Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.10.1957, Blaðsíða 20
Gamalt og nýtt úr Tálknafirði Úr endurminningum Guðmundar Jónssonar, Sveinseyri Mér þykir fjörðurinn vinalegur, og svo er um fleiri, þó að þröngur sé hann og aðkrepptur nokkuð. Undir- lendi er lítið, og allvíða örðugt til ræktunar, enda löngum allt of mjög vanrækt. En til sjósóknar er hann með beztu fjörðum hér vestanlands. Höfn er hér einhver sú bezta á landinu, sjálfgerð af náttúrunnar hendi fyrir innan Sveinseyrarodda, og víðar er hér sæmilega gott til slíkra hluta, svo sem á Suðureyri. Er Suðureyri yzti bær sunnan megin við fjörðinn. Um þær mundir sem Hollendingar fiskuðu mest hér við land, höfðu þeir aðalbækistöðvar sínar í Tálknafirði, að því er tók til Vestfjarða. Sama máli gegndi um Frakka á síðari hluta 19. aldar. Komu hér þá einatt frönsk her- skip inn á Hópið og lágu hér tímun- um saman. Hefðu framsýnir og fram- takssamir menn liafið hér verzlun þá, er ekki ólíklegt að hér hefði smám saman risið upp útgerðarbær og haft að mörgu leyti eins góð skilyrði til að dafna, eins og til dæmis Patreksfjörð- ur, en haft það þó fram yfir að höfn var hér sjálfgerð og örugg. Voru framtakssamir menn farnir að koma auga á þetta, þegar leið að lokum 19. aldar. Thor heitinn Jensen, sendi hingað skip, og kom sjálfur og verzl- aði hér af skipsfjöl á síðasta tug ald- arinnar, og einnig á Arnarfirði. Var honum á báðum þessum stöðum tekið fegins hendi, því að mikið þóttu við- skipti við hann betri, en menn áttu þá að venjast hjá kaupmönnum hér vestra, enda erfitt til þeirra að sækja. Thor Jensen verzlaði með allar nauð- synjavörur, og tók svo fisk og ull að haustinu eða seinni hluta sumars upp í viðskipti sín. Ekki voru kaupmenn hér vestra ánægðir með þetta og gengu þá allhart eftir skuldum hjá þeim, sem skiptu við Jensen. Einhverjar ráðstaf- Eftir Sigurð Einarsson í Holti anir mun Thor Jensen liafa gert til þess að fá keypt landssvæði hér fyrir innan Sveinseyraroddann, og mun hafa hugsað þar til einhverra fram- kvæmda og verzlunar, en einhverra ástæðna vegna varð ekkert úr því, og hætti liann þá að koma liingað og verzla. Hvalveiðistöð settu Norðmenn hér upp á Suðureyri 1893—94 og ráku hana til 1911, er þeir hættu algerlega og seldu þá stöðina, bæði hús og bryggjur. Þegar ég fluttist hingað árið 1900, voru atvinnuvegir svipaðir hér, og þá var í Ketildalahreppi, nokkrum ára- bátum róið til fiskjar að vorinu, en margt manna úr sveitinni til sjós á þilskipum á Bíldudal og Patreksfirði. Allmargir menn unnu og á hvalveiði- stöðinni, en heldur virtist mér, sem hún hefði dregið úr framtaki manna. Menn komust upp á að fá þar ýmis- legt til matar, svo sem hvalkjöt, sem fékkst ókeypis og kornvöru og eldivið, sem Norðmenn lágu þar með að vetr- inum, seldu þeir, og einhvernveginn komust margir upp á að varpa á- hyggjum sínum á hvalveiðistöðina um vinnu og annað. Aannars var hval- veiðistöðin hér mikið fyrirtæki, hafði fjóra hvalabáta til veiða og eitt stórt flutningaskip, sem dró hvalinn að sumrinu, þegar langt var að sækja hann, og flutti að og frá stöðinni. Fram yfir aldamót og til 1907—8 gekk veiðin vel, en fór að tregast úr því. En ósköp voru menn skammsýnir í því, að nota ekki þenna mikla rekstur hreppsfélaginu eitthvað til tekna og viðreisnar. Árið 1903, þegar ég kom í hreppsnefndina var útsvar á hvalveiði- stöðinni 300 krónur, og hæsta útsvar á bónda, þeim manni, sem bezt var efnum búinn í hreppnum 8 krónur, enda var ekkert lagt hér til fram- kvæmda, né neins þess, er hreppsbú- um hefði mátt verða til viðreisnar. Þrátt fyrir aðstæður hér, sem að mörgu leyti voru betri en annars stað- ar, var fátækt ákaflega mikil. Ibúar í hreppnum voru full þrjú hundruð, en ómegð mikil, og fjöldi barnmargra heimila sárfátækra. Víða höfðu verið byggðir hér þurrabúðarkofar, sem engir jarðarblettir fylgdu. Höfðu bændur verið ófáanlegir til þess að leigja þurrabúðarmönnunum nokk- urn landsskika. Mátti heita að ólíft væri í þessum þurrabúðum, og lögð- ust þær smám saman niður. Bygging á húsum var yfirleitt mjög léleg, er ég kom hér, og ekki man ég eftir jám- þaki á nokkru húsi, nema einni hey- hlöðu. Mér fannst fólkið hér þegar í stað mjög viðkunnanlegt og léttur blær yfir öllu. Vera má, að það hafi verið vorhugur og vonir aldamótanna, sem réðu því. Hér var þá allmargt af yngra fólki á reki við mig, og nokkuð eldra á bezta skeiði. Það voru að verða þáttaskipti hér. í sveitinni höfðu um langt skeið verið fjórir til fimm sæmi- lega efnaðir bændur, allir miklir at- orkumenn, enda ráðið flestu í hreppn- um um langan aldur. Nú voru þeir orðnir aldraðir og sumir að láta af öllum störfum. Svo sem Jóhannes Þor- grímsson á Sveinseyri, og Árni Bjarna- son á Kvígindisfelli. Hafði hann um langt skeið búið þar rausnarbúi, frá- bær framtaks- og dugnaðarmaður. Hafði hann og ræktað jörð sína ágæta vel og stundað sjó af miklu kappi á yngri árum. Hann var sonur Bjarna Ingimundarsonar, er bjó á Sveinseyri 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.