Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Síða 28

Samvinnan - 01.08.1958, Síða 28
Tvær eins — .... (Framh. af bls. 9) læddist vit með þessa hér, ha, ha, vel af sér vikið, finnst þér ekki? Þetta er fínt franskt koníak maður. Björn kollega minn gaf mér það, bezti kall Björn, dá- lítið einfaldur, — og nú dansar hann í afmælisveizlunni minni við konuna mína, ha, ha, hann er sko bálskotinn í henni en heldur að ég viti það ekki, — síðustu orðunum hvíslar hann afar lágt. Nóttin færist yfir, og smátt og smátt minnkar í flöskunum, en að sama skapi vex vinátta mannanna tveggja. Þeir komast að raun um, að skoðanir þeirra eru hinar sömu í flestum ef ekki öllum efnum, og þeir harma mjög þann tíma, sem liðinn er, en tárfella af gleði vfir því, að atvikin skuli loks hafa leitt þá saman. — Kæri vinur, þú segist vera verka- maður. Gott og vel. Þú varst verkamað- ur. en þú ert það ekki lengur, heyrirðu það? Hér eftir vinnur þú hjá mér, já á skrifstofunni hjá mér, mundu það. Komdu, við förum heim og gerum út um þetta við Björn, hann hlýtur að vera ennþá í veizlunni. — Eg er bara svo skratti fullur, ég get varla staðið á löpp- unum. — Eg finn líka anzi mikið á mér. — eigum við ekki að hvíla okkur dálitla stund upp við skúrinn þarna? — Jú, það held ég bara, komdu. Og þarna finnur lögreglan þá nokkru seinna, og þar sem ekki tekst að vekja þá, er þeim báðum ekið á lögreglustöð- ina og þeir látnir sofa úr sér vímuna. En í fjörunni liggja tvær tómar flösk- ur. — Jæja, hvað segirðu nú? Spvr önnur dálítið hæðnislega. — Mér er kalt, segir hin aumingja- lega. — Jæja, vesalingurinn. — Já, og hér er hræðilegt að vera. — Satt er það, en vínflöskur verða að læra að sætta sig við sitthvað. — Mér finnst svo hræðilegt, að ann- að eins og þetta skuli hafa komið fyrir mig. — Já, ég skil, þú sem ert svo fín og nýkomin frá Frakklandi, en þú skalt ekki örvænta, á morgun eða kannske strax í dag kemur áreiðanlega einhver og finnur okkur, og þá komumst við aft- ur í vínbúðina. — Heldurðu það? Þá hljóta allir að sjá, að ég er fín flaska frá Erakklandi, ekki satt? — Já, áreiðanlega, segir gamla flaskan hughreystandi, hún hefur ekki brjóst í sér til að segja sannleikann. Sólheitur sumarmorgunn rennur upp og líf dagsins vaknar á ný. — Nei, sjáðu flöskurnar þarna, segir lítil telpa við leikfélaga sinn. — Já, maður, reynum hvort okkar er duglegra að hitta þær, hrópar hann og tekur upp stein. — Nei, seljum þær heldur og kaupum gott. Ég má eiga þessa með fallega mið- anum. — Já, blessuð vertu, eins og mér sé ekki sama um miðann. En komdu nú, við skulum hlaupa. — Viltu kaupa þessar flöskur? segir hann, þegar þau koma til flöskusalans. — Má ég sjá? — Fæ ég ekki meira fyrir mína flösku? spyr telpan. Sjáðu livað miðinn er fallegur. — jMiðinn er aukaatriði góða mín. Lítið á. Hann stingur báðum flöskunum ofan í vatnsfötu og losar miðana. — Geturðu nú þekkt þína flösku, telpa mín? — Nei, segir hún, dálítið vonsvikin. — Þarna sérðu, og því fáið þið jafnt fyrir báðar, gjörið svo vel, börnin mín. Þau taka við aurunum og hlaupa glöð og áhyggjulaus aftur út í sólskinið. En gamli flöskusalinn ýtir gleraugun- um upp á ennið og tautar um leið og hann lætur flöskurnar í kassann: — Ójá, skrautlegur miði, — hvers virði er liann, ef innihaldið vantar? Botvinnik (Framh. af bls. 13) Bxe6, fxe6. 25. Hd7, Hxflt 26. Kxfl, Hf8f 27. Ke2, Hf7. 28. Hd6 og hvítur vinn- ur.) 24. Hd6, Ba6 25. Hf2, Bb5 26. e5! (Botvinnik neytir snilldarlega stöðuyfir- burða sinna. Hann hótar nú 27. e6, fxe6. 28. B x e6t, Kh8. 29. Hd7 o.s.frv.) 26. ------Re7 (Euwe hyggst koma riddaranum til d5.) 27. e4 (Botvinnik hindrar það þegar. Jafnvel tvípeðið eykur sóknarkraft stöðu hans.) 27. ------c5 (Með veikri von um að tefja lokaatlög- una eftir 28. Hxb6, Bc6. 29. e6, Bxe4. 30. exf7t. Kh8 o.s.frv. En nú er skammt til leiksloka:) 28. e6! (Mun sterkara en að drepa b-peðið strax.) 28. ------f6 29. Hxb6, Bc6 30. Hxc6! (Skemmtileg lok á fallega tefldri skák.) 30. ------Rxc6 31. e7t, Hf7 32. Bd5. Og Euwe gafst upp. (32.------Hc8 yrði svarað með 33. e8Dt, Hxe8. 34. Bxc6 og síðan Bd5, og ætti hvítur þá heilum manni meira eftir upp- skiptin. Skák þessi er gott dæmi um hinn rök- rétta og þvingandi stíl heimsmeistarans. 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.