Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Page 15

Samvinnan - 01.08.1958, Page 15
að koma máli þessu strax á rekspöl með því að safna loforðum, hver í sínum hreppi, um hlutabréf, eða helzt stofn- bréf, til þess að koma skýlunum upp og einnig fjártökuloforð til slátrunar." Á fundinum urðu samráð um, að mynduð yrðu 2 félög, sitt fyrir hvora sýslu, en þá var búið að samþykkja sýslu- skiptin heima fyrir. Fól fundurinn 3 mönnum á hvoru svæði forgöngu máls- ins. í austurhlutanum: Jónatan J. Lín- dal, Birni Sigurðssyni og Guðmundi Tómassyni, en í vesturhlutanum: Guð- mundi Sigurðssyni, Rögnvaldi Líndal og Sigurði Jónssyni. Fyrsti nefndar- Framkvæmdanefnd sú, fundur. sem kosin hafði verið fyrir austurhlutann, hélt fund með sér samdægurs. Kaus hún sér formann, Jónatan J. Líndal, og samdi frumvarp til laga um félagsskap um slát- urhús' á Blönduósi. Var formanni falið að afrita frumvarpið, senda það fulltrú- um í hreppunum og skora á þá að safna loforðum um stofnbréf og sláturfjártölu. Jafnframt var formanni falið að leita sér upplýsinga um byggingarkostnað fyr- irhugaðs sláturhúss. Jónatan J. Líndal. Formaður nefndar- innar, Jónatan J. Líndal, var ungur maður (f. 1879), er hlotið hafði góða menntun, bæði heima og erlendis. Var hann nýtekinn við búi á erfðaóðali sínu, Holtastöðum, fullur af áhuga og umbótahug. Hafði Jónatan ver- ið kosinn formaður Kaupfélags Hún- vetninga þetta sama vor (1907), þegar Brynjólfur Gíslason lét af störfum og flutti burt úr héraðinu. Var Jónatan því í fylkingarbrjósti samvinnumanna í hér- aðinu um þessar mundir, og spáði það góðu um framgang málsins. Nýr fulltrúa- Nýr fulltrúafundur var fundur. svo haldinn á Blönduósi um sláturhúsmálið 2. júní 1907. Málabúnaði var nú það komið, að í 4 hreppunum (Engihlíðar-, Svínavatns-, Sveinsstaða- og Áshreppi) höfðu farið fram umræður um lagafrumvarp fram- kvæmdarnefndar, og lágu fyrir fundin- um breytingatillögur frá þeim öllum. Úr hinum hreppunum þremur höfðu engin svör borizt. Þar sat allt í sama farinu, þó að Bólstaðarhlíðarhreppur og Torfu- lækjarhreppur ættu að vísu áheyrnar- fulltrúa á þessum fundi. Á fundinum var lagt fram bréf frá Ingimar Sigurðssyni á Hólum, „sem skýr- ir frá því, að hús með veggjum og gólfi úr steini og járnþaki, nægilega stórt til að slátra 400 fjár á dag, mundi með á- höldum kosta 3000 krónur.“ Ingimar hafði lært slátraraiðn í Esbjerg í Dan- mörku, að tilhlutun Búnaðarfélags ís- lands. Fulltrúafundinum lauk með endur- kosningu framkvæmdarnefndar, og var Jónatan formaður hennar áfram. Viðhorf kaup- Um þetta leyti var kaup- félagsmanna. félag Húnvetninga að breyta starfsháttum sín- um, taka upp söludeildarviðskipti ásamt pöntuninni. Þó að félagið væri fámennt og hagur þess á ýmsan hátt þröngur, þá voru kaupfélagsmennirnir í miklum sókn- arhug. Um viðhorfið til sláturhússmálsins er það fljótsagt, að það mátti heita að það væru kaupfélagsmennirnir einir, sem höfðu léð því máli fylgi. Þá er von að sú spurning vakni: Hvi tók kaupfélagið ekki málið strax að sér, og hugsaði sér bygg- ingu sláturhúss, fjártöku og sölu slátur- fjárafurða sem einn lið í starfi félagsins. Til þess lágu tvær ástæður. 