Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 21
ganga í skrautlegri íbúð við Túngötuna. Þar kom rommflaska á borðið, og gerðu þeir henni báðir góð skil. Talaði banka- stjórinn allt kvöldið á enda og var þá langt korninn að breyta öllu hagkerfi heimsins og gera jörðina að paradís. Hann var bæði hugmyndaríkur og orð- snjall, og dáðist Napóleon Jónsson að því hátt og í hljóði, hve vel hann kunni að haga máli sínu. Af þeim sökum varð bankastjóranum svo hlýtt til þessa ný- fundna vinar, að hann tók að forvitnast um hagi hans. Sagði Napóleon Jónsson honum allt af létta og það með, að lækn- irinn teldi handlegg hans svo illa farinn, að naumast myndi hann geta lagt stund á störf verkamanna hér eftir. Bankastjórinn bað hann blessaðan að vera ekki að æðrast yfir slíkum tittlinga- skít; sem verkamaður gæti hann, hvort eð er, aldrei orðið ríkur. — „Hvers vegna bvrjið þér ekki á einhverju, maður minn? — Smáverzlun eða þess háttar, til dæmis litlu kaffihúsi?“ ,.Eg er hræddur um, að ég sé ekki nógu gáfaður til þess,“ sagði Napóleon Jónsson vesældarlega. Bankastjórinn glotti í skeggið og sagði lágróma: — „Maður þarf nú svo sem ekki að vera neitt sjení til þess að þéna peninga. Það er bara að vera nógu slótt- ugur og hafa vaðið fyrir neðan sig, en umfram allt að vera spekingslegur á svipinn. — Ef þú gætir nú fengið smá- lán —.“ Bankastjórinn þagnaði snögglega, eins og hann hefði fengið vont bragð í munn- Páll H. Jónsson: Þóra Þóra. Hvar heyrð’ eg þetta kœra najn sem þokar ekki úr huga mínum burt? Hej ég þig, bláa brekkusóley, syurt og bumirót, við lágan dyrastajn? Þröstur á grein, varst þú að segja jrá? Þytur í stráum, hvíslaðirðu að mér? Laujvindur góði, heyrði ég það hjá þér? Var það í niðinum við Galtará? Hamingjusama najn, sem nótt og dag nœrðir með safa þínum skáldsins önd, varst beiki á arin hjartans heitu glóða, hans leyndarmál, hans týnda brot úr brag og byrgða ástarstjama aj drangsins hönd í líji og dauða listaskáldsins góða. Páll H. Jónsson. inn, og varð lymskulegur til augnanna. En Napóleon Jónsson greip í fyrsta sinn á ævinni hið gullna tækifæri: „Já, það er nú einmitt það,“ sagði hann og leit með einlægum lotningarsvip á húsráðanda. „Ef eitthvert stórmenni vildi lána mér eins og tvö hundruð krónur, þá gæti ég einmitt byrjað á kaffihúsi. Eg veit urn kompu á Laugaveginum, og hann Jón gamli, Sem seldi kaffið á Hverfisgötunni, er dauður, svo að ég gæti fengið innrétt- ingarnar lians fyrir lítið. — Þér vitið nú víst ekki um neinn, sem væri svo ríkur og eðallyndur, að hann myndi vilja hjálpa mér um þessa fjárhæð?“ „Hm,“ sagði bankastjórinn. „Hm. — Tvö hundruð krónur? Það eru miklir peningar!" „Já, ég veit það, og sjálfsagt er enginn svo hjartagóður, að hann vilji hjálpa ör- eiga manni til að koma undir sig fótun- um?“ Það var gráthljóð í rödd Napóleons Jónssonar, og bankastjórinn viknaði. — „Aldrei hef ég haft orð fyrir það,“ sagði hann, „að vilja ekki rétta meðbræðrum mínum hjálparhönd, jafnvel þótt þeir séu lægra settir í þjóðfélaginu en ég. Og athugaðu þetta, maður minn. Gerðu kostnaðaráætlun, og komdu svo til mín í bankann. Hver veit, nema ég geti lán- að þér þetta, ef eitthvert vit er í hug- mynd þinni?