni. En gestinum fannst stundin geigvæn- leg. Maðurinn við borðið var ófrýnilegur og ekkert góðlegt við hann. Samt voru einskonar vingjarnlegheit fólgin í því að hann skyldi láta dvr sínar standa ó- læstar svo að hver sem var gat gengið inn meðan hann sat og taldi peninga sína. En hvað á ég að segja við hann? hugsaði Angelo. Eftir stutta stund sagði hann: „Ég get ekki sofið“. Rauðhærði maðurinn beið andartak og leit svo upp. „Ég sef aldrei“, sagði hann með miklum sjálfsþótta. Síðan tók hann aftur að telja silfur sitt. Hann raðaði myntinni varlega, fyrst tveim og tveim peningum saman þar til þeir voru uppgengnir. ruglaði þeim aftur með hinum stóru höndum sínum, raðaði þeini síðan á ný, fimrn og fimrn saman, ruglaði þeim enn, setti síðan sex pen- inga í hverja hrúgu, síðan tíu. þá fimmtán og loks þrjá. Þegar hann hafði sópað þeim saman enn einu sinni lét hann hendurnar hvíla á silfrinu, hallaði sér aftur á bak í stólnum og endurtók með fyrirlitningu „Ég sef aldrei!“ „Aðeins heimskingjar og slæpingjar sofa“, bætti hann við. „Fiskimenn. bændur og iðnaðarmenn heimta sinn hrotutíma hvað sem á gengur. Eðlis- þungi þeirra hrópar á svefn, jafnvel á mikilvægustu stundum lífsins. Svefn- höfginn sígur á augu þeirra. Guðleg angist sveitir blóði steinsnar frá þeim, en þeir geta ekki haldið sér vakandi eina stund, og þytur englavængja getur ekki vakið þá. Þessir lifandi dauðu munu aldrei vita hvað gerðist eða hvað var sagt meðan þeir hnýptu gapandi í svefni. Ég einn veit það, — því að ég sef aldrei.“ Allt í einu sneri hann sér að gesti sínum. „Hann sagði það sjálfur. Og með hvílíkri vandlætingu hefði hann ekki sagt það ef hjarta hans hefði ekki verið heltekið af sorg. En orð hans voru sem stuna, líkt og þegar báran brotnar við ströndina í síðasta sinni á dómsdegi. Hann sagði það sjálfur: Gátuð þér ekki vakað með mér eina stund.“ í heila mínútu starði ókunni maðurinn í augu Angelos og það var alger þögn. „Enginn", sagði hann síðan hægt. „enginn gæti í alvöru trúað því, að ég hefði sofið — þetta fimmtudagskvöld í garðinum“. ----o----- Það var unaðslegur vordagur. Möndlutrén stóðu í fullum blóma. daufrjóð og kórallituð, og breiddu úr sér niður eftir hallanum framan við stóru hvítu villuna. Frá hjallanum uppi við húsið var víðsýnt um héraðið og þaðan gaf að líta margbreytni í línum og litum. fjarlæg, himinblá fjöll og grá- grænan olíuvið í hlíðum hinna nálæg- ari hæða; rykgráan veginn sem snákaði sig um dalinn fyrir neðan, frjálsar líð- andi fylkingar hvítra skýja og lárétta dimmbláa rönd hafsins úti við sjón- deildarhring. I svala kvöldsins var þetta allt eins fagurlega samstillt og engill stæði við öxl áhorfandans og framleiddi þessa töframynd með tón- um flautu sinnar. Angelo Santasilia, hinn frægi lista- maður, sem átti villuna. sat á hjallan- um og mótaði leir. Hinn langi vinnu- dagur hans var á enda, en börnin hans þrjú, — tveir fagurlimaðir sveinar og lítil stúlka með hörund eins gegnsætt og möndlublóm og stór, djúp augu — höfðu ekki fengizt til að hátta fyrr en hann hafði lofað þeim því, að hann skyldi hafa sitt reiðmannslíkanið handa hverju þeirra tilbúið þegar þau kæmu á fætur. Ekkert þeirra mátti bera af öðru að fegurð og engin tvö vera eins, og öll þannig, að börnin gætu þekkt hvert sinn reiðskjóta við fyrstu sýn. Við- fangsefnið hafði gripið huga listamanns- ins, svo að hann hvorki sá né heyrði nokkuð annað. Skammt frá honum sat Lucrezia með hárautt sjal um herðar sér og brosti að alvörusvipnum á manni sínum. Næturgali söng í fjar- lægum runni og að andartaki liðnu svaraði annar næturgali söngnum, skammt frá þeim. SAMVINNAN 33

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.