1 fyrsta lagi þröngur fjárhagur, og í öðru lagi töldu þeir hitt hagkvæmara fyrir fylgi máls- ins. Hin fyrirhugaða breyting á starfs- háttum kaupfélagsins krafðist aukins fjármagns bæði til bygginga umfangs- meiri verzlunarreksturs. Það gat orðið nógu erfitt að afla lánsfjár til þeirra framkvæmda, þó að ekki væri ráðist í aörar fjárfrekar framkvæmdir um leið. En eins og síðar kom í Ijós, var þetta ekki aðalatriðið. Sú hafði verið ætlun manna í upphafi, að héraðbúar gætu sameinazt um byggingu sláturhúss og afurðasöluna, án tillits til neytendavið- skiptanna, sem um þetta leyti voru enn að miklu leyti í höndum kaupmanna. Forgöngumennirnir töldu því, að hægra mundi verða að ná samstöðu um málið, ef um sjálfstæðan afurðasölufélagsskap væri að ræða. Samráð við Þegar hér var komið und- kaupfélagið. irbúningi sláturhússmáls- ins, mátti talja, að vonir þær, sem menn höfðu gert sér um al- menna þátttöku, hefðu algerlega brugð- izt. Þetta var Jónatan orðið ljóst. Hann sá því, að hér varð að leita annarra úr- ræða. Vegna söludeildarmálsins og fyrirhug- aðra byggingarframkvæmda var haldinn aukafundur í kaupfélaginu í desember 1907. Að tilhlutun Jónatans var slátur- húsmálið tekið þar til meðferðar, og mun Jónatan þá hafa fengið fulla vissu um, að kaupfélagið mundi aðstoða við fram- kvæmdir, ef nauðsyn bæri til. Síðasti fundur Fulltrúafundur- framkvæmdanefndar. inn á Blönduósi 2. júní hafði frestað að taka fullnaðarákvöröun um lagafrumvarpið, sökum þess að 3 hrepp- arnir höfðu enn ekkert sinnt málinu. En þótt frestur væri gefinn, virðist það ekki hafa gefið neinn árangur, því að þegar komið var fram um jól, höfðu enn engin svör borizt úr þeim hreppum. Jónatan boðaði því til nefndarfundar á Holta- stöðum 20. des. 1907. Björn Sigurðsson mætti ekki á þeim fundi, svo að þeir Jónatan og Guðmund- ur Tómasson sátu tveir einir að starfi. Fór nú fram lokaundirbúningur fyrir stofnfund, en það starf hafði að miklu leyti verið unnið á aukafundi kaupfé- lagsins, þeim er fyrr getur. Lagafrum- varpið var svo sent heim í hreppana, og beiðst funda heima fyrir til deildamynd- ana og samþykktar á lagafrumvarpinu. Jafnframt var ítrekuð áskorun um söfn- un stofnbréfa og sláturfjárloforða. Slátraranám. Eins og fyrr er getið reisti Sláturfélag Suðurlands sláturhús í Reykjavík sumarið 1907. Sama ár byggði Kaupfélag Eyfirðinga fyrsta sláturhús sitt á Torfunesi á Akureyri. Húnvetningar áttu því um tvo staði að velja til þess að kynna sér sláturstörf. Að tilhlutun framkvæmdarnefndanna L slát- urhússmálinu fóru 2 menn úr Húnavatns- sýslu til Akureyrar haustið 1907 og lærðu þar sláturstörf. Voru það þeir Einar Er- lendsson frá Fremstagili (Blandon) og Jósef Jóhannesson frá Auðunnarstöðum. Þriðji Húnvetningurinn, Guðmundur Guðmundsson frá Klömbrum, var við slátraranám þetta haust. Hann var hjá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavík. Þeir Einar og Jósef fengu 100 kr. styrk til námsins hvor úr sýslusjóði. II. Stofnfundurinn. Aðalfundur Kaupfélags Húnvetninga fyrir árið 1908 var haldinn að Blönduósi dagana 24.—29. febr. Formaður félagsins, sem einnig var formaður framkvæmda- nefndar, Jónatan J. Líndal, ákvað nú að láta til skarar skríða með stofnun slátur- félagsins. Hafði hann fyrirfram tryggt sér stuðning kaupfélagsins, ef á þyrfti að halda. Boðaði hann því fulltrúa hrepp- anna í sláturhúsmálinu til fundar á Jónas Bjarnason er sá eini fyrir utan Jónatan Líndal, sem er á lífi af stofn- endum sláturfélagsins. Jónas er nú 92 ára og búsettur á Blönduósi. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.