“ „Ja, hugmyndin er nú yðar náttúr- Iega,“ sagði Napóleon bljúgur. „Já, auðvitað, ha, ha. Hugmyndir hef- ur mig aldrei skort. En hvernig er það með rommið? Hana, fáðu þér einn, mað- ur. Hvað sagðistu nú aftur heita? — Ha, — Napóleon! — Napóleon Jónsson! — Ja, hvert þó í emjandi, ha, ha, ha! — Nepoleon med sin hær over Alpene gik, ha. ha, over Alpene gik!“ Bankastjóranum virtist margt betur gefið en hljómnæmi, en nú var hann í skapi til að syngja. Hann söng, þar til dyrnar á stofunni opnuðust, og inn kom sú fasmesta kona, er Napóleon Jónsson hafði nokkurn tíma augum litið. Hún var hin fegursta og svo fönguleg, að erf- itt myndi að spanna handleggina, og bjó yfir svo voldugum kvenleika, að Napó- leon Jónsson starði á hana frá sér num- inn. enda þótt hún virtist síður en svo hrifin af honum. Hann hafði lengi alið þá ósk í brjósti, að eignast lífsfélaga, en aldrei hafði orðið úr framkvæmdum. Nú hét hann sjálfum sér því, að ef honum tækist að komast í efni, skvldi hann fá sér konu þegar í stað. Og því áþekkari sem hún yrði konu bankastjórans að líkamlegu atgervi, því betra. Gífuryrði frúarinnar lét hann sem vind um eyrun þjóta, en kvaddi bæði hana og bankastjórann innilega með handa- bandi og óskaði þeim alls góðs. Það lá við sjálft, að ljúflyndi hans gerði banka- stjórafrúna orðlausa. Hún hóstaði og leit spyrjandi á mann sinn, en hann féll í þeim svifum sofandi fram á borðið. II. Þessa nótt sofnaði Napóleon Jónsson með sælubrosi á vör, en vaknaði morg- uninn eftir næsta framlágur. Það hitt- ist nefnilega svo á, að daginn áður hafði hann keypt sér ódýra máltíð fyrir síðustu spariskildingana sína og var nú auralaus með öllu. Hugrekkið var einnig fremur lítið. og þótt honum væri samtalið við bankastjórann enn í fersku minni, þorði hann alls ekki að hugsa til þess að ónáða slíkt stórmcnni með vandræðum sínum. En sjö daga sultur stappaði í hann stál- inu. Viku síðar birtist hann í bankan- um og náði tali af hinum volduga vini sínum. Hann kom inn í gífurlega stóra og fína skrifstofu, og lá við. að hann missti móð- inn, er hann sá hörkulegt og fráhrind- andi upplit bankastjórans bak við þriggja fermetra skrifborð. Var maður sá nú ekki jafn elskulegur sem fyrr, held- ur skrambi afundinn og virtist fátt muna. Hlustaði hann þó á Napóleon Jónsson og athugaði nákvæmlega þá kostnaðaráætlun, er hann hafði gert, spurði nokkurra snöggra spurninga, hristi höfuðið og sagði: „Ekkert vit í þessu! — En — jseja, nú jæja, hefurðu nokkra ábyrgðarmenn?“ Napóleon vissi ekki einu sinni, hvers konar fyrirbæri það var. Bankastjórinn hristi enn höfuðið og gaut augunum út undan sér á lánbeið- andann. Svo hló hann stutt og snöggt, tók upp veski sitt, opnaði það og rétti Napóleoni Jónssyni tvo hundrað krónu seðla. „Þú borgar mér þetta, þegar þú getur. Eg ætla að treysta þér án ábyrgð- armanna. Þeir eru, hvort eð er, ekki mik- ils virði venjulega!“ Því næst benti hann á hurðina, og Napóleon Jónsson flýtti sér út. Næstu daga lét hann hendur standa fram úr ermum. Honum tókst að fá „kompuna“ á Laugaveginum, sem reynd- ar var stærðarstofa, löng og mjó, með eldhúsi og tveim smákytrum inn af. Þá keypti hann innréttingarnar í kaffistofu Jóns gamla á Hverfisgötunni, gerði samning við bakara og nýlenduvöru- verzlun og opnaði restaurasjónina. Yfir dyrnar festi hann stórt pappaspjald, sem hann hafði sjálfur ritað á með rauðkrít: ÞRÆLÓDÝRT KAFFI OG VÍNER- SